Bloggfćrslur mánađarins, mars 2016

Arđgreiđslur tryggingafélaga (aftur) og dýr fjármögnun

Fyrir ári síđan skrifađi ég grein ţar sem ég furđađi mig á arđgreiđslustefnu tryggingafélaga. Í greininni kom fram ađ samtala arđgreiđslna hjá Sjóvá, VÍS og TM vćri 10,5 milljarđa króna vegna ársins 2014. Í greininni kom eftirfarandi fram:

Áhugavert er ađ bera ţessa tölu saman viđ nokkrar stćrđir ţessara ţriggja félaga. Samtala eigin fjár ţeirra í árslok 2014 var 48 milljarđar króna. Markađsvirđi ţeirra í dag er samanlagt í kringum 65 milljarđar króna. Ţví er veriđ ađ greiđa út í arđ vel ríflega 20% af eigiđ fé félaganna og rúmlega 15% af markađsvirđi ţeirra.

Samanlagđur hagnađur félaganna var áriđ 2014 4,8 milljarđa króna. Ţessi tala var áriđ áđur, ţ.e. 2013, um 6,2 milljarđa króna. Samanlagđar arđgreiđslur í ár fara ţví langt međ ađ dekka ekki einungis allan hagnađ áriđ áđur heldur einnig hagnađ áriđ 2013. Ţví má viđ bćta ađ eina félagiđ sem hagnađist af einhverju viti á tryggingarstarfseminni sjálfri var Sjóvá. Nćr allur hagnađur TM og VÍS áriđ 2014 var vegna ávöxtunar á fjárfestingum ţeirra.

Ég taldi á ţeim tímapunkti ađ skynsamlegra vćri ađ móta arđgreiđslustefnu sem tćki miđ af hagnađi umfram verđbólgu. Segja má ađ međ ţví stefni félög ađ ţví ađ tryggja stođir undirliggjandi raunverđmćta međ ţví ađ halda ávallt eftir nćganlegt fjármagn til ađ eigiđ fé sé í ţađ minnsta jafn mikiđ og árin áđur ađ teknu tilliti til verđbólgu. Ţess til viđbótar ćtti ađ meta hversu mikiđ ćtti ađ greiđa til hluthafa og hversu mikiđ ćtti ađ halda eftir til ađ beina í nýjar fjárfestingar og jafnvel viđhaldi eigna sem ekki kemur fram á afskriftarreikningi. Ţessi nálgun myndi til ađ mynda auka lánshćfismat tryggingafélaga sem ćtti ţá ađ koma fram í betri lánskjörum varđandi fjármögnun ţeirra og til lengri tíma auka arđsemi ţeirra ađ teknu tilliti til áhćttu.

Var međal annars fjallađ um ţetta í ţćttinum Viđskipti sem sýndur er á ÍNN - 

http://inntv.is/Horfa_a_thaetti/Vidskipti/?play=121444852. (umrćđa um ţetta hefst á 22. mínútu)

Nú, ári síđar, leika tryggingafélögin aftur svipađan leik. Reyndar eru samanlagđar arđgreiđslur minni í ár, eđa um 9,5 milljarđa króna. Ţađ er ţó um 70% hćrri upphćđ en samanlagđur hagnađur ţeirra. Ţví er aftur veriđ ađ minnka eigiđ fé ţeirra töluvert mikiđ og ţví veriđ ađ auka áhćttu í rekstri ţeirra.

Ţađ er áhugavert ađ VÍS, sem í fyrra greiddi lćgstu arđgreiđsluna, greiđir nú 5 milljarđa króna í arđ í ár (Sjóvá og TM greiddu hvort um sig 4 milljarđa króna í arđ í fyrra án ţess ađ mikiđ hafi veriđ eftir ţví tekiđ í almennri umrćđu). Í fyrra var arđgreiđsla VÍS ađeins 2,5 milljarđa króna. Ţađ sem hefur lítiđ fariđ fyrir í ár er ađ sú arđgreiđsla er ađ stórum hluta til fjármögnuđ međ útgáfu skuldabréfa. Samkvćmt tilkynningu frá Kauphöllinni - https://cns.omxgroup.com/cdsPublic/viewDisclosure.action?disclosureId=698663&messageId=873750 - var samtala skuldabréfanna 2,5 milljarđa króna. Skuldabréfaútgáfan er sama upphćđ og nemur aukningu arđs á milli ára. Eftirfarandi er afritađ af ofangreindri tilkynningarsíđu Kauphallarinnar:

Hin nýju skuldabréf eru vaxtagreiđslubréf og bera 5,25% fasta verđtryggđa vexti. Skuldabréfin eru til 30 ára en í bréfunum er uppgreiđsluheimild og ţrepahćkkun í vöxtum upp í 6,25% eftir 10 ár.

VÍS er međ öđrum orđum ađ fjármagna arđgreiđsluna međ útgáfu skuldabréfa á kjörum sem eru talsvert slakari en flestir Íslendingar fjármagna íbúđakaup sín. LSR býđur til dćmis uppá fasteignalán ţar sem ađ fastir vextir eru 3,60% og breytilegir vextir eru 3,13%.

Til ađ setja ţessi kjör í einfalt samhengi, ţá mun fjárfestir sem kaupir bréfin á ţessum kjörum (miđađ viđ ađ bréfin séu seld á pari) og getur endurfjárfest vaxtagreiđslur á sömu kjörum nćstu 10 ár eiga orđiđ 66% meira ađ raunvirđi. Ţetta kalla ég góđa ávöxtun sem eigandi skuldabréfs, en afleit ávöxtun vćri ég skuldari. Vaxtakjörin eru reyndar svo slök ađ áćtla mćtti ađ töluverđ áhćtta vćri fólgin í rekstri VÍS. Slíkt á ekki ađ eiga sér stađ hjá tryggingarfélagi.

Ţví er ekki einungis vert ađ setja spurningarmerki viđ arđgreiđslustefnur tryggingafélaga heldur einnig fjármögnun ţeirra.

MWM

Hér er upphafleg grein mín ţar sem ég furđa mig á arđgreiđslustefnu tryggingafélaga frá 11.3.2015 - http://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/marmixa/1653428/

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband