Kína og hlutabréf - mýtur um hrun
8.1.2016 | 13:27
Hlutabréf í Kína eru aftur í sviðsljósinu þessa dagana eftir töluvert mikið fall hlutabréfavísitölunnar þar í upphafi árs. Aðrir hlutabréfamarkaðir féllu einnig í virði.
Ýmsar skýringar hafa komið fram varðandi þetta verðfall hlutabréfa en að mínu mati eru engar nýjar fréttir að koma fram. Gengi hlutabréfa í Kína er á svipuðum slóðum og það var í haust og einnig fyrir ári síðan. Frá ársbyrjun 2014 hækkaði gengi kínverskra hlutabréfa mikið en féll svo aftur um haustið. Eftir það mikla fall hækkaði gengi kínversku hlutabréfavísitölunnar á nýjan leik aðeins til að falla aftur á svipaðar slóðir. Lítið er vitað hversu mikinn þátt kínversk stjórnvöld hafa á gengi hlutabréfa en ekki er útilokað að þau geri slíkt með einhverjum hætti, eins og stjórnvöld margra annarra ríkja gera með beinum eða óbeinum hætti.
Fjallað hefur verið um að hægja sé á vexti kínverska hagkerfisins. Aftur, það eru ekki nýjar fréttir. Líkum hefur verið leitt að því í töluverðan tíma auk þess sem bent hefur verið á ýmis bólueinkenni innan hagkerfisins í mörg ár. Hinn mikli vöxtur kínverska hagkerfisins hefur verið byggður upp með svipuðum hætti og Sovétríkin gerðu á tíma Stalíns (já, það var mikill hagvöxtur þar í nokkra áratugi). Fólk hefur verið flutt úr sveitum í borgir þar sem að verksmiðjur hafa verið reistar til að framleiða ódýran varning til sölu um allan heim. Hagvexti byggðum á slíkum forsendum lýkur á einhverjum tímapunkti, það er einungis spurning um hvenær.
Einnig hefur verið bent á að fjárfestar séu órólegir vegna lækkandi olíuverðs. Má ætla af þeim skrifum að olíuverð endurspegli hagvöxt og gengi hlutabréfa að einhverju leyti. Verð á fati af olíu fór niður í $10 árið 1999 á sama tíma og hlutabréfamarkaðir voru á blússandi siglingu. Síðan hækkaði verðið á olíu jafnt og þétt næstu árin fram að árinu 2008. Á sama tíma lækkaði gengi hlutabréfa frá árinu 2000-2003 og tók þá að hækka á nýjan leik. Engin fylgni var á milli olíuverðs og gengi hlutabréfa á tímabilinu. Olíuverð náði hæstu hæðum sumarið 2008 og kostaði fatið þá $145. Olíuverð hækkaði mikið fyrstu mánuði þess árs og lækkaði gengi hlutabréfa á sama tíma. Aftur, engin fylgni var sjáanleg á milli þessara tveggja þátta. Nú er sagt að gengi hlutabréfa sé að lækka að því olíuverð sé lágt!
Einföld skýring er sú að gengi hlutabréfa fyrirtækja í olíugeiranum lækkar þegar að olíuverð fellur. Að sama skapi hafa neytendur meiri peninga á milli handanna í aðra neyslu og sást það til dæmis á íslenska hlutabréfamarkaðinum í gær (fimmtudag) þegar að hlutabréf Haga hf. hækkuðu í verði á meðan að íslenska hlutabréfavísitalan lækkaði tæplega 2%.
Reyndar væri það ágætt fyrir íslenska fjárfesta ef erlend verðbréf falla í verði næstu mánuði og jafnvel ár. Nú þegar að gjaldeyrishöftum verður aflétt er vel hugsanlegt að flestir góðir fjárfestingarkostir á erlendum mörkuðum verði ekki lengur til staðar, enda hefur gengi hlutabréfa hækkað mikið síðustu ár og hefur bandaríska Dow Jones hlutabréfavísitalan tvöfaldast síðustu 7 ár (jafngildir um það bil 10% árlegri jafnri ávöxtun). Lækki erlend verðbréf í virði gæti það einfaldlega skapað kauptækifæri fyrir Íslendinga á erlendri grundu.
Ég var í viðtali á RÚV í gær (fimmtudag) vegna þessa máls, hægt er að hlusta á viðtalið með því að ýta á spila hnappinn á miðri mynd af mér sem kemur fram hérna - http://ruv.is/frett/ofmaelt-ad-tala-um-hrun
MWM
Einstök "Trend"
1.12.2015 | 11:50
Snemma á þessu ári mættu þrír álitsgjafar í viðtal á innlendri útvarpsstöð til að tjá sig um helstu bókmenntaverk Íslands árið áður. Þeir, ásamt tveimur spyrlum, fjölluðu mikið um þróunina á vettvangi íslenskra bókmennta og töluðu allir fimm aðilar stöðugt um nýjustu trend í þeim efnum. Svipuð þróun er að eiga sér stað hjá yngri kynslóðinni. Krakkar tala orðið um að hlutir ívolvist (enska: Evolve) í stað þess að þeir þróist.
Oft stærum við Íslendingar okkur af því hversu einstök þjóð við erum enda má sjá fyrirtæki í ferðaþjónustu auglýsa grimmt hin svokölluðu íslensku sérkenni í markaðssetningu sinni. Áherslan á tungumál okkur virðist þó ekki skipta eins miklu máli og áður. Í dag sjá auglýsendur oft ekki ástæðu til þess að nota innlend heiti og auglýsa þess í stað Halloween (hrekkjavöku) vörur og Black Friday (svarta föstudags) tilboð. Notkun erlendra orða er orðin það sjálfsögð hérlendis að sölumaður í raftækjaverslun hváði um daginn þegar að sonur minn spurði hvernig hægt væri að vista gögn í tæki sem hann seldi, enda hafði hann ekki heyrt neitt annað hugtak en seifa (enska: Save) í fjöldamörg ár.
Mitt í þessari auknu notkun erlends máls er bjórinn Einstök í töluverðri markaðssókn á erlendri grundu. Í dag flytur Einstök út um það bil 2/3 af öllu útfluttu íslensku áfengi. Bjórinn er bruggaður af Vífilfelli á Akureyri en Einstök vörumerkið og fyrirtækið er hins vegar í eigu Bandaríkjamanna. Erlendir aðilar átta sig á hversu verðmæt íslensk séreinkenni eru þegar kemur að tungumálinu, jafnvel vara sem tengist ekki ferðaþjónustu.
Það er óþarfi að nota erlendar slettur þegar töluð er íslenska. Það felast verðmæti í tungumáli okkar. Einstök ölgerðin styður þá fullyrðingu bæði frá markaðs- og fjármálalegu sjónarmiði.
MWM
Viðskipti og fjármál | Breytt 2.12.2015 kl. 06:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðskilnaður banka - núna er rétti tíminn
18.11.2015 | 18:00
Á þriðjudaginn var fundur á vegum Félags viðskipta- og hagfræðinga um kosti og galla aðskilnaðar á viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi. Því miður hafði ég ekki tök á að mæta. Ásgeir Jónsson hélt þar fyrirlestur þar sem hann tók saman kosti og ókosti aðskilnaðar. Í frétt Morgunblaðsins frá fundinum kom fram að Ásgeir taldi aðskilnað vera umræðu gærdagsins.
Þetta kom mér mikið á óvart. Sjaldan hafa jafn margir pistlar, greinar eða bækur varðandi fjármál verið skrifaðar sem fjalla einmitt um þetta í framhaldi af bankahruninu 2008. Kannski var þetta einhver kímni hjá Ásgeiri sem fór framhjá blaðamanni Moggans.
Í það minnsta hef ég mikið ritað um þetta málefni undanfarin ár. Á innlendum markaði hef ég ekki verið einn í þeim efnum og skrifuðu til að mynda tveir fyrrum bankastjórar fjárfestingarbankans Straums nokkrar greinar þar sem að þeir komu fram með rök um slíkan aðskilnað. Helstu bækur varðandi bankastarfsemi síðustu árin hafa nær undantekningarlaust fjallað um þetta málefni. Sebastian Mallaby fjallar til dæmis um þetta í bók sinni (sem hefur er enn fjórum árum eftir upprunalegri útgáfu meðal best seldu bækur varðandi fjármál) More Money than God (http://www.amazon.com/More-Money-Than-God-Relations/dp/0143119419/ref=sr_1_1?s=books&ie=UTF8&qid=1447866859&sr=1-1&keywords=hedge+funds+history )þar sem að hann færir rök fyrir því að aðskilnaður væri nauðsynlegur, meðal annars af því að þannig væri hægt að skapa fjárfestingabönkum meira lagalegt rými sem aðskildar einingar þar sem að lagaramminn þyrfti ekki að taka tillit til jafn mikilla kerfisbundina áhættur sem stærri bankar skapa samfélaginu.
Ásgeir spyr, samkvæmt blaðamanni Morgunblaðsins, af hverju ekkert annað ríki hafi gert þetta. Eins og Simon Johnson (hann hélt erindi á Íslandi árið 2011) og James Kwak benda á í bókinni 13 Bankers (http://www.amazon.com/13-Bankers-Takeover-Financial-Meltdown/dp/030747660X/ref=sr_1_1?s=books&ie=UTF8&qid=1447867324&sr=1-1&keywords=simon+johnson )er stór ástæða þess að bankar vilja einfaldlega ekki þennan aðskilnað. Þeirra hagur liggur í því að þeir njóti tryggingarverndar innstæðna til að fjármagna þætti varðandi fjárfestingar. Þar sem að bankar eru svo stórir í mörgum ríkjum þá hafa þeir burði til þess að koma í veg fyrir slíkan aðskilnað. Þeir telja að aðskilja eigi þessa starfsemi banka, en þar sem að báðar ofangreindar bækur voru útgefnar árið 2011 þá eru þær ef til vill einfaldlega umræða gærdagsins.
Einn af þeim sem skrifað hefur um nauðsyn aðskilnaðar þessara tveggja þátta er David Moss. Hann veitti Rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakaði fall sparisjóðanna góðfúslegt leyfi til að endurbirta þessa mynd hans úr afar góðri grein hans Reversing the Null: Regulation, Deregulation, and the Power of Ideas (sjá hér: http://www.hbs.edu/faculty/Publication%20Files/10-080.pdf ).
Augljóslega hafði aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingabanka tilætluð áhrif í Bandaríkjunum. Gjaldþrot banka varð nánast að óþekktu fyrirbrigði. Þessi mynd segir meira en 1.000 orð.
Því má við bæta að skilgreina þarf betur hvað flokkist undir fjárfestingarstarfsemi og hvað ekki. Bent hefur stundum á í þeim efnum að slík starfsemi sé að stórum hluta til að skrá bréf á markað en ekki beinar fjárfestingar. Eitt af meginhlutverkum banka þegar verið er að skrá bréf í útboðum (eða viðbótarútgáfu bréfa) er að sölutryggja slík útboð. Ef bréfin seljast ekki geta bankar neyðst til að kaupa slík bréf. Ármanns Þorvarðarsonar fjallar til dæmis um þetta varðandi starfsemi Kaupþings í skemmtilegri bók sinni, Ævintýraeyjan.
Ég tek undir orð Frosta Sigurjónssonar um að nú sé rétti tíminn til að aðskilja starfsemi hefðbundinnar bankaþjónustu og fjárfestingabankaþjónustu. Ég eiginlega skil ekki af hverju ekki sé búið að afgreiða þetta mál þar sem að eining virðist ríkja um þetta hjá öllum flokkum.
Hér er hlekkur (http://www.althingi.is/altext/140/s/1010.html ) á fyrstu tillögu til þingsályktunar þar sem grein sem ég skrifaði í Morgunblaðinu er þriðja viðhengið. Ég mun skrifa meira um íslenskan bankamarkað á næstunni.
MWM
Viðskipti og fjármál | Breytt 19.11.2015 kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að afþakka ókeypis pening
11.11.2015 | 06:30
Fram kom nýlega í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar að töluvert minni fjöldi fólks nýtir sér séreignarsparnað við að greiða niður húsnæðislán sín en gert var ráð fyrir. Aðeins 35 þúsund umsóknir eru í dag virkar.
Þetta er sláandi. Með því að nýta sér þetta úrræði geta heimili landsins lækkað skuldir sínar með hagkvæmum hætti. Má segja að fólk hafi tvo kosti, ég einfalda dæmið og miða við 100 krónur en hjón geta nýtt sér allt að 750 þúsund krónur á ári í slíkar niðurgreiðslur.
Kostur 1. Taka 100 krónur, en fá þó ekki nema 60 krónur því um það bil 40 krónur eru skattlagðar.
Kostur 2. Nota 100 krónur til að niðurgreiða lán í gegnum séreignarsparnað og lánið lækkar um 100 krónur því að þetta eru skattfrjálsar krónur.
Má segja að 40 krónur séu ókeypis til að greiða niður skuldir. Rétt er að taka fram að sumar umsóknir hafa fengið synjun en ljóst er þó að margir afþakka slíku tilboði.
MWM
Áhættuálag hlutabréfa
29.10.2015 | 06:22
The Economist fjallaði nýverið um hið mikla áhættuálag sem verðlagt væri í virði rússneskra hlutabréfa. Taldi höfundur greinarinnar það vera nokkuð augljóst að innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar treystu þarlendum stjórnvöldum í takmörkuðum mæli. Er bent á að meðaltal V/H hlutfalls rússneskra hlutabréfa sé einungis rúmlega 5 en sé um það bil 12,5 hjá öðrum hlutabréfavísitölum á nýmarkaðssvæðum. Því er verð hlutabréfa þar rúmlega helmingi lægra en það ætti að vera væri það nálægt meðaltali annarra markaða, sé litið til virði hlutabréfa á mörkuðum og hagnaðar skráðra félaga. Reiknast höfundi að munurinn á markaðsvirði hlutabréfa nemi því sem nemur um $7.000 á hvern Rússa.
Erfitt er að tala um meðaltal V/H hlutfalls íslenskra hlutabréfa frá hruni með nákvæmum hætti. Bæði hafa afar fá bréf verið skráð í Kauphöllinni þar til nýlega og auk þess þyrfti að líta sérstaklega til V/H hlutfalls Össurar, Marels og Icelandair sem vega afar þungt þar sem að markaðsvirði þeirra er töluvert hærra en allra hinna félaganna. Segja má þó að V/H hlutfallið hafi verið í kringum 12-15 mest allt tímabilið fyrir flest félög skráð í Kauphöllinni.
Því hefur þetta áhættuálag sem verðlagt er í rússneskum hlutabréfum aðeins í takmörkuðum mæli komið fram í íslenskum hlutabréfum síðustu ár, þrátt fyrir hið gífurlega mikla tap sem íslenska þjóðin þoldi í tengslum við hlutabréf árin 2007-2008. Hafa jafnvel raddir heyrst um að bóla hafi myndast á íslenskum hlutabréfamarkaði. Markaðsvirði íslenskra hlutabréfa skráð í Kauphöll Íslands er nú í kringum 900 milljarðar króna en væri með sama rússneska margfaldara og vísað er í grein The Economist einungis í kringum 400 milljarðar króna. Munurinn samsvarar um það bil fjórðungi af vergri landsframleiðslu Íslands.
Margir halda því fram að ein ástæða þess að íslensk hlutabréf hafi verið eðlilega eða jafnvel of dýrt verðlögð séu fjármagnshöft. Fjármagn hafi einfaldlega ekki haft í önnur skjól að leita. Hafi slíkt verið raunin hefðu Íslendingar einfaldlega sett allt sitt sparifé í bankabækur á slökum kjörum en með eins mikið öryggi og mögulegt er hérlendis hvað varðar stöðugleika og seljanleika (1). Íslensk stjórnvöld, bæði þau sem nú ríkja og einnig þau sem stýrðu landinu árin eftir hrun, eiga aftur á móti mikið hrós skilið. Hér hefur nánast kraftaverk átt sér stað hvað varðar uppbyggingu á trausti til fjármálakerfisins sem var brunarústir einar fyrir sjö árum síðan (2). Áhyggjur af því að Ísland yrði Kúba norðursins eru óðum að verða fjarlæg minning. Í því sambandi má benda á að hægt var að binda fjárfestingar í aðra fjárfestingakosti en hvergi hafa augljós bólueinkenni myndast.
Það má því segja að miðað við það áhættuálag sem sést á mörgum mörkuðum þá sé það afar lágt á Íslandi. Lækkun á ávöxtunarkröfu íslenskra skuldabréfa og hækkun gengis hlutabréfa eru skýr merki þess að tiltrú á íslenskt efnahagslíf er að aukast. Þetta hefur bersýnilega komið fram eftir að aðgerðir í tengslum við fjármagnshöft voru tilkynnt 8. júní í sumar hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hjá öllum þremur helstu lánshæfismatsfyrirtækjunum, og er það til dæmis nú BBB hjá Standard & Poors. Tel ég einsýnt í þeim efnum að núverandi ávöxtunarkrafa skuldabréfa endurspegli væntingar um að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær það mat hækki í A, sem er svipað mat og fyrirtækið veitti íslenska ríkinu árin fyrir hrun. Það kemur til með að styrkja innlendar fjárfestingar enn frekar.
MWM
(1) Með seljanleika á ég við möguleika þess að fá fjármagn til baka í formi beinharða peninga.
(2) Fjalla ég til dæmis um þetta í grein sem ég skrifaði með Þresti Olaf Sigurjónssyni og Murray Bryant sem nefnist Restoring Trust in Public Institutions and the Financial System og birtist í ritinu International Journal of Economics and Accounting.
Lánshæfiseinkunn og Ísland - Fyrirlestur
20.10.2015 | 06:37
Eitt af því sem mestu máli skiptir varðandi fjárfestingar er áhætta tengd þeim. Ef áhætta er talin vera lítil í rekstri fyrirtækis er áhættuálagið í hlutabréfaverði þess einnig lítið. Þetta hefur áhrif á hlutabréfaverð fyrirtækja. Með auknu áhættuálagi lækkar virði hlutabréfa.
Sömu sögu má segja um verðmæti skuldabréfa. Áhætta tengd útgefanda skuldabréfa hefur stundum gífurleg áhrif á gengi þeirra. Þetta er eitthvað sem að stór hluti íslensku þjóðarinnar man væntanlega vel eftir. Í hruninu jókst áhættumat fjárfesta á íslenskum ríkisskuldabréfum. Virði þeirra kolféll enda höfðu margir áhyggjur af því að íslenska ríkið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar (ótrúlegt að þetta hafi verið raunveruleikinn fyrir aðeins sjö árum síðan). Hefði ástandið verið varanlegt hefði það haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf.
Með auknu áhættuálagi sem markaður telur tengjast útgefanda þá lækkar verð skuldabréfa þess, sem leiðir til þess að ávöxtunarkrafa þeirra hækkar (sambandið er öfugt, eins og að vega salt). Ávöxtunarkrafan sem gerð var á markaði til íslenskra ríkisskuldabréfa í kjölfar hrunsins, sem hefði að stóru leyti endurspeglað framtíðarvaxtakostnað íslenska ríkisins, var 16-17% (í dag er hún aðeins tæplega 6%). Vænt verðbólga næstu árin var miklu hærri en hún er í dag en einnig spilaði sú staðreynd að traust fjármálaheimsins gagnvart Íslandi var í molum. Hefði slíkt traust ekki verið endurheimt væri núverandi vaxtakostnaður Íslendinga í dag miklu hærri.
Þetta endurspeglaðist í þeirri lánshæfieinkunn sem íslensk skuldabréf nutu árin fyrir hrun. Helstu fyrirtæki sem veita lánshæfieinkunnir gáfu íslenska ríkinu hæstu einkunn, eða því sem næst, sem hægt var að fá um tíma. Öldin var önnur eftir hrun og lentu íslensk ríkisbréf í svokallaðan ruslflokk. Eftir það hefur stöðugur efnahagsbati leitt til þess að innlend vaxtakjör hafa batnað. Nýleg tilkynning um vænt afnám hafta síðastliðins júní jók tiltrú markaðarins enn frekar á íslenska fjármálamarkaðinn. Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á næstunni séu háar hefur ávöxtunarkrafa gerð til íslenskra ríkisbréfa lækkað um það bil 2% (200 bps), enda hefur lánshæfieinkunn íslenskra ríkisskuldabréfa hækkað og tel ég sjálfur góðar líkur á því að hún eigi eftir að hækka enn frekar.
Lítið hefur verið fjallað um lánshæfieinkunnir á Íslandi. Mesta umræðan tengdist hruninu, bæði vegna þess að lánshæfni íslenskra skuldabréfa lækkaði svo mikið og einnig af því að mörg fyrirtæki sem veittu slíkar einkunnir stóðu sig engan veginn nægilega vel árin fyrir hrun, sérstaklega í tengslum við að meta fasteignavafninga. Engu að síður eru lánshæfiseinkunnir afar mikilvægar á fjármálamörkuðum í dag.
Sveinn Héðinsson skrifaði nýlega MSc ritgerð, sem ég leiðbeindi, þar sem að hann veltir upp þeirri spurningu hvort að aukin notkun á lánshæfieinkunnum geti aukið virði skuldabréfamarkaðar á Íslandi. Hann veltir upp þeirri spurningu hvort að íslensk fyrirtæki gætu með því minnkað óvissuálag á útgefnum skuldabréfum sínum og lækkað þannig fjármagnskostnað og auðveldað þeim að fjármagna rekstur sinn. Efnið er afar mikilvægt varðandi frekari uppbyggingu íslensks fjármálamarkaðar úr þeim rústum sem hann var í haustið 2008. Sveinn heldur hádegisfyrirlestur um þetta efni í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 21.október í stofu M105 klukkan 12.10. Ég hvet alla til að mæta.
MWM
Sjá hér hlekk að ritgerð Sveins.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Erlent innflæði fjármagns - lægri vaxtakostnaður
9.10.2015 | 03:18
Í gamla daga, það er árin 2005-2007, tóku margir erlendir fjárfestar töluverða áhættu með því að fjárfesta í íslenskum skuldabréfum sem veittu hærri vexti en sambærileg skuldabréf í eigin löndum. Framarlega í flokki voru þýskir bankamenn,sem töpuðu síðan gífurlegum fjárhæðum á slíkum fjárfestingum.
Þar með er þó ekki sagt að óviturlegt sé að fjárfesta í skuldabréfum út um allan heim. Það er þvert á móti eðlileg áhættudreifing að setja ekki öll fjárfestingareggin í heimabyggð. Vandræðin byggðust á því að í fjárfestingarumhverfi þar sem að allt of mikið fjármagn var til staðar var verið að lána til íslenskra aðila upphæðir sem voru glórulausar og juku þenslu allt of mikið hérlendis hvað atvinnulíf varðaði og mynduðu lánin einnig bólu á íslenskum fjármála- og fasteignamarkaði.
Með væntu afnámi hafta er aftur farið að bera á því að erlendir fjárfestar séu farnir að fjárfesta í íslensk ríkisskuldabréf. Hver hefði trúað þessu fyrir nokkrum árum síðan?
Uppgangur í íslenska efnahagslífinu og samhliða því niðurgreiðslur á skuldum ríkis og einstaklinga hefur aukið traust alþjóðlegra fjárfesta á íslenskt viðskiptalíf á nýjan leik. Með afnámi hafta fara fjárfestar að bera saman íslensk skuldabréf við sambærileg erlend skuldabréf. Ávöxtunarkrafa íslenskra skuldabréfa, bæði hvað varðar nafnvexti og raunvexti, er töluvert hærri en ávöxtunarkrafa ríkistryggðra erlendra bréfa. Slíkt misvægi hefur minnkað síðan tilkynnt var um afnám hafta og tel ég líklegt að sú þróun hafi ekki enn runnið sitt skeið. Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa í Portúgal er til að mynda miklu lægri en á Íslandi þrátt fyrir að lánshæfismat Portúgala sé orðið töluvert lægra. Ekki má líta framhjá því að verðbólguvæntingar á Íslandi eru háar næstu tvö árin.
Vegna aukinnar eftirspurnar á íslenskum skuldabréfum hafa sumir ráðamenn lýst yfir áhyggjum. Þær eru byggðar á þeirri óheillaþróun sem átti sér stað í gamla daga. Það eru auk þess mörg þekkt dæmi í fjármálasögunni um að erlent fjármagn hafi ollið ofþenslu í smærri ríkjum og er Tælandi gott dæmi um slíkt á tíunda áratug síðustu aldar. Það er vart að ég þori að taka svona til orða en nú eru hlutir öðruvísi. Fjármagnið sem nú streymir inn er ekki í sama mæli og áður. Það er ekki jöklabréfafaraldur. Búið er að vonast eftir erlendu fjármagni í mörg ár og loksins þegar að það kemur hafa menn áhyggjur.
Lítil umræða hefur þó átt sér stað um jákvæðu áhrif þess að fá erlent fjármagn til landsins. Ávöxtunarkröfur skuldabréfa hafa lækkað töluvert mikið, sérstaklega óverðtryggðra bréfa, meðal annars vegna áhuga erlendra fjárfesta. Þegar verið er að veita langtímalán þá skipta þær tölur mestu máli. Því er viðbúið að vaxtabyrði óverðtryggðra lána minnki næstu misseri svo lengi sem að erlendir fjárfestar sýni þeim áfram áhuga. Auk þess hefur ávöxtunarkrafa verðtryggðra Íbúðabréfa aldrei verið jafn lág, aldrei.
Lánakostnaður fyrirtækja lækkar einnig með tilkomu erlends fjármagns á íslenskum skuldabréfamarkaði. Íslensk ríkisskuldabréf mynda gólf á því hversu lág ávöxtunarkrafa skuldabréfa útgefnum af fyrirtækjum getur orðið. Jafnvel þó að stýrivextir hækki og skammtímalán því líka, þá gæti fjármagnskostnaður íslenskra fyrirtækja lækkað næstu misseri því að þau hafa bæði meiri möguleika á því að fjármagna sig með lengri lánum en þau hafa haft síðustu ár og geta auk þess gert slíkt jafnvel á betri kjörum en áður.
Erlendar fjárfestingar í íslensk ríkisskuldabréf eru því eins og staðan er í dag ekkert annað en jákvæð þróun fyrir íslensk heimili og fyrirtæki. Fögnum því.
MWM
ps. ég fjalla ítarlega um áhrifin af losun fjármagnshafta í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 04:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vextir húsnæðislána lækka (Like)
8.9.2015 | 06:00
Ég skrifaði opið bréf til stjórnar LSR haustið 2012 þar sem ég kvartaði yfir því að sjóðurinn lækkaði ekki breytilega vexti á húsnæðislánum í samræmi við yfirlýsingar sjóðsins á heimasíðu sinni árum áður. Voru vextirnir á þeim tímapunkti of háir miðað við þá yfirlýstu stefnu að vaxtaálag breytilegra verðtryggðra vaxta sjóðsins yrði meðalávöxtunarkrafa Íbúðabréfa að viðbættu 50-75 punkta (0,5% - 0,75%) álagi.
Nú er öldin önnur. LSR uppfærir reglulega vaxtaskrá sína með afar gegnsæjum hætti. Á heimasíðu sjóðsins stendur:
Breytilegir vextir sjóðfélagalána eru reiknaðir einum mánuði fyrir gildistöku nýrra vaxta og eru meðaltal ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokks Íbúðalánasjóðs HFF150644 í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands síðustu þrjá mánuðina á undan að viðbættu 0,60% álagi.
Nú uppfærir LSR fjórum sinnum á ári breytilega vexti sjóðfélagalána. Þeir vextir hafa verið að lækka. Þeir lækka frá og með 1. október úr 3,34% niður í 3,20%. Í dag er vaxtastig HFF 44 Íbúðabréfa á markaði í kringum 2,45%. Haldist sú ávöxtunarkrafa og álag LSR óbreytt næstu þrjá mánuði, lækkar raunvaxtakostnaður sjóðfélaga með breytilega vexti niður í 3,05% í upphafi næsta árs.
Ávöxtunarkrafa Íbúðabréfa hefur reyndar aldrei verið jafn lág og hún er í dag. Haldist hún á sömu slóðum næstu mánuði mun vaxtakostnaður landsmanna vegna húsnæðislána vera í sögulegu lágmarki sé litið til þess sem mesta máli skiptir, raunvaxta. Þar sem verðbólga er einnig (enn) afar lág þá er vaxtakostnaður hvernig sem á málið er litið fyrir fólk með breytilega verðtryggða vexti einnig í sögulegu lágmarki. Ég set stórt "Like" á það.
Áhrif á greiðslubyrði
Þetta getur haft veruleg áhrif á ráðstöfunartekjur heimila. Lækki vextir úr 3,34% niður í 3,05% þarf sjóðfélagi með 30 milljón króna lán að greiða rúmlega 7 þúsund krónum minna í vaxtakostnað hvern mánuð, eða sem nemur 87 þúsund krónum á ári.
Sé litið til sögulegs vaxtastigs fer þessi tala að skipta enn meira máli. Lækkun vaxta á húsnæðislánum haustið 2004 niður í 4,15% var talin hafa mikil áhrif á hækkun fasteignaverðs á sínum tíma, en útlánsvextir höfðu skömmu áður verið tæplega prósentu hærri. Í dag þættu slík vaxtakjör frekar slök. Sé borið saman við þá aðila sem skulda 30 milljónir króna með 4,15% raunvöxtum og þeirra sem skulda sambærilega upphæð með 3,20% vöxtum hjá LSR (sem lækka enn frekar næstu áramót miðað við núverandi ávöxtunarkröfu) þá er árleg greiðslubyrði þeirra sem eru með óhagstæðari vaxtakjör (4,15%), 285 þúsund krónum hærri. Mismunurinn hækkar í 330 þúsund krónur lækki breytilegir vextir hjá LSR niður í 3,05% um næstu áramót.
Áhrif á húsnæðisverð
Vaxtastig hefur mikil áhrif á húsnæðisverð. Lækki vaxtastig þá hækkar almennt verð fasteigna, en lækkar hækki vaxtastig. Þar sem lækkun langtímavaxta virðist vera orðin varanleg má færa rök fyrir því að hækkun fasteignaverðs megi að hluta til rekja til lækkun vaxtastigs húsnæðislána.
MWM
ps. Hægt er að velta fyrir sér forsendum varðandi húsnæðislán í Excel skjali sem mögulegt er að hlaða niður hérna:
https://www.dropbox.com/s/dgk9xcvl62sp218/lanareiknir%2Bverdtryggd%2Boverdtryggd%2Bsamanburdur%2Bog%2Braungreidslur%2B2015%2B09%2B08%2BMar%2BWolfgang%2BMixa.xlsx?dl=0
English version
I wrote an open letter to the Board of LSR in 2012 where I complained that the fund did not lower its variable interest rates on mortgages according to the statements on its website in the past. Interest rates at that point were too high compared to the stated policy of having the premia being variable indexed interest rates in the market plus 50-75 basis points (0.5% - 0.75%) strain.
This has now changed. LSR regularly updates its interest rates in a very transparent manner. The Fund's website states:
Variable interest rate loans to members are calculated one month before the commencement of new interest and average yield bond HFF HFF150644 in the ICEX trading system over the three preceding months plus a 0.60% margin.
Now LSR updates four times a year its variable rate loans to its members. Those rates have been falling. They decreased 1 October from 3.34% to 3.20%. Today, interest rates on HFF 44 HFF market is around 2.45%. If the rate and additional LSR premia of 0,60% remain unchanged for the next three months, real interest expenses for fund members with a variable interest rate will fall down to 3.05% at the beginning of next year.
The bond yield of housing bonds has actually never been as low as it is today. Were it to remain in the same area next months, mortgage rates for the population will be at historical lows. I put a huge "like" on that.
The Impact of Debt
This can have a significant impact on households´ disposable income. Falling interest rates from 3.34% to 3.05% requires a person owning 30 million ISK to pay over seven thousand ISK less in interest expense each month, amounting to 87 thousand ISK a year.
Considering historical interest rates makes this figure even more important. The decline in mortgage interest rates in fall 2004 down to 4.15% was considered to have a major impact on real estate prices during that time, but lending rates earlier had been nearly a percentage point higher. Today such terms would be considered being rather poor. Comparing parties that owe 30 million with a 4.15% real interest rates and the debt equivalent with a 3.20% interest in LSR (which fall further next year, given the current yield), the annual interest rate burden for those with with less favorable terms (4.15%) is 285 thousand ISK higher. The difference increases to 330 thousand ISK lower interest rate if LSR interest rates fall down 3.05% at the beginning of next year.
The Impact on Housing Prices
Interest rates have a major impact on housing prices. Falling interest rates will raise the general price of real estate, but lowers the price should interest rates rise. Since the long-term decline appears to be become permanent it can be argued that the rise in property prices may be partly attributed to the reduction of mortgage interest rates.
MWM
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugleiðingar varðandi kaup á hlutabréfum Haga og Sjóvá
31.8.2015 | 06:22
Ég fjárfesti í hlutabréfum Haga hf. í sumar. Valið stóð í mínum huga á milli hlutabréfa þess félags og Sjóvá hf. Síðan þá hefur gengi hlutabréfa Sjóvá hækkaðum rúmlega 20% en gengi hlutabréfa Haga aðeins um rúmlega 5%. Val mitt var samkvæmt þessu þokkalegt en augljóslega hefði ég átt að veðja á hinn hestinn.
Fólk spyr mig oft hvaða þætti ég einblíni á þegar ég fjárfesti í hlutabréfum. Einn þáttur tengist ávallt virði þeirra. Ef hlutabréf fyrirtækja eru ekki með dulið virði, sem gæti verið í formi dulinna vaxtartækifæra, hagnaðar í undirliggjandi eignum eða einfaldlega verðmati sem vanmetur eðlilegan hagnað frá rekstri (gerist oft þegar að neikvæðar fréttir eru ríkjandi tengdum framtíðarhorfum fyrirtækja), þá er ekki ástæða til að fjárfesta í bréfunum. Hér að neðan eru stutt dæmi.
Sjóvá
Ástæðan fyrir því að ég var að hugsa um að fjárfesta í Sjóvá var að ég taldi að félagið kæmi til með að innleysa töluverðan gengishagnað vegna skuldabréfasafns félagsins. Ég taldi líklegt að ávöxtunarkrafa skuldabréfa kæmi til með að lækka mikið í sumar í framhaldi af fréttum varðandi afnámi gjaldeyrishafta. Sjá umræðu hérna http://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/marmixa/1787102/. Fyrirtækið er auk þess vel rekið og hefur skilað hagnaði af undirliggjandi rekstri undanfarin misseri. Hlutabréf félagsins virtust vera eðlilega verðlögð en var tekið tillit til hugsanlega innleysts gengishagnaðar?
Við nánari athugun sá ég að þrátt fyrir að vaxtastig lækki töluvert mikið, sem ég gerði ráð fyrir á þeim tímapunkti, þá hefði það ekki umtalsverð áhrif á skuldabréfasafn félagsins. Líftími flestra bréfa í eigu félagsins er tiltölulega stuttur eða að meðaltali rétt rúmlega 3 ár eftir fyrsta ársfjórðung þessa árs en var í upphafi árs tæplega 4 ár (http://www.sjova.is/files/fjarfestar/2015_Afkoma_3M.pdf, sjá blaðsíðu 9). Þar sem að lengri líftími skuldabréfa gerir þau meira næm fyrir vaxtabreytingum á mörkuðum þá hefðu nýlegar lækkanir á ávöxtunarkröfu skuldabréfa haft meiri áhrif á afkomu fyrirtækisins hefði meðallíftími skuldabréfa í safni Sjóvá verið lengri. Fram kom í tilkynningu frá Sjóvá að vænt arðgreiðsla hefði aukið eign félagsins í innstæðum og lausafjársjóðum. Það var því erfitt að meta hversu mikil áhrifin yrðu varðandi meðallíftíma skuldabréfasafnsins í framhaldi af háu arðgreiðslunni (það reyndist vera 3,5 ár samkvæmt nýlegu árshlutauppgjöri).
Hugsanlega hef ég engu að síður vanmetið áhrifin því að eins og áður sagði þá hafa hlutabréf félagsins hækkað töluvert mikið síðan ég fór í gegnum þessar pælingar og missti ég þar af góðu kauptækifæri. Auk þess, þrátt fyrir að gera ráð fyrir skarpri vaxtalækkun á mörkuðum (ekki skammtímavexti Seðlabankans), gerði ég ekki ráð fyrir því að lækkun vaxtastigs á markaði yrði jafn skjótt og raun bar vitni. Því má við bæta að ég keypti einnig ríkisbréf (RB31) með langan líftíma á sama tíma þannig að segja má að ég hafi tekið beina frekar en óbeina stöðu í þeirri trú minni að ávöxtunarkrafa skuldabréfa kæmi til með að lækka.
Hagar
Ég taldi að kaup í Högum væri álitleg á þessum tímapunkti vegna nokkurra þátta. Einn var sú staðreynd að hlutabréf í félaginu höfðu lækkað um um það bil 15% (að teknu tilliti til arðgreiðslu) frá hæstu hæðum verðgildis þeirra nokkrum mánuðum áður. Ástæða lækkunarinnar átti sér að ákveðnu leyti eðlilegar skýringar. Samdráttur í hagnaði hafði nýlega átt sér stað en ég tel hann vera tímabundinn. Auk þess er ljóst að tilkoma Costco keðjunnar á íslenskan markað leiði til aukinnar verðsamkepnni og minnki framlegð Haga að einhverju leyti. Raunar hafði ég selt bréf mín í Högum árið 2014 þegar að tilkynnt var að Costco kæmi til landsins sem myndi draga úr hagnaði Haga. Þar var ég e.t.v. of bráður á mér því að reynslan í Bandaríkjunum hefur sýnt að verslanir eins og Target og Wal-Mart geta hæglega keppt á sömu svæðum og Costco. Það er þó óneitanlega stórt spurningarmerki að hvaða marki tilkoma Costco dragi úr framlegð Haga næstu árin.
Það eru aftur á móti önnur vaxtartækifæri fyrir Haga. Ég taldi að áhrif af afnámi hafta kæmi til með að styrkja krónuna og að sú verðbólga sem óttast var að færi á skrið á vormánuðum yrði því minni. Því kæmi kostnaður innfluttra vara til með að lækka í íslenskum krónum talið og auka framlegð Haga til skemmri tíma (nýleg 3% lækkun IKEA á vörum sínum sýnir það svart á hvítu).
Það eru hins vegar fjórir aðrir þættir sem ég tel að komi til með að drífa hagnað Haga áfram næstu misseri.
- Afnám hafta og sú inngreiðsla sem kemur í ríkissjóð næstu misseri kemur til með að lækka skatta og bæta afkomu Íslendinga verulega mikið. Ég tel líklegt að það komi til með að hafa verulega góð áhrif fyrir rekstur Haga, þar sem að Íslendingar fari að kaupa meira á nýjan leik (vonandi þó ekki 2007 neyslu) sem ætti að auka tekjur Haga.
- Annað atriðið tengist fyrsta atriðinu. Með bættari hag ríkissjóðs myndast möguleikar til að afnema frekar tolla af vörum. Netverslun Íslendinga á fatnaði, auk kaupa á erlendri grundu, hefur dregið mjög úr sölu fatnaðar hérlendis. Afnám tolla gæti gert fatakaup að áhugaverðari kosti hérlendis. Upphæðirnar eru ekki verulegar en þó nægjanlegar til að auka hagnað fyrirtækisins.
- Á svipuðum nótum og tvö fyrrnefndu atriðin þá er vaxtakostnaður Íslendinga að lækka (ég fjalla nánar um það á næstunni). Með minni vaxtakostnað eykst rými til neyslu (aftur, ég vona að 2007 sé ekki handan hornsins) og vonandi þá líka aukins sparnaðar.
- Erlendir ferðamenn þyrpast til Íslands þessa daganna. Vera þeirra á höfuðborgarsvæðinu takmarkast ekki lengur við miðbæ Reykjavíkur heldur gista þeir um gjörvalt Reykjavíkursvæðið. Það eru meira að segja ókeypis skutlur að keyra þá í Kringluna svo þeir geti verslað meira. Þó svo að flestir ferðamenn kaupi varning í verslunum sérsniðnum að þörfum þeirra þá kemur aukning ferðamannastraumsins til með að auka veltu Haga. Vöxtur ferðaþjónustunnar dregur einnig það mikið vinnuafl til sín að aftur er vinnuafl farið að streyma til landsins, sem þýðir að viðskiptavinum Haga fjölgar.
Ef samdráttur verður mikill í heiminum, til dæmis með hruni kínversks hagkerfis eins og margir óttast þessa daganna, dregst ferðamannastraumur saman. Keðjuverkandi áhrif ættu sér væntanlega stað og neysla Íslendinga kæmi til með að dragast saman. Slíkt myndi óhjákvæmilega draga úr hagnaði Haga. Hlutabréf fyrirtækisins gætu hæglega hækkað um 20% í mínum huga en ekki mikið meira en það næstu mánuði. Að sama skapi er lækkun á bréfum félagsins líkleg gangi ofangreindar bjartsýnar forsendur ekki eftir. Fyrirtækið er í það stöndugum rekstri að ég tel líkur á miklu verðfalli á hlutabréfum fyrirtækisins ólíklegar. Má í þessu sambandi benda á að hlutabréf í Wal-Mart og Target hafa sveiflast lítið í verði síðustu árin í Bandaríkjunum en hlutabréf í Costco hafa aftur á móti meira en tvöfaldast í virði síðustu 5 ár. Gömlu verlunarkeðjunnar halda velli en Costco er stækkandi fyrirtæki, en lítill vöxtur er reiknaður í virði gömlu risanna en öllu meiri hjá Costco.
MWM
Rétt er að taka fram að ofangreint er ekki fjárfestingarráðgjöf. Gengi hlutabréfa getur lækkað og geta þau jafnvel orðið verðlaus. Það á við um gengi ofangreindra félaga líka. Gengi skuldabréfa sveiflast líka og geta þau einnig orðið verðlaus. Aldrei setja öll fjárfestingaregg þín í sömu körfuna.
English version
Reflections on Investing in Haga and Sjóvá Shares
I invested in Hagar shares this summer. The choice was in my mind between the shares of that company and Sjóvá. Since then, the stock price Sjóvá has risen more than 20% but the stock Haga "only" just over 5%. My choice was according to this reasonable but obviously I should have bet on the other horse.
People often ask me what aspects I focus on when I invest in equities. One factor always relates to their value. If the shares of companies do not have a hidden value, which could be in the form of latent growth opportunities, profits in the underlying assets or simply that the market price assessment underestimates reasonable future profits from operations (often happens when negative news dominate related prospects of companies), then there is no reason to invest in the shares. Below are brief examples.
Sjóvá
The reason why I was thinking about investing in Sjóvá was that I thought the company would redeem substantial trading gains in its bond portfolio. I considered it likely that bond yields would decline sharply in the summer in the wake of the news regarding the lifting of capital controls. The company is also well run and has generated profits from continuing operations in the recent past. Shares of the company appeared to be reasonably priced but did the pricing take into consideration the potential realized gains?
On closer examination, I saw that despite the fact that interest rates will fall quite a lot, which I assumed at that point, it would not have a significant impact on its bond portfolio. The duration (Macauley, i.e. the weighted average lifespan) of most bonds owned by the company is relatively short or an average of slightly more than 3 years after the first quarter of this year than at the beginning of almost 4 years (http://www.sjova.is/files/fjarfestar/2015_Afkoma_3M.pdf, see page 9). Because bonds with long duration makes them more sensitive to interest rate changes in the markets, the recent decline in bond yields would have had a greater impact on the performance of the company had an average maturity of bonds in the Sjóvá portfolio been longer. It was revealed in a statement from Sjóvá the expected dividend had increased investments in cash. It was difficult to assess the extent of the impact would be for the lifetime of the bond portfolio following the massive dividend payment.
I have possibly, nevertheless, underestimated the effect, as previously said the company's shares have risen quite a lot since I went through these thoughts and a good buying opportunity passed me by. In addition, I did not expect the reduction of interest rates in the market would be as quick as it did, despite expecting interest rates falling a great deal. It can be added that I also bought bonds with long maturities so it could be said that I have took a direct rather than indirect exposure in the belief that bond yields would drop.
Hagar
I felt that Hagar shares was a promising investment at this point due to several factors. One was the fact that the company's shares had fallen by about 15% (taking into account dividends) from a peak value of a few months before. This decrease can to some extent be explained. The decline in profits had recently taken place, but I believe it to be temporary. Moreover, it is clear that the introduction of the Costco chain in the Icelandic market will increase price competition and reduce Hagar margins to some extent. I had actually sold my shares in Hagar when it was initially announced that Costco was entering the market. The experience in the US have shown that stores like Target and Wal-Mart can easily compete in the same areas and Costco. However, it is undeniably a big question to what extent the emergence Costco reduces Hagar´s margin in the coming years.
There are, however, other growth opportunities for Hagar. I thought that the impact of liberalization would tend to strengthen the currency and the inflation fear in the spring thus in the upper range. The strengthening of the currency would lower the cost of imports increase Hagar´s margins short term (recent 3% decrease of IKEA is a clear example).
There are, however, four other factors that I think are expected to drive Hagar´s profits continuation in coming seasons.
- Removal of currency restrictions and a payment the Treasury expects receiving in the near term is going to reduce taxes and improve performance Icelanders well-being significantly. I think believe this will have a significant positive effect on the operations of Hagar, with Icelanders consuming more again (hopefully not 2007 consumption), which should increase Hagar´s revenue.
- The second relates to the first item. With the Treasury having more income it has increased options to abolish further customs duties on products. Icelanders have increasingly shopped their clothing and other products abroad, often via the Internet. The reduction in tariffs could make such shopping more of a viable choice within Icelandic shores.
- In a similar vein as the two aforementioned items is that interest rates in Iceland are falling (I shall discuss that in the near future). With lower interest expenses, there is more opportunities to increase consumption (again, I hope that 2007 is not around the corner) and then hopefully also increase savings.
- Foreign tourists flock to Iceland these days. Their stays are no longer limited to the center of Reykjavik but of the whole Reykjavik area. There are even free shuttles to drive them to the mall so they can shop more. Although most tourists buy goods in stores adapted towards their needs, the increase in tourism is bound to increase the turnover of Hagar. The growth of tourism also draws an added labor force that has begun flowing into the country, which means that the numbers of Hagar´s customers increases.
If the recession occurs world-wide, for example, the collapse of the Chinese economy as many fear these days, tourism will decrease. This would inevitably reduce Hagar´s profits. The company's stock could easily increase by 20% in my mind but not much more than that over the coming months. Similarly, the decline in the company's stock are likely if the above optimistic assumptions do not pan out. The company is in it a sound business, I thus believe the probability of large price drop in shares of the company unlikely. In this context it may be pointed out that shares in Wal-Mart and Target have fluctuated little in price in recent years in the US stock market while shares in Costco have in turn more than doubled in value over the past 5 years. The old retail chains thus stand their ground but Costco is a growing entity, but while little growth is priced in the old retail chains, moderate growth is priced in the Costco shares.
MWM
This writing is not an investment advice. Stock prices can go down and stocks can even become worthless. That applies to the stocks mentioned in this article. Bonds prices also fluctuate and can also become worthless. Never put all of you investment eggs in the same basket.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kínversk bóla
25.8.2015 | 09:34
Ég hitti kínverskan hagfræðing árið 2011 í framhaldi af fyrirlestri sem ég hélt í New Jersey varðandi íslenska hrunið. Hann sagði að afar margt sem fram kom í fyrirlestri mínum svipaði til ástandsins í Kína um þær mundir. Fasteignabóla var þá þegar farin að myndast og var hún jafnvel sprungin. Hans helstu áhyggjur voru að hagvöxturinn sem ríkti, og hafði gert í mörg ár, dyggði til að blása enn frekar í þá verðbólu sem var að myndast þar og að slíkt kæmi til með að breiðast yfir í aðrar afurðir fjármálamarkaða.
Áhyggjur hans hafa komið á daginn. Langt er síðan að ljóst var að fasteignabóla hefði í raun myndast og einnig sprungið. Engu að síður héldu kínversk hlutabréf að hækka í virði. Þessi þróun svipar til þess þegar að fasteignabóla sprakk í Bandaríkjunum árið 1925 en nokkrum árum síðar hækkuðu hlutabréf mikið áður en hinn mikli skellur kom. Hækkunin á kínverskum hlutabréfum líktist þó meira þeirri hækkun sem átti sér stað í tæknifyrirtækjum skráð á NASDAQ vísitölunni árin 1998-2000 (byrjun árs 2000). Svona leit NASDAQ hlutabréfavísitalan út frá lok apríl 1999 til sama tíma ársins 2000 (heimild: Google Finance).
Gengi kínversku hlutabréfavísitölunnar hefur hækkað með svipuðum hætti síðustu 12 mánuði eins og sést hér að neðan (heimild: Bloomberg.com).
Því hefur lengi verið spáð að vöxtur efnahagsins í Kína komi til með að dragast saman. Það er ekki þar með sagt að samdráttur væri nauðsynlega í spilunum, einfaldlega minni vöxtur. Þetta virðist ákveðinn hluti almennings í Kína ekki hafa verið meðvitaður um. Sígild einkenni hlutabréfabóla er uppspretta af miklum hagvexti í mörg ár og þrátt fyrir að hættumerki séu til staðar fer almenningur að trúa því að hagvöxturinn verði óendanlegur. Aukið aðgengi fólks í Kína að fjármagni leitaði síðan í hlutabréfamarkaðinn þar sem að hækkun hlutabréfa veitti þá tálmynd að þau væri góð fjárfesting (oft er innstæða fyrir hækkun hlutabréfa) og almenningur þar fór að fjárfesta í bréfum einungis af því að því að vinir og vandamenn höfðu gert slíkt hið sama og hagnast mikið. Skuldsetning almennings þar er í sögulegum hæðum og hefur aukist gríðarlega hratt eins og þessi frétt dregur vel saman. Eins og kínverski hagfræðingurinn sagði fyrir nokkrum árum síðan, margt svipar til ástandins í Kína síðastliðin ár (og fallsins þessa daganna) og á Íslandi 2003-2008.
MWM
Hér er hlekkur af frétt á RÚV sem birtist í morgun varðandi þetta efni. Það var ónákvæmt hjá mér að segja að frekari lækkanir væru líklegar, betra hefði verið að segja að þær kæmu mér ekki á óvart.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)