Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2020

Raunvextir húsnæðislána undir 1%?

Lengi vel veittu lífeyrissjóðir verðtryggð breytileg lán til sjóðsfélaga sinna með þeim viðmiðunum að 60 punkta álagi yrði bætt við ávöxtunarkröfu húsbréfa, sem breyttist svo í íbúðabréfa. Síðan var þeim viðmiðunum hætt, meðal annars með þeim rökum að það væru svo lítil viðskipti með slík bréf. Gott og vel, en þá ætti seljanleikaálag að myndast á slík bréf, sem lækkar verð þeirra og hækkar því ávöxtunarkröfuna.
 
Þetta sést með því að líta til ríkistryggðra spariskírteina. Raunávöxtunarkrafan á þeim er í kringum 0,1-0,4% og ættu verðtryggð breytileg lán því í dag að vera aðeins 0,7-1,0%. Þetta gæti virst vera fjarstæðukennt en Birta lífeyrissjóður býður nú sjóðsfélögum sínum óverðtryggð lán með 2,85% vöxtum, sem miðað við ca. 2% verðbólgu gerir raunvexti þeirra um það bil 0,7%.
 
Hægt er að bera saman lán á vefslóðunum aurbjörg.is og herborg.is.
Sparisk
Er ég virkilega eina manneskjan sem hefur áhuga á svona málum?
 
MWM

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband