Bloggfćrslur mánađarins, júní 2015

Versnandi verđbólguhorfur - lćkkandi verđbólguálag

Áhugavert hefur veriđ ađ fylgjast međ íslenskum verđbréfamörkuđum í ţessari viku. Verđsveiflur hafa veriđ töluverđar vegna mikilvćgra tilkynninga í vikunni.

Sígildir undanfarar verđbólgu

Ţađ sem hefur komiđ mér mest á óvart er ađ íslenska krónan hefur nánast stađiđ í stađ. Sjálfur gerđi ég ráđ fyrir ađ fréttir mánudagsins myndu leiđa til verulegrar styrkingar hennar ţví ţó ađ afnám gjaldeyrishafta vćri loks fyrirsjáanlegt ţá taldi ég höggiđ vera meira en nú er gert ráđ fyrir. Styrkingin gekk ađeins eftir í takmörkuđum mćli sem er vísbending um ađ markađsađilar á gjaldeyrismarkađi höfđu gert ráđ fyrir álíka fréttum. Ţess ber ţó ađ hafa á í huga ađ Seđlabankinn er einn afar stór markađsađili og jafnvel ráđandi á gjaldeyrismarkađi.

Á ţriđjudaginn voru hagvaxtartölur birtar. Ţćr sýna ađ hagvöxtur og neysla eru ađ aukast í takti viđ spár greiningarađila. Ţví til viđbótar var stađfest ađ uppbygging á kísilveri á Bakka viđ Húsavík vćri handan hornsins sem á eftir ađ auka ţenslu töluvert mikiđ á Norđulandi. Ţessar fréttir munu líklegast auka hagvöxt og neyslu enn frekar. Gengi íslensku krónunnar veiktist hins vegar aftur á ţriđjudaginn og er nú á svipuđum slóđum og ţađ var í síđustu viku.

Ţó svo ađ líklegt sé ađ ríkissjóđur noti stóran hluta af ţessum 600-800 milljörđum króna (um ţađ bil allar skatttekjur ríkissjóđs á 18 mánuđum) til ađ greiđa niđur skuldir ţá hlýtur eitthvađ af ţessu fjármagni fara beint í hagkerfiđ (lćkkun vaxtagreiđslna vćri í sjálfu sér stórt skref í aukningu fjármagns). Vćntanlega gerist slíkt ađ mestu leyti í formi lćgri skatta og hćrri launa. Bćđi atriđin kynda undir verđbólgu.

Óverđtryggđ bréf - minnkandi verđbólguálag

Ţví er ţađ áhugavert ađ ávöxtunarkrafa óverđtryggđra skuldabréfa hefur lćkkađ töluvert í upphafi ţessarar viku. Lengstu ríkisbréfin hafa hćkkađ um 3% í virđi samhliđa u.ţ.b. 25 bps lćkkun á ávöxtunarkröfu ţeirra (sambandiđ á milli verđs skuldabréfa og ávöxtunarkröfu ţeirra rambar). Ávöxtunarkrafan á verđtryggđum íbúđabráfum hefur aftur á móti nánast stađiđ í stađ. Ekki er hćgt ađ skilja ţetta öđruvísi en svo ađ verđbólguálagiđ sé ađ minnka.

Ţađ er hćgt ađ mćla ţađ í dögum hversu stutt er síđan ađ umrćđa átti sér stađ um ađ stýrivextir gćtu fariđ í tveggja stafa tölu. Eđlilegt var ađ ávöxtunarkrafa óverđtryggđra bréfa myndi hćkka nokkuđ. Ţađ ađ tíđindi um enn frekari hagvöxt og nokkuđ augljós merki um ađ fjármagn sé í ţann mund ađ aukast töluvert í hagkerfinu, sem eykur almennt verđbólgu, leiđi til ţess ađ ávöxtunarkrafa óverđtryggđra bréfa lćkki er athyglisvert. Ég spurđi nokkra félaga skýringa á ţessu og eru bestu skýringar ađ mínu mati útlistađar ađ neđan.

Rökréttar skýringar á órökréttri ţróun

Hugsanlega má segja ađ verđbólguálag óverđtryggđra ríkisbréfa hafi veriđ orđiđ nokkuđ hátt. Ţađ var komiđ í u.ţ.b. 4,5% en var nálćgt 2,5% síđustu áramót. Ţessi rök skýra ţó ekki svo snarpa lćkkun á ávöxtunarkröfunni. Hugsanlega hafa markađsađilar einnig haft ákveđiđ óvissuálag í ávöxtunarkröfunni vegna losun gjaldeyrishafta sem nú hefur lćkkađ verulega. Ţví til viđbótar (og ţetta tel ég vera afar áhugaverđa skýringu, einnig međ tilliti til hlutabréfa) gerir losun gjaldeyrishafta ţađ ađ verkum ađ fjárfestar fari ađ bera saman háa ávöxtunarkröfu sem gerđ er til innlendra skuldabréfa og erlendra.

Má í ţví tilliti benda á ađ ég hef lengi taliđ ađ ávöxtunarkrafa verđtryggđra skuldabréfa ćtti ađ lćkka töluvert mikiđ (hef m.a. fjallađ um ţađ í fyrri pistlum á ţessum vettvangi). Sé ţetta raunin er hugsanlegt ađ ávöxtunarkrafa íslenskra skuldabréfa eigi eftir ađ lćkka mikiđ. Ţađ myndi hafa afar jákvćđ áhrif fyrir íslenskt efnahagslíf og gera ţađ ađ verkum ađ ný lán útgefin af ríkinu bćru lćgri vaxtakostnađ.

Annađ vert ađ nefna er ađ ţróunin í vikunni á líklegast eftir ađ bćta lánshćfismat íslenska ríkisins. Ţar sem ađ lánshćfismat íslenska ríkisins er almennt ţak á lánshćfismati íslenskra fyrirtćkja ţá er viđbúiđ ađ ţau myndu geta fjármagnađ sig á lćgri vaxtakjörum. Ţetta gćti skapađ hringrás ţar sem ađ lćgri vaxtakjör mynda betri afkomu og aukin stöđugleika, sem aftur gerđi ţađ ađ verkum ađ lánshćfismat yrđi aftur hćkkađ.

Einn annar afar áhugaverđur punktur sem er ađ eigendur aflandskróna eiga mikiđ af stuttum ríkisbréfum sem verđa ađ stórum hluta flutt yfir í löng ríkisbréf sem verđa "lćst" í ákveđinn tíma. Endurfjármögnunarţörf íslenska ríkisins verđur ţví minni nćstu árin. Auk ţess virđist vera ljóst ađ ţörfin fyrir útgáfu nýrra ríkisbréfa verđur minni nćstu ár. Frá einföldu tilliti frambođs og eftirspurnar er líklegt samkvćmt ţessu ađ ávöxtunarkrafan lćkki smám saman nćstkomandi ár.

Stýrivextir

Vaxtatilkynning er vćntanlega frá Seđlabankanum innan 60 mínútna ţegar ađ ţessar línur eru skrifađar. Almennt er búist viđ 50 bps hćkkun stýrivaxta. Ţađ kćmi mér ţó ekki á óvart ađ hćkkunin verđi meiri. Í ţađ minnsta geri ég ráđ fyrir ađ sterklega verđi gefiđ til kynna ađ fleiri hćkkanir séu yfirvofandi á nćstu mánuđum. Verđur sérstaklega áhugavert ađ heyra hvađa áhrif Seđlabankinn telur ađ losun gjaldeyrishafta hafi á efnahagslífi Íslands nćstu misseri. Verđi tónninn mildari en ég geri ráđ fyrir mun ávöxtunarkrafa íslenskra skuldabréfa lćkka töluvert meira á nćstunni. Verđi hćkkunin hćrri en 50 bps tel ég líklegt ađ ávöxtunarkrafan ríkisbréfa hćkki töluvert, sérstaklega ţeirra á styttri endanum og gćti kúrfan jafnvel orđiđ innan skamms niđurhallandi.

MWM

Viđbót klukkan 9.03 - Stýrvivextir voru hćkkađir um 50 bps en fram kemur í tilkynningu frá peningastefnunefnd ađ verđbólguhorfur séu versnandi og "..ađ hćkka ţurfi vexti umtalsvert í ágúst og frekar á komandi misserum eigi ađ tryggja stöđugt verđlag til lengri tíma litiđ".


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband