Fćrsluflokkur: Vinir og fjölskylda

SpKef - viđvörunarljós

Sparisjóđur Keflavíkur (SpKef) birti útbođslýsingu haustiđ 2007, yfirfarin og stađfest af Fjármálaeftirlitinu. Fram kemur á fyrstu síđu samantektarinnar eftirfarandi: Fjárfestum er ráđlagt ađ kynna sér af kostgćfni efni lýsingarinnar sem og fylgiskjöl međ henni.  

Á síđu 7 samantektar kemur fram á rekstrarreikningi ađ gengishagnađur var árin 2003-2006 drifkraftur hagnađar. Reyndar er nokkuđ ljóst ađ viđvarandi tap var á reglulegri starfsemi sjóđsins ţví ađ framlag í afskriftarreikning lána var hátt, sérstaklega í ljósi ţess hversu mikill uppgangur var í íslensku efnahagslífi á ţeim tíma (hćgt er ađ deila um raunveruleika ţess í dag en ţađ er önnur saga). Ţetta var öflugur drifkraftur; eigiđ fé sjóđsins hafđi vaxiđ úr 1,8 milljarđa í lok árs 2002 í rúma 14 milljarđa sumariđ 2007. Exista var í stuttu máli drifkrafturinn.

Exista

Í kaflanum Áhćttuţćttir kemur fram undir liđnum Hlutabréf ađ heildaraeign SpKef 30.6.2007 í skráđum hlutabréfum var rúmlega 5 milljarđar. Af ţeim voru 3,5 milljarđar í Exista. Auk ţess átti SpKef um fjórđungshlut í Kistu fjárfestingarfélagi sem átti tćplegan 9% hlut í Exista. Beinn og óbeinn hlutur SpKef í Exista var ţví rúmlega 12 milljarđar. Orđrétt stendur í skýrslunni: Ţví er ljóst ađ veruleg áhćtta er bundin í ţessu eina félagi.  Ţađ voru orđ ađ sönnu.

Eigiđ fé sjóđsins í lok árs 2006 var rétt rúmlega 9 milljarđar. Ţví var eignarhluturinn í ţessu eina félagi orđinn um 30% hćrri en allt eigiđ fé sjóđsins ađeins 6 mánuđum síđar, á toppi "2007". Eigiđ fé SpKef 30.6.2007 var orđiđ rúmir 14 milljarđar og ţví var tćplega 90% af eiginfjárstuđli sjóđsins bundiđ í einu eignarhaldsfélagi og afgangurinn (hér um bil) í önnur hlutabréf. Neđar kemur fram ađ nćst stćrsta óskráđa eignin, Icebank, vćri međ skráđ bókfćrt verđmćti upp á 2 milljarđa en um helmingur eigin fjár ţess banka voru hlutabréf í Exista.

Ţađ er alvitađ á hversu veikum grunni Exista var.  Líklegast átta sig ţó fáir á hversu áhćttumikiđ félagiđ var jafnvel á ţessum tímapunkti ţegar ađ útbođslýsingin var gerđ haustiđ 2007.  Samkvćmt greiningu á Exista sem greiningardeild Kaupţings vann sama mánuđ og útbođslýsing SpKef var gefin út, 9/2007, kemur fram ađ 73% heildareigna Exista voru í 2 félögum, Kaupţingi og finnska tryggingarfélaginu Sampo.  Önnur 11% eigna voru í Bakkavör, sem ţýđir ađ 85% eigna félagsins voru bundin í 3 félögum.  Bókfćrt eiginfjárhlutfalliđ var lágt; ađeins 43% í upphafi árs 2007 en komiđ niđur fyrir 30% í lok ársins.  Sigurđur Már Jónsson bendir á í grein í Viđskiptablađinu áriđ 2009 ađ slíkt eiginfjárhlutfall gćti veriđ eđlilegt hjá fyrirtćkjum sem framleiđa alvöru vörur, sérstaklega neytendavörur sem veita tiltölulega reglulegar tekjur.  Fjárfestingarfélag byggt á slíkri gírun er hins vegar afar nćmt fyrir verđhjöđnun á hlutabréfamörkuđum og í raun einungis tímaspursmál hvenćr slíkt félag yrđi einhverntímann gjaldţrota.  Raunveruleikinn varđandi eiginfjárstöđu Exista var enn verri og fjalla ég síđar um ţađ.

Gengi bréfa í Exista var auk ţess ofmetiđ.  Miđađ viđ sambćrileg sćnsk eignarhaldsfélög (ţó međ almennilegan eiginfjárgrunn) má segja ađ gengi Exista hafi veriđ tvöfalt raunvirđis ţess.  Fram kemur á síđu 6 í ofangreindri skýrslu ađ markađsvirđi félagsins hafi veriđ 1,6 af innra virđi ţess, sambćrileg sćnsk eignarhaldsfélög eru almennt metin međ stuđul í kringum 0,8.  Ég held ađ eignarhaldsfélög á vestrćnum hlutabréfamörkuđum hafi ekki veriđ jafn gróflega ofmetin síđan á 3. áratugnum í Bandaríkjunum í undanfara Kreppunnar miklu.

Afskriftir

Fram kemur á síđu 7 í útbođslýsingu Hlutfall afskrifta af útlánum, sem dregiđ er sjónrćnt saman á mynd 9.  Afskriftarreikningur sem hlutfall lána er aldrei lćgra en 1,85% á tímabilinu 2002-2006. Stađan virđist vera ađ lagast áriđ 2006 ţví ađ talan lćkkar úr 2,06% niđur í 1,87%. Ţetta segir ţó ekki alla söguna. Bera ţarf saman framlag í afskriftarreikning útlána viđ tímabil í fortíđinni til ađ raunhćft viđmiđ sé til stađar. Ţetta átti sérstaklega viđ SpKef ţar sem ađ útlánavöxtur sparisjóđsins var ađ međaltali tćplega 23% árlega á tímabilinu; ţví er veriđ ađ bera saman epli og appelsínur ţegar litiđ er til afskriftarreikning sem hlutfall af útlánum ţegar ađ stćrđ útlána stćkkar jafnt ört og raun bar vitni.

Ef mađur gefur sér ađ ţađ taki 4 ár ađ međaltali frá upphaflegri lánveitingu fram ađ nauđsyn afskrifta ţá á ađ bera saman útlán áriđ 2002 viđ afskriftarţörf, ţađ er framlag í afskriftarreikning útlána, áriđ 2006.  Framlag í afskriftarreikning útlána jókst jafnvel enn hrađar en vöxtur útlána á tímabilinu, var 139 milljónir áriđ 2002 en var komiđ í 384 milljónir áriđ 2006.  Miđađ viđ framlag ársins 2006 boriđ saman viđ efnahagsreikning útlána 2002, sem var rúmlega 15 milljarđar, ţá var veriđ ađ afskrifa 2,5% af útlánum sjóđsins á einu af mestu góđćristímabilum (í ţađ minnsta á yfirborđinu) Íslandssögunnar.  Ţađ er ómögulegt ađ reka venjulegan banka međ hagnađi međ slíkt afskriftarhlutfall. Augljóst var ađ sú prósenta myndi stćkka verulega ţegar ađ samdráttur í efnahagslífinu ćtti sér stađ.  

Undirstađa lána

Eins og fram kom ađ ofan var vöxtur útlána gríđarlegur á tímabilinu, enda stćkkađi útlánareikningur SpKef úr rúmum 15 milljarđa í 34 milljarđa árin 2002-2006. Undirstađa ţessara lánveitinga var ekki aukning á eiginfjárgrunni sjóđsins vegna venjulegs rekstrar, enda sjóđurinn rekinn dags daglega međ tapi, heldur vegna gengishagnađar á Exista bréfum sem voru gróflega ofmetin og verulega áhćttusöm. Ţađ ţurfti ţví ekki annađ til en eđlilega lćkkun á gengi bréfa Exista og niđursveiflu á hlutabréfamörkuđum, sem á sér reglulega stađ, til ađ SpKef yrđi ekki lengur gjaldgeng bankastofnun vegna ţess ađ hlutfall eiginfjárgrunns til móts viđ útlán yrđi of lágt lögum samkvćmt. Ţannig var stađan orđin jafnvel áđur en lokakafli Hrunsins átti sér stađ.

Neđarlega á fyrstu síđu samantektar stendur: Fjárfesting í stofnfjárbréfum er í eđli sínu áhćttufjárfesting og eru fjárfestar hvattir til ađ kynna sér vel ţá áhćttu sem er samfara eignarhaldi á slíkum bréfum.  Ég held ađ fáir hafi gert slíkt.

MWM

Hér eru önnur skrif varđandi Sparisjóđ Svarfdćla og Exista á svipuđum nótum, SpKef var ekki sértćkt dćmi varđandi  Exista og innbyggđri áhćttu viđ ađ byggja efnahag nćr eingöngu á slíkum hlutabréfum - http://mixa.blog.is/blog/mixa/entry/896746/

Fyrir ţá sem hafa áhuga ţá er hér slóđ ađ skýrslu um Exista sem fjallađ er um í ţessari grein. Ég mćli međal annars međ síđur 3-8 ţar sem ađ greinarhöfundar fá út virđi félagsins međ ţví ađ "changing the current market value to potential market value, using Kaupthing´s or mean consensus estimates".  Ţetta er verđugt kennsluefni fyrir framtíđarbekki í sögu fjármálafrćđinnar.  Ţróun eigin fjár hlutfall félagsins sést á síđu 12. Titillinn Right place, waiting for the right time er áhugaverđur - http://www.slideshare.net/marmixa/exista-right-place-waiting-for-the-right-time


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband