Bloggfćrslur mánađarins, mars 2014

N1 - Undarleg arđgreiđsla

N1 tilkynnti í síđustu viku 1,65 milljarđa króna arđgreiđslu sem greidd verđur til hluthafa innan tíđar. Sú arđgreiđsla er um einum milljarđi króna meira en hagnađur síđasta árs. Almennt greiđa félög eins og N1 í kringum 20-40% af hagnađi ársins áđur í arđ. Ţessi prósenta hjá N1 er 260%.

Skýringin sem er veitt er sú ađ fyrirtćkiđ sé orđiđ "of vel" fjármagnađ og vilji lćkka eiginfjárhlutfalliđ (međ öđrum orđum hćkka hlutfall skulda á efnahagsreikningi sínum). Benda má á ađ fyrirtćkiđ er međ töluvert mikiđ af handbćru fé sem mćtti nota til ađ greiđa niđur skuldir, sem N1 (ólíkt Högum til ađ mynda) kýs ađ gera í takmörkuđum mćli.

Ţessi skýring er hugsanlega í lagi fyrir ţá hluthafa sem fyrir eru. Mađur veltir ţví ţó fyrir sér af hverju ţetta hafi ekki gerst fyrr, sérstaklega í ljósi ţess ađ eiginfjárhlutfalliđ í árslok 2013 var hćrra en ţađ var árinu áđur.

Ţetta ćtti ađ vera afar ofarlega í huga ţeirra hluthafa sem keyptu hlut í félaginu fyrir ađeins nokkrum vikum síđan. Markađsvirđi félagsins var í útbođinu 15 milljarđa króna sem ţýđir ađ ríflega ein af hverjum 10 krónum sem keypt voru í útbođinu er nú veriđ ađ skila til baka í formi arđgreiđslu. Ţađ er ekki ţó svo ađ sú króna sem greidd er til baka komi öllum nýjum hluthöfum vel. Hjá mörgum verđur tekinn 20% fjármagnstekjuskattur af ţeirri krónu sem ţýđir ađ einungis 0,8 krónur koma nettó til baka.

Nćr hefđi veriđ ađ kaupa eigin bréf fyrir ţessa upphćđ (á bilinu einn milljarđur króna upp í 1,65 milljarđa króna) sem gćfi nýjum hluthöfum ţá hćrri ávöxtun eigin fjár í framtíđinni. 

MWM 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband