Að afþakka ókeypis pening

Fram kom nýlega í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar að töluvert minni fjöldi fólks nýtir sér séreignarsparnað við að greiða niður húsnæðislán sín en gert var ráð fyrir. Aðeins 35 þúsund umsóknir eru í dag virkar.

Þetta er sláandi. Með því að nýta sér þetta úrræði geta heimili landsins lækkað skuldir sínar með hagkvæmum hætti. Má segja að fólk hafi tvo kosti, ég einfalda dæmið og miða við 100 krónur en hjón geta nýtt sér allt að 750 þúsund krónur á ári í slíkar niðurgreiðslur.

Kostur 1. Taka 100 krónur, en fá þó ekki nema 60 krónur því um það bil 40 krónur eru skattlagðar.

Kostur 2. Nota 100 krónur til að niðurgreiða lán í gegnum séreignarsparnað og lánið lækkar um 100 krónur því að þetta eru skattfrjálsar krónur.

Má segja að 40 krónur séu ókeypis til að greiða niður skuldir. Rétt er að taka fram að sumar umsóknir hafa fengið synjun en ljóst er þó að margir afþakka slíku tilboði.

MWM


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband