Bloggfćrslur mánađarins, maí 2017

Costco verđur Wal-mart Íslands

Áriđ 1989 giftist ég konu sem átti heima í Castleberry Alabama. Ţađ er örlítill stađur í um ţađ bil klukkutíma keyrslu norđur frá Mobile Alabama sem sumir Íslendingar ţekkja. Rétt hjá Castleberry (sem er stundum kallađ "The Strawberry Capital of Alabama") er lítill bćr sem heitir Brewton. Sá bćr var međ matarverslun sem hét ţví skemmtilega nafni Piggly-Wiggly og var ţađ eina verslunin á svćđinu sem hćgt var ađ skilgreina sem stórmarkađ, ţó ekki hafi sú búđ veriđ stór. Ein verslunargata var í Brewton og voru ţćr allar einhverskonar sérvöruverslanir. Ein af ţeim var Radio-Shack, sem seldi almennt slök raftćki. Ţáverandi tengdamóđir mín vann međal annars ţar.

Áriđ eftir breytist verslunarmynstriđ verulega í Brewton. Wal-mart ákvađ ađ reisa verslun rétt fyrir utan bćjarmörk Brewton. Ekki leiđ á löngu áđur en nánast allar sérvöruverslanirnar voru búnar ađ leggja upp laupanna, međal annars Radio-Shack búđin. Verslunarmynstur fólks snarbreyttist og varđ Wal-mart allsráđandi. Fyrirtćkiđ keyrđi fyrst og fremst á góđu vöruúrvali og lágum verđum og gat vel stađiđ undir slagorđi sínu "Always the Low Price". Ţetta tókst međal annars međ afar góđri ađflutningastjórnun sem var sérstaklega notađ í kennslubókum á ţeim tíma.

Costco

Koma Costco til Íslands kemur til međ ađ hafa svipuđ áhrif á verslunarmarkađ hérlendis, ţó kannski ekki alveg í sama mćli og gerđist í Brewton fyrir mörgum árum síđan. Áhrifin hafa reyndar veriđ ađ koma fram smám saman síđustu mánuđi. Ég var svo lánsamur ađ Zenter rannsóknir höfđu samband viđ mig voriđ 2016 og báđu mig um ađ taka ţátt í gerđ skýrslu varđandi áhrif Costco á verslun á Íslandi. Fjölmörg fyrirtćki hafa keypt ţessa skýrslu og tel ég nćsta víst ađ hún hafi ađstođađ ţau viđ ađ undirbúa sig undir komu Costco. Ég ćtla ađ fjalla hér um nokkur atriđi sem ég vann sérstaklega ađ í skýrslunni og hvađa atriđi ég telji komi til međ ađ skipta máli. Ég lít framhjá atriđi sem mikiđ hefur veriđ fjallađ nú ţegar í fjölmiđlum.

Velta

Litiđ var til aukningar á veltu nokkurra stórra fyrirtćkja í Bandaríkjunum árin 2000-2015. Af fyrirtćkjunum í úrtakinu kemur í ljós ađ sérvöruverslanirnar Bed, Bath & Beyond (BBB) (sem selur alls kyns heimilisvörur) og Whole Foods (sem sérhćfir sig í fínar matvörur, ekki ósvipađ Kjötkompaníinu í Hafnarfirđi) juku veltuna langmest á tímabilinu, eđa 6,3x og 8,4x. Margfaldarinn var 3,6x hjá Costco, 2,5x hjá Wal-mart og einungis 2,0x hjá Target.

Velta Costco var 87% af veltu Target áriđ 2000 en var komin í 157% áriđ 2015. Ţađ er áhugavert ađ ţćr verslanir sem hafa ákveđna sérstöđu virđast ná ađ auka veltu sína ţrátt fyrir harđandi samkeppni stórra risa.

Ţegar litiđ er til vaxtar á veltu er oft litiđ til vaxtar á hverri verslun í stađ ţess ađ líta á heildartöluna. Verslun getur aukiđ sölu sína međ fjölgun verslana en arđsemin er hins vegar ekki jafn mikil ef veltan í hverri verslun eykst lítiđ ef ţá nokkuđ. Tvćr verslunarkeđjur bera af árin 2005-2015. Ţćr eru Whole Foods og Costco. Á ţessu tíu ára tímabili seldi hver verslun Whole Foods tćplega 60% meira áriđ 2015 boriđ saman viđ árinu 2005 en hjá Costco var aukningin 53%. Í ţriđja sćti var Kroger verslunarkeđjan en ég fjalla nánar um hana síđar.

Ţađ sem skiptir kannski enn meira máli, en ţetta er eitthvađ sem ég held ađ verđi reyndar ekki raunin á Íslandi, er ađ nýjar verslanir Costco selja stöđugt meira og meira fyrstu árin eftir opnun. Dćmi um ţetta er ađ ţćr 31 verslanir sem Costco opnađi áriđ 2007 voru međ $76M međaltals veltu á árinu en áriđ 2015 var sú tala nćstum ţví búin ađ tvöfaldast og var komin í $144M. Vöxturinn er ţví stöđugt ađ aukast fyrstu árin eftir ađ Costco verslun hefur starfsemi, sem gefur vísbendingu um ađ fólk heldur tryggđ viđ verslunina og ađlagar kauphegđun sína ađ Costco líkaninu.

Álagning

Álagning Costco er međal ţađ lćgsta sem ţekkist. Samkvćmt tölum úr ársreikningum er hún 12-13% en opinber stefna er í kringum 15%. Álagningin hjá Target hefur smám saman lćkkađ og ţá ađallega síđustu árin, og er ţađ hugsanlega skýringin á ţví ađ vöxtur í hverri verslun Target jókst á síđasta ári og jafnvel meira en hjá hinum verslununum sem samanburđur
var gerđur á.Áriđ 2000 var álagningin 29% hjá Target en hún er núna komin í 26,5%. Álagningin hjá Wal-mart hefur aftur á móti aukist frá árinu 2000 ţegar hún var rúmlega 20% og er nú komin í 25% (íbúar Brewton eru vćntanlega ekki sáttir viđ ţetta).

Ţađ er athyglisvert ađ álagning Haga er á svipuđum nótum og hjá Wal-mart og Target og hefur hún jafnvel veriđ minni. Ţetta vćri jafnvel efni í heila grein ţví almennt telur almenningur ađ álagning hérlendis sé miklu hćrri en erlendis.

Sérvöruverslun eins og Whole Foods hefur aftur á móti jafnvel veriđ ađ auka álagningu
á vörum sínum og á sama tíma notiđ mikils vaxtar. Kroger verslanir hafa aftur á móti lćkkađ álagningu í sínum búđum úr 25% niđur í 20% árin 2000-2015. Kroger verslanir eru ekki ósvipađar Bónus og Krónunni. Líklegt er ađ ţessi lćkkun á álagningu fyrirtćkisins skýri
ađ einhverju leyti ţann vöxt sem fyrirtćkiđ hefur sýnt bćđi hvađ heildarveltu varđar og einnig vöxt í sölu í hverri verslun undanfarin ár. Ţađ ađ Target sé smám saman ađ minnka álagningu sína er hugsanleg skýring á ţví ađ sú stefna ađ halda áfram hćrri álagningu sé ekki lengur viđ lýđi. Ţađ ber ađ hafa í huga ađ ţessar verslanir eru einnig ađ berjast viđ
amazon.com í verslun auk ţess sem hugsanlega hafi Target einblínt frekar á vörur međ lágri álagningu síđustu ár.  

Markađsvirđi

Öll fyrirtćkin sem litiđ var til eru skráđ á hlutabréfamarkađi. Ađeins tvö af 10 fyrirtćkjum sem litiđ var til veitu eigendum sínum 10% árlega ávöxtun eđa meira árin 2000-2015. Ţau eru Costco (10,3%) og Whole Foods (14,0%). Lowes (byggingavörufyrirtćki) hefur einnig veitt góđa árlega ávöxtun (8,9%) og Kroger (5,0%). Ţađ er athyglisvert hversu slök ávöxtun hlutabréfa
Walmart og Target hefur veriđ síđustu árin. Ţó svo ađ hún hafi veriđ viđunandi síđustu fimm árin ţá er hún engu ađ síđur slök samanboriđ viđ flesta ađra smásöluađila. Kroger, sem hafa einbeitt sér ađ lćgri vöruverđum eins og sást í umfjöllun um álagningu, hafa veitt eigendum sínum stöđugt betri ávöxtun (rétt er ađ halda ţví til haga ađ Walmart og Target greiđa reglulegan arđ sem skekkir ţennan samanburđ ađ einhverju leiti).

Samantekt af tölulegum gögnum


Ţau fyrirtćki sem hafa skilgreint sig best frá aldamótum eru ţau fyrirtćki sem hafa aukiđ
mest sölu sína og veitt fjárfestum bestu ávöxtun fyrir hönd eigenda sinna. Ţađ á ekki einungis viđ um heildarveltu verslana heldur einnig veltu í sambćrilegum verslunum. Ţegar litiđ er til verslana sem sérhćfa sig ekki í einhverjum sérstökum vörutegundum, í ţessum samanburđi Home Depot, Lowe´s og Best Buy, ţá eru ţađ Costco, Whole Foods, Bed Bath & Beyond og Kroger sem hafa vaxiđ hrađast og veitt hluthöfum bestu ávöxtunina. Ţetta sést jafnvel enn betur ţegar litiđ er til ávöxtunar á hlutabréfum Kroger sem hafa hćkkađ í virđi eftir ađ
álagning fyrirtćkisins fór ađ minnka.


Skilgreining


Costco og Whole Foods hafa skilgreint sig sem fyrirtćki ţar sem ađ einungis gćđavörur eru seldar. Costco selur ţćr afar ódýrt en Whole Foods eru međ mikla álagningu en fyrirtćkiđ skilgreinir sig frekar sem öđruvísi, međ hágćđavörur sem fást almennt ekki í stórmörkuđum og neytendur eru tilbúnir ađ kaupa. Á sama tíma hefur Kroger skilgreint sig ć meira sem ódýr verslun međ minni álagningu og hefur veltan ađ sama skapi aukist ţar. Síđustu ár hefur Target minnkađ álagningu sína sem hefur orđiđ til ţess ađ veltan er á nýjan leik ađ aukast áriđ 2015. Hins vegar hefur vöxturinn hjá Bed Bath & Beyond einnig veriđ mikill ţó ađ álagningin ţar sé mest af öllum verslunum sem skođađar voru í rannsókn Zenter rannsókna.

Breytt verslunarmynstur


Í ţessu sambandi má áćtla ađ vöxtur verslunar á Íslandi sem fyrir eru komi til međ ađ standa í stađ nćstu ár og jafnvel dragast töluvert saman hjá sumum verslunum vegna innkomu Costco á
íslenska markađinn. Neytendahegđunin virđist vera ađ breytast hjá ákveđnum hópum samfélagsins í Bandaríkjunum, eins og sjá má á aukinni verslun í Costco ţar sem neytendur versla í magni, auk ţess er sala ađ aukast í Whole Foods og Kroger, sem báđar hafa sína sérstöđu, á međan salan dregst saman í hefđbundnari verslunum eins og Walmart og Target.
Neytendur virđast vera verđviđkvćmir og setja ţađ ekki fyrir sig ađ versla í magni til ţess ađ fá lćgra verđ.


Vegna ţessa má velta fyrir sér hvort íslenskar verslanir ţurfi ađ ađgreina sig betur frá Costco og skapa sér meiri sérstöđu. Ţetta tel ég vera ţá ţróun sem eigi eftir ađ ríkja hérlendis nćstu árin. Rétt eins og Wal-mart var í fararbroddi í krafti stćrđar og góđrar áfangastjörnunnar ţá mun íslenskur verslunarmarkađur einblína frekar á annars vegar lágum verđum og hins vegar gćđum. Tölurnar í Bandaríkjunum sýna ađ fyrirtćki sem ná ađ skapa sér sérstöđu á sínu sviđi ná ađ ţrífast. Ţau fyrirtćki sem falla einhversstađar á milli, eins og til dćmis Wal-mart og Target, koma til međ ađ eiga undir högg ađ sćkja.

Rétt eins og Wal-mart breytti verslunarmynstri Brewton fyrir langa löngu síđan ţá er svipuđ ţróun rétt ađ byrja hér á Íslandi. Fyrrverandi kona mín sagđi reyndar nýlega ađ Costco verslanir vćru komnar í nćrliggjandi borgir Castleberry Alabama.

MWM

ps. Í skýrslunni var áćtlađ ađ bensínverđ hjá Costco verđi um 6 til 20 krónum lćgra en hjá íslensku olíufélögunum. Sumum fannst ţetta kannski vel í lagt en viđ vorum líklegast of varfćrin. Nú er komiđ í ljós ađ líterinn hjá Costco kosti 170 krónur. Ţetta ćtti ekki ađ koma á óvart. Innkaupaverđ á hvern líter í dag er í kringum 160 krónur. Ţegar viđ greindum ţetta í fyrra var breska pundiđ um ţađ bil ţriđjungi dýrara. Forsenda okkar fyrir ţví ađ bensínverđ yrđi 20 krónum lćgra hjá Costco (ţ.e. hver líter) var byggđ á ţeirri álagningu sem Costco framfylgir í Bretlandi. Álagningin í Bretlandi reiknuđ ţá miđađist viđ töluvert sterkara bresku pundi gagnvart íslensku krónunni. Ţví er í kringum 26-26 króna verđmismunur ekki eitthvađ sem ćtti ađ koma á óvart. Eina óvissan var hvort ađ Costco myndi framfylgja stefnu sinni í Bretlandi á Íslandi. Eitt enn, ţađ er misskilningur ađ Costco geti ekki flutt inn bensín, ţađ eru raunar fáar hömlur fyrir ţví ađ fyrirtćki hefji bensínsölu hérlendis. Benda má á ađ Kaupás hefur veriđ ađ ţreifa fyrir sér í ţeim efnum viđ verslunum Krónunnar.

RÚV fjallar ađeins um ţetta í ţessari frétt - http://www.ruv.is/frett/costco-breytir-verslunarmynstrinu 

Einnig var rćtt viđ mig í fréttatíma varđandi máliđ, fréttin hefst eftir um ţađ bil 5 og hálfa mínútu eftir ađ fréttatími hefst hérna - http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/kvoldfrettir/20170521

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband