Bloggfćrslur mánađarins, desember 2013

Séreign & skuldaniđurfelling - 2 af 3 ekki svo slćmt

Í nýlegum pistli mínum varđandi séreign og skuldaniđurfellingar ríkisstjórnarinnar, skrifađur nokkrum dögum áđur en ţćr voru tilkynntar, stóđ eftirfarandi orđrétt í niđurlagi textans:

Ég vona ţví ađ í tillögum á skuldaniđurfellingum lána verđi auk ţess í blönduđu leiđinni ţrír kostir í bođi:

1. Skattaafsláttur vegna afborgana af íbúđalánum allt ađ 40 ţúsund á mánuđi.

2. Hćgt verđi ađ nota framlag fólks og vinnuveitenda ţess til ađ greiđa skattfrjálst niđur höfuđstól lána.

3. Fólki verđi kleif ađ nota séreign sína til greiđslu vaxta og verđbóta húsnćđislána. Ţannig eykur ţađ eignarmyndun sína enn hrađar í húsnćđi sínu sem veitir ţví hugsanlega bestu ávöxtun sem völ er á.

Ekki er hćgt ađ segja ađ tillögur skuldaniđurfellinga hafi valdiđ mér vonbrigđum. Mánađarlegur skattaafsláttur er veittur fyrir rúmlega 40 ţúsund krónur á mánuđi sem fólk getur nýtt sér međ framlög ţess og vinnuveitenda til ađ greiđa niđur skattfrjálst höfuđstól lána. Fyrstu tvö ofangreind atriđi eru ţví hluti af ţeim tillögum sem sérfrćđingahópurinn kom fram međ. Ekki kom fram ađ hćgt yrđi ađ nýta séreign til greiđslu vaxta og verđbóta húsnćđislána ţó svo ađ ég útiloki ekki ađ slíkt sé enn mögulegt. Tel ég ađ slíkt eigi ađ vera fjárfestingarkostur fyrir fólk rétt eins og ađ kaupa verđbréf. Engu ađ síđur má segja ađ tveir af ţremur kostum sem ég óskađi eftir urđu ađ veruleika.

Ég var spurđur ađ ţví í fréttum RÚV hvort ađ ţetta geti ekki skapađ ofţenslu. Ég svarađi ađ ofţensla sé nú eitt af ţví seinasta sem íslenska ríkiđ ţurfi ađ hafa áhyggjur af ađ eigi sér stađ núna á nćstu árum. Nýlegar tölur um hagvöxt benda ţó til ţess ađ hagvöxtur hafi veriđ töluverđur á ţessu ári en fjárfestingar dragast mikiđ saman, sem er áhyggjuefni. 

Ein af ástćđum ţess auk ţess ađ ekki er vert ađ hafa áhyggjur af slíku er ađ ekki er veriđ ađ senda fólki tékka í póstinum til ađ upplifa á ný 2007 eyđslu. Veriđ er ađ lćkka höfuđstól á skuldum fólks, ađgerđir sem eru algengar í framhaldi af fjármálakreppum og nauđsynlegar til ađ ná skuldum niđur í viđráđanleg hlutföll til lengri tíma. Í raun er veriđ ađ draga úr fjármagni í umferđ og ţví verđbólguţrýstingi nema ađ heimili og bankar fari saman á ný ađ prenta peninga međ ţví ađ veita (taka) lán út á auknum veđheimildum; ég neita ađ trúa ţví ađ slíkt gerist í bráđ.

MWM

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband