Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2014

Í vöruhúsi menningarlegra leikmynda

Eitt af einkennum útrásar íslensku bankanna árin 2002-2008 var hin mikla ţjóđernislega umrćđa sem átti sér stađ. Eins og flestir muna variđ var ađ líkja íslenskum bankamönnum og viđskiptamönnum viđ víkinga fyrri tíma. Í umhverfi ţar sem áhersla er lögđ á sérstöđu ţjóđarinnar getur sögulegur samanburđur viđ ađra virst vera fráleitur og ţannig auđveldađ ađ litiđ sé fram hjá ađvörunarmerkjum sem annars ćttu ađ vera augljós.

 

 

Ákveđin ţversögn felst í ţví ađ á sama tíma og íslenskt bankakerfi fylgdi ţví sem var ađ gerast á alţjóđlegum mörkuđum var fjármálaumhverfiđ á Íslandi í auknum mćli túlkađ sem hluti af ţjóđareinkennum Íslendinga. Hagrćnar breytur eru ţví samhliđa hluti af hnattrćnu og stađbundnu umhverfi jafnframt ţví sem ţćr eru tengdar samfélagslegum hugmyndum um ţjóđerni og samkennd.

 

Ţessi áhersla á íslenskt ţjóđerni kemur skýrt fram  í bćklingi sem Landsbankinn sendi landsmönnum á hápunkti útrásarinnar svokölluđu ţar sem yfirskriftin var: Viđ ţekkjum okkar fólk. Ekkert var fjallađ um bankastarfsemi í bćklingnum. Ţess í stađ var fjallađ um heillandi sérkenni Íslendinga sem gerđi ‘okkur’ ađ einstakri ţjóđ. Í almennri umrćđu var oftar en ekki vísađ í einkenni ţess hversu miklir víkingar Íslendingar vćru, sem er afar fjarri raunveruleikanum ţví ţjóđin var fram ađ aldamótunum 1900 nćr öll starfandi viđ landbúnađ og hafđi gert slíkt um aldarađir.

 

Íslenskt bankakerfi var búiđ ađ vera međ svipuđum hćtti nánast frá upphafi ţess, sem rekja má aftur til sjöunda áratugar nítjándu aldar ţegar ađ sparisjóđir komu til sögunnar og síđan nokkrum árum síđar ţegar ađ Ísland fékk fjárforrćđi og stofnun Landsbanka Íslands. Hugsanleg undantekning var árin 1904 til 1930 en á heildina litiđ var íslenskt bankakerfi afar stađbundiđ og miđađi ađ ţví ađ ţjónusta ákveđnum stéttum eđa byggđarlögum. Kjör voru ađ mestu leyti niđurnegld af stjórnmálamönnum og skipti ţjónusta almennt mestu máli.

 

Á sama tíma og íslenskt bankakerfi umturnađist upp úr 1995 og varđ alţjóđlegra mátti sjá sterka áherslu á sérkenni íslensku ţjóđarinnar, sem hafđi ekki veriđ megin áherslu atriđi áđur, og samhliđa reynt ađ minnka áherslu á stađbundiđ samhengi ţeirra út frá starfstéttum eđa byggđarlögum. Bankar voru túlkađir međ afar ţjóđernislegum hćtti, ţrátt fyrir ađ vera mikilvćgur hluti í ţátttöku Íslendinga í hnattvćddum ferlum.

 

Ţessi breyting kom fram međ ýmsum hćtti. Sparisjóđir hćttu ađ nota stađbundin nöfn sín ađ mestu leyti og urđu ţekktir undir skammstöfunum. Dćmi um slíkt er Sparisjóđur Hafnarfjarđar, sem varđ ađ SPH og varđ svo loks ađ Byr sparisjóđi (litlausara nafn er ekki hćgt ađ hugsa sér).. Á sama tíma var veriđ ađ fjalla um landnámsarfleiđ Íslendinga í rćđum og riti. Var engu líkara en ađ tímavél vćri til stađar sem flytti land og ţjóđ margar aldir aftur í tímann hvađ varđađi einkenni okkar. Gekk sú umrćđa svo langt ađ halda hefđi mátt ađ stríđ vćri í gangi. Var til ađ mynda fyrirsögn í leiđara Markađarins áriđ 2006 eftirfarandi: Danir eru í árásarham og engra varna ađ vćnta ţar í landi: Verđum ađ verjast lyginni sjálf. Viđ Íslendingar áttum međ öđrum orđum sem ein (víkinga)ţjóđ ađ hópast saman til varnar.  

 

Međ ţessu var heil ţjóđ virkjuđ í útrás íslensku bankanna. Ţađ er kaldhćđnislegt ađ hagsmunir ţjóđarinnar og bankanna, sem höfđu haldist mikiđ í hendur í áratugi, var líklegast minnst ţessi ár ţegar ađ bankarnir lögđu hvađ mesta áherslu á ađ velgegni ţeirra og ţjóđarinnar vćri sameiginleg (tapiđ var ađ hluta til ţó sameiginlegt).

 

Ofangreint er hluti af umfjöllun í grein okkar Kristínar Loftsdóttur sem nýlega birtist í Skírni, tímarit hins íslenska bókmenntafélags (vorhefti 2014 númer 188), sem nefnist Bankar í ljóma ţjóđernishyggju: Efnahagshruniđ, hnattvćđing og menning. Fjallađ var um ţessa grein í ţćttinum Víđsjá í vikunni ţar sem viđtal var tekiđ viđ okkur. Hćgt er ađ hlusta á ţađ á ţessari slóđ: http://www.ruv.is/menning/i-voruhusi-menningarlegra-leikmynda

MWMInnskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband