Bloggfćrslur mánađarins, desember 2015

Einstök "Trend"

Snemma á ţessu ári mćttu ţrír álitsgjafar í viđtal á innlendri útvarpsstöđ til ađ tjá sig um helstu bókmenntaverk Íslands áriđ áđur. Ţeir, ásamt tveimur spyrlum, fjölluđu mikiđ um ţróunina á vettvangi íslenskra bókmennta og töluđu allir fimm ađilar stöđugt um nýjustu trend í ţeim efnum. Svipuđ ţróun er ađ eiga sér stađ hjá yngri kynslóđinni. Krakkar tala orđiđ um ađ hlutir ívolvist (enska: Evolve) í stađ ţess ađ ţeir ţróist.

Oft stćrum viđ Íslendingar okkur af ţví hversu einstök ţjóđ viđ erum enda má sjá fyrirtćki í ferđaţjónustu auglýsa grimmt hin svokölluđu íslensku sérkenni í markađssetningu sinni. Áherslan á tungumál okkur virđist ţó ekki skipta eins miklu máli og áđur. Í dag sjá auglýsendur oft ekki ástćđu til ţess ađ nota innlend heiti og auglýsa ţess í stađ Halloween (hrekkjavöku) vörur og Black Friday (svarta föstudags) tilbođ. Notkun erlendra orđa er orđin ţađ sjálfsögđ hérlendis ađ sölumađur í raftćkjaverslun hváđi um daginn ţegar ađ sonur minn spurđi hvernig hćgt vćri ađ vista gögn í tćki sem hann seldi, enda hafđi hann ekki heyrt neitt annađ hugtak en seifa (enska: Save) í fjöldamörg ár.

Mitt í ţessari auknu notkun erlends máls er bjórinn Einstök í töluverđri markađssókn á erlendri grundu. Í dag flytur Einstök út um ţađ bil 2/3 af öllu útfluttu íslensku áfengi. Bjórinn er bruggađur af Vífilfelli á Akureyri en Einstök vörumerkiđ og fyrirtćkiđ er hins vegar í eigu Bandaríkjamanna. Erlendir ađilar átta sig á hversu verđmćt íslensk séreinkenni eru ţegar kemur ađ tungumálinu, jafnvel vara sem tengist ekki ferđaţjónustu.

Ţađ er óţarfi ađ nota erlendar slettur ţegar töluđ er íslenska. Ţađ felast verđmćti í tungumáli okkar. Einstök ölgerđin styđur ţá fullyrđingu bćđi frá markađs- og fjármálalegu sjónarmiđi.

MWM


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband