Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2014

Ekki á VÍSan ađ róa

Vátryggingarfélag Íslands hf. (VÍS) birti í gćr uppgjör fyrsta ársfjórđungs (1F) ţessa árs. Uppgjöriđ olli vonbrigđum.

Fram kemur í fjárfestingarkynningu félagsins ađ örlítiđ tap var á rekstrinum. Ţađ sem var ţó eftirtektarverđara var ađ iđgjöld tímabilsins (ţ.e. 1F) lćkkuđu um 4% í krónum taliđ (lćkkunin var í raunkrónum meiri). Framlegđ af vátryggingarrekstri var neikvćđ um 66 milljónir króna samanboriđ viđ 19 milljóna króna hagnađ á 1F áriđ 2013.

Sökum ţess ađ há arđgreiđsla átti sér nýlega stađ og slakrar afkomu síđustu 6 mánađa hefur eiginfjárhlutfall VÍS á fyrsta ársfjórđungi lćkkađ úr 31,1% áriđ 2013 niđur í 29,5% áriđ 2014. Eiginfjárhlutfalliđ var 35,9% í árslok 2013 en arđgreiđsla sem nam 1,8 milljarđa króna lćkkar eiginfjárhlutfalliđ. Ég sett spurningarmerki viđ ţessa háu arđgreiđslu í ljósi ţess ađ reksturinn er ekki stöđugri en raun ber vitni.

Arđsemi fjárfestingaeigna félagsins var tiltölulega slök á 1F sem ćtti ekki ađ koma á óvart. Hlutabréf og skuldabréf veittu tiltölulega slaka ávöxtun á tímabilinu og styrking krónunnar lćkkar virđi erlendra eigna í krónum taliđ.

Ţađ er eđlilegt ađ sveiflur eigi sér stađ í eignasöfnum tryggingafélaga. Rekstur félagsins ćtti hins vegar ađ vera áhyggjuefni fyrir stjórnendur ţess. Eins og fram hefur komiđ drógust iđgjöld VÍS saman séu fyrstu ársfjórđungar ársins 2013 og 2014 bornir saman. Rekstrarkostnađur er hins vegar (í krónum taliđ) nánast alveg hin sami. Einföld leiđ til ađ meta rekstur tryggingarfélags er ađ líta á samsetta hlutfall ţess. Sé ţađ undir 100% ţá er hagnađur af rekstri ţess, sé hlutfalliđ yfir 100% ţá er tap af rekstrinum.

Sé litiđ til samsetts hlutfalls VÍS ţá sést ađ ţađ hefur einungis veriđ fyrir neđan 100% tvo af síđustu fimm ársfjórđungum. Var ţađ 2F og 3F ársins 2013 (ţađ var vel ađ merkja í járnum á 1F og 4F 2013). Eđlilegt var ađ fjárfestar töldu ađ rekstur ţess vćri ađ nálgast ásćttanlegt stig. Nú hefur reksturinn hins vegar skilađ tapi síđustu tvo ársfjórđunga (samtals) án ţess ađ stór áföll hafi komiđ fram sem útskýri neikvćđa afkomu.

Ţetta hefur endurspeglast í gengi hlutabréfa félagsins. Ţađ fór hćst í 11,52 í ágúst 2013 en hefur eftir ţađ sveiflast í kringum 10,5 til 11. Íslenski hlutabréfamarkađurinn "leiđrétti" gengiđ í framhaldi af arđgreiđslu félagsins nú í mars niđur í um ţađ bil 9,9 en síđan hefur leiđin legiđ ađ mestu niđur á viđ. Gengiđ á bréfum félagsins ţegar ađ ţetta er skrifađ er komiđ undir 9,2.

Engu ađ síđur er markađsvirđi VÍS tćplega 23 milljarđa króna. Miđađ viđ eigiđ fé, sem er 14,8 milljarđa króna, er veriđ ađ meta félagiđ á rúmlega 50% meira virđi en bókfćrt virđi ţess gefur til kynna (I/V hlutfall félagsins er ţví rúmlega 1,5). Hugsanlega eru dulin verđmćti í félaginu sem mér er ekki kunnugt um. Líklega felast ţau verđmćti hins vegar í vćntingum um ađ virđi í rekstrinum, ţađ er af tryggingarstarfseminni, veiti ávöxtun umfram ţeirri lágmarksávöxtun sem eigiđ fé gefur til kynna.

Ţađ er hins vegar ljóst ađ ef reksturinn af tryggingarstarfseminni fer ekki ađ sýna viđvarandi hagnađ kemur markađsvirđi VÍS til međ ađ fćrast smám saman í átt ađ bókfćrđu virđi ţess. Vonir fjárfesta um hagnađ fćru ađ dvína smám saman og I/V hlutfall hlutabréfa ţess fćrist í áttina ađ 1,2 til 1,3, sem ţýđir í kringum 10-20% lćkkun á núverandi markađsvirđi VÍS. Ţetta er mćlikvarđinn sem kemur til međ ađ skipta mestu máli nćstu ársfjórđunga hvađ varđar gengi hlutabréfa VÍS. 

MWM 


Ekki alveg grandalaus hlutabréfamarkađur

Töluvert mikiđ hefur veriđ fjallađ um ţađ síđustu misseri ađ hlutabréfamarkađur Íslands vćri orđinn frođukenndur. Hafa sumir jafnvel talađ um ađ bóla hafi nú ţegar myndast, međal annars vegna gjaldeyrishafta. Oft hefur í ţví tilliti veriđ bent á ađ fjárfesting í hlutabréfaútbođum hafi veriđ ávísun á auđfenginn hagnađ fyrir alla ţá sem hafa tekiđ ţátt í ţeim.

Ţessi rök eru skiljanleg. Gengi sumra félaga hefur hćkkađ gífurlega mikiđ strax í kjölfar útbođa og í sumum tilfellum, til dćmis Haga, hefur virđi hlutabréfanna margfaldast í framhaldi af útbođum. Ţví er ekki óeđlilegt ađ margir hafi taliđ ađ ţátttaka í hlutabréfaútbođum vćri nálćgt ţví ađ vera áhćttulaus fjárfesting.

Ţađ hefur hins vegar átt sér stađ töluverđ hagnađaraukning undanfarin ár, og er Hagar líklegast besta dćmiđ um stöđuga hagnađaraukningu (ţađ er vel ađ merkja ekki í hendi ađ hún verđi viđvarandi). Miđađ viđ hagnađ íslenskra fyrirtćkja sem hafa skráđ hlutabréf félaganna í Kauphöllinni og markađsvirđis ţeirra er ávöxtunarkrafan sem gerđ er til hlutabréfanna í samrćmi viđ eđlilegt áhćttuálag á óverđtryggđ ríkisskuldabréf. Lćkkun á gengi hlutabréfa Eimskips í kjölfar afkomu sem olli vonbrigđum á síđasta ári er vísbending um ađ ţátttakendur á íslenskum hlutabréfamarkađi séu vel međvitađir um samband hagnađar, markađsvirđis hlutabréfa og eđlilega ávöxtunarkröfu sem gera á til ţeirra.

Í dag voru hlutabréf Granda skráđ í Kauphöll Íslands. Útbođsgengi bréfanna var ađ mínu mati töluvert hátt. Hćsta viđmiđunargengiđ var 31 króna á hlut en útbođsgengiđ var á endanum hins vegar 27,7 krónur fyrir hvern hlut í félaginu. Nú ţegar hafa átt sér stađ viđskipti á lćgra gengi sem ţýđir ađ ţeir sem ađ fjárfestu í félaginu á útbođsgenginu hafa jafnvel nú ţegar tapađ á fjárfestingu sinni, sérstaklega ef ţeir ćtla sér ađ selja jafnóđum í félaginu, auk ţess sem viđskiptakostnađur bćtist viđ.

Ţađ er ţví ekki gefiđ ađ ţátttaka í útbođum hlutabréfa á Íslandi veiti auđfenginn hagnađ. Íslenskur hlutabréfamarkađur er ekki alveg grandalaus.

MWM

 


Hlutabréfabóla í námufyrirtćkjum

Eitt af helstu ástćđum ţess ađ fjármálabólur myndast er tilkoma nýrrar tćkni. Sú framleiđniaukning (međ beinum og óbeinum hćtti) samhliđa notkun á nýjum uppfinningum veita  oft sannarlega betri efnahagslega afkomu fyrir ţjóđfélög. Ţađ er ekki ţar međ sagt ađ slík tćkni veiti fjárfestum góđa ávöxtun nema ţeim sem fyrstir eru í röđinni. Ţeir sem síđar koma eru oft uppnumdir af tćkifćrunum sem eru fyrir hendi en verđleggja gjarnan slík tćkifćri hćrra en öll raunhćf möt ćttu ađ gefa til kynna. Gömul dćmi eru sjóflutningar á 18. öldinni, járnbrautarlestir á 19. öldinni og aukin vélavćđing á ţriđja áratug síđustu aldar. Nýlegt dćmi er síđan netbólan fyrir nokkrum árum síđan.

Eitt af einkennum netbólunnar var ađ margir töldu ađ međ ţví ađ fjárfesta í mörgum slíkum fyrirtćkjum hlyti velgegni eins ţeirra ađ vega á móti tapi í fjárfestingum annarra fyrirtćkja sem kćmu til međ ađ leggja upp laupanna. Ţetta varđ ţví miđur sjaldan niđurstađan.

Ein af algengu skýringum ţess ađ netbólan hafi veriđ byggđ á sandi var sú ađ slík fyrirtćki voru ekki ađ skapa áţreifanleg verđmćti. Sú skýring hefur veriđ lítt áberandi síđustu ár, enda hefur velgegni fyrirtćkja eins og google.com og facebook sannađ hiđ gagnstćđa, ţađ er ađ virđi ţurfi ekki ađ vera nauđsynlega áţreifanlegt.

Oftar en ekki eru ađrir ţćttir sem eiga mikinn ţátt í ađ mynda bólu á hlutbréfamörkuđum. Áriđ 1969 átti sér stađ ţađ sem kalla má ćđi í fjárfestingum námufyrirtćkja í Ástralíu. Tímabundin velgegni eins fyrirtćkis kveikti í brjósti sumra fjárfesta óraunhćfar vonir um áframhaldandi velgegni í ţessu tiltekna fyrirtćki og einnig annarra slíkra fyrirtćkja. Eftirspurn fjárfesta í námufyrirtćkjum, sem skapa einungis afar áţreifanleg verđmćti, var slík ađ fá rök voru fyrir hendi um ađ rekstur fyrirtćkjanna nćđi ađ standa undir eđlilegum ávöxtunarkröfum. Ekki ósvipađ netbólunni hjađnađi verđmćti námufyrirtćkja mikiđ skömmu síđar ţegar ađ hópur fjárfesta smám saman áttađi sig á ţví ađ vćntingar í verđum hlutabréfanna voru lítt raunhćfar.

Ţví er ţađ svo ađ litlu máli skiptir hvort um sé ađ rćđa áţreifanleg verđmćti í verđmćtasköpun fyrirtćkja eđa ekki ţegar kemur ađ hugsanlegum fjármálabólum. Aftur á móti má segja ađ flest ţau atriđi sem einkenna atferlisfjármál (e. Behavioural Finance) hafi komiđ viđ sögu viđ myndun hlutabréfabólunnar í Ástralíu fyrir rúmum fjórum áratugum síđan. Hlutabréfabóla í námufyrirtćkjum virđist vera fjarlćgur möguleiki, en ekki er langt síđan ađ slíkt gerđist í jafn ólíklegum atvinnugeira á Íslandi ţegar ađ veriđ var ađ meta banka og sparisjóđ í Kauphöll Íslands á virđi sem hefđi ađ öllu jöfnu átt ađ hringja hávćrum viđvörunarbjöllum.

Fyrrum nemandi minn í atferlisfjármálum í Háskólanum í Reykjavík, Andrew Britten-Kelly, skrifađi afar athyglisverđa grein nýlega um ţetta efni ţar sem ađ hann dregur fram ofangreinda liđi og helstu hugtök atferlisfjármála tengd ţessari bólu, sem átti sér stađ í atvinnugeira sem almennt er talinn vera lítt spennandi. Andrew hefur veitt mér góđfúslegt leyfi til ađ birta hana opinberlega og er hćgt ađ nálgast hana hérna: 

https://www.dropbox.com/s/v36515v3mtk920s/Andrew%20Britten-Kelly%20Pervasive%20Irrationality%20Behavioural%20Driven%20Asset%20Pricing%20Across%20Industry%20Sectors.docx

MWM

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband