Engin tilnefningarnefnd í augSýn?

Hluthafafundur Sýnar hf. verður haldinn 20.10.2022. Á vef mbl.is kemur eftirfarandi fram: Boðað er til fund­ar­ins eft­ir að þrír hlut­haf­ar, sem eiga rúm­lega 10% hluta­fjár í fé­lag­inu, kröfðust þess að nýr fund­ur yrði boðaður, en síðasti hlut­hafa­fund­ur fór fram 31. ág­úst.  Vilja hlut­haf­arn­ir end­ur­taka fyrra stjórn­ar­kjör, en með því þarf að binda enda á kjör­tíma­bil stjórn­ar­inn­ar sem var kjör­in í ág­úst og svo kjósa nýja stjórn. Semsagt, verið er að reyna að breyta núverandi stjórn, sem er í sjálfu sér ekki nauðsynlega óeðlilegt í ljósi nýlegra breytinga á eignarhaldi.

Þetta er eina tilefni fundarins, enda kemur fram í fundarboði:

Dagskrá fundarins

1. Tillaga um að bundinn verði endir á kjörtímabil sitjandi stjórnar félagsins.

2. Með fyrirvara um að tillaga undir tölulið 1. hér að framan verði samþykkt, fer fram stjórnarkjör.

3. Önnur mál.

Neðar í fundarboði kemur eftirfarandi fram (ég feitletra nokkur orð):

Með fyrirvara um að tillaga samkvæmt 1. tölulið dagskrár verði samþykkt, er auglýst eftir framboðum til stjórnar. Með vísan til þess hve skammur tími er liðinn frá síðasta hluthafafundi þar sem stjórnarkjör var á dagskrá hefur stjórn ákveðið í þetta sinn að víkja til hliðar reglum um Tilnefningarnefnd og að reglur hlutafélagalaga og samþykkta félagsins skuli einar gilda um stjórnarkjörið ef það fer fram.

Með öðrum orðum, nú virðist ekki vera þörf á tilnefningarnefnd af því að nýlega var annar fundur. Þetta finnst mér vera undarlegt. Vekur þetta upp spurningu um hvort að tilnefningarnefnd sé alltaf nauðsynleg eða bara stundum. Einnig spyr ég hvort að stjórn hverju sinni ákveði fyrir hönd hluthafa hvort nauðsyn sé á tilnefningarnefnd eða ekki eða hvort að hluthafar sjálfir þurfi að fara fram á slíkt.

Ég á bágt með að sjá af hverju tilnefningarnefnd skipti síður máli þegar að stutt sé síðan að hluthafafundur var haldinn, sérstaklega í ljósi þess að nú er annar fundur með aðeins eitt markmið; að breyta núverandi stjórn. 

MWM


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband