Bloggfærslur mánaðarins, september 2018

The Manic Millennium - Áhyggjur og áhyggjuleysi 3

Bókin Ævintýraeyjan eftir Ármann Þorvaldsson er áhugaverð og skemmtileg lesning. Eitt af því sem vakti sérstaka athygli mína við lestur hennar var það hversu litlar áhyggjur hann hafði af ástandinu seint í september árið 2008. Hann var á leið í frí til Feneyja þegar að hann fékk boð um að fresta þeim áformum og koma til baka í vinnu; það væri mikil vandræði í gangi. Þessi kafli lýsir því vel að Ármann var ekki sá eini sem sá ekki storminn sem var að myndast á þeim andartökum.

Þeir sem hafa ekki lesið fyrri tvo kaflanna sem ég birti úr bók minni sem er í bígerð ættu að byrja lesturinn hérna.

Áhyggjur og áhyggjuleysi

Í framhaldi af þessu fer af stað atburðárás sem er óljós í huga mínum. Allir dagar næstu vikuna fara í að hugsa leiðir til að bjarga fallandi banka og undirbúa jarðarför móður minnar; kvöldin fara í að ræða við fólk sem hefur samband við mig til að gera upp fortíðina gagnvart móður minni.  Garðar er þó reglulega að uppfæra mig um stöðuna og hans aðgerðir við að bjarga því sem bjargað verður. Hann er þó frekar einsamall í þeirri vegferð.  Hann hefur mikið fyrir því að ná fundi með Björgvini Sigurðssyni, viðskiptaráðherra, til að gera honum grein fyrir stöðu mála og að snör handtök séu nauðsynleg í að forða sparisjóðunum frá hruni. 

Einn sparisjóðsstjóri á landsbyggðinni sem hefur greiðari aðgang að ráðherranum er að mati Garðars heldur linur við að koma þessum skilaboðum á framfæri.  Hann hafði hitt Björgvin einu sinni en Garðari fannst hann ekki hafa komið neyðarástandinu nægilega vel á framfæri.  Þegar kom í ljós að sparisjóðsstjórinn ætlar að hitta Björgvin aftur kallar Garðar mig á fund niður í stóra fundarherbergið. Garðar biður mig um að koma áhyggjum mínum á framfæri gagnvart sparisjóðsstjóranum. Garðar kynnir mig og segir að þar sem að ég hafi starfað við flest allt sem hægt er að hugsa sér innan sparisjóðakerfisins þá hef ég væntanlega góða hugmynd um ástand mála.  Þó svo að samskipti fólks innan sparisjóðanna væri frekar óformlegt, enda minnti samstarfið stundum á stór fjölskylduboð, þá var svona kynning afar fátíð.

Ég byrja á því að ræða um stöðu mála og að sparisjóðakerfið væri líklegast ekki einungis að glíma við tímabundna lausafjárþröng heldur væri kerfið jafnvel á góðri leið með að verða gjaldþrota ef ekki kæmi til  innspýting nýs fjármagns.  Síðan fjalla ég um nauðsyn þess að fá frá stjórnvöldum nýtt fjármagn og að endurskipuleggja þurfi sparisjóðakerfið frá grunni, helst með hraði.  Þetta eru stór orð sem undir sumum kringumstæðum hefðu sjálfkrafa orðið til  þess að maður hefði  verið látinn taka poka sinn á staðnum.  Undir þessum kringumstæðum vorum við að vonast til þess að þau myndu vekja menn til umhugsunar. 

Viðbrögðin komu á óvart. Hann lítur vart upp frá tölvu sinni og hamast þess í stað við að sinna tölvupósti sínum.  Ég bíð í nokkrar sekúndur eftir viðbrögðum, gefst loks upp og sný við til að labba út úr herberginu. Við það fást loks viðbrögð hjá honum, hann biður mig að snúa við og útskýra málið aftur, hann var ekki að hlusta almennilega.  Eftir að hafa endurtekið mál mitt segist hann ætla að bera þetta undir ráðherra. 

Þessi sparisjóðsstjóri er ekki sá eini sem hefur takmarkaðar áhyggjur af stöðu mála.  Síðar í vikunni dregur Garðar mig aftur niður á fund með öðrum sparisjóðsstjóra.  Ég fer enn einu sinni yfir stöðu mála og segi enn á ný að ég hafi áhyggjur af því að sparisjóðakerfið í heild stæði á svo veikum grunni að það væri í þann mund að bresta.  Eftir að hafa hlustað á mál mitt lítur sparisjóðsstjórinn á mig eins og ég sé ekki með öllum mjalla.  Hann horfir djúpt í augu mín og segir ákveðið að jafnvel þó að allt sparisjóðakerfið yrði gjaldþrota þá muni sparisjóður „hans“ halda velli.  Að þeim orðum sögðum finn ég að andrúmsloftið sé með þeim hætti að skynsamlegt væri að ég færi af fundinum.  Við töluðumst nokkrum sinnum saman eftir Hrunið en aldrei minntist hann einu á orði á þennan fund.  Það leið um það bil hálft ár frá því að hann sagði að allt væri í himna lagi þangað til að hann bað um neyðaraðstoð frá skattborgurum Íslands, sem hann fékk fyrir „sinn“ sparisjóð, sem nú er í meirihlutaeigu ríkisins.

MWM


Endurminningar verðbréfagutta - The Manic Millennium - Slæmt ástand verður verra 2

Þetta er framhald af kaflanum Margboðuð endalok. Ef þú hefur ekki lesið fyrsta hlutann þá er best að byrja lesturinn hérna.

Slæmt ástand verður verra

En ástandið á fjármálamörkuðum heldur áfram að versna og í miðri vikunni kemur annað áfall. Fall bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers hefur víðtækari áhrif á fjármálamarkaði en flestum óraði fyrir og eðlilega versnar ástandið enn frekar á millibankamörkuðum.  Ísland fer ekki varhluta af þessari þróun.  Öll skuldsett fyrirtæki eru komin í enn meiri vandræði.  Cash is King (ísl. peningar eru kóngurinn) hljómar allstaðar en hafði ekki skipt svo miklu máli áratugum saman.   Við Hallgerður, sem vann með mér á millibankaborðinu, höfum miklar áhyggjur af þessu og furðum okkur á því að verið væri að framlengja víxla hjá fyrirtækjum aftur og aftur, oft hjá fyrirtækjum sem við töldum einsýnt væru gjaldþrota.  Við áttum bágt með að skilja þetta og vildum vita hvernig var í pottinn búið.  Við biðjum því Markús um að hitta okkur daginn eftir til að ræða þetta mál. 

Eins og vanalega þegar að verið var að halda fundi um viðkvæm mál er farið í herbergið þar sem Chesterfield sófarnir eru.  Hvar annars  staðar er hægt að véla um viðkvæm fjármál!  Það var frábærlega skipulagt, eins og sambland af stofuherbergi og fundarherbergi á vinnustað.  Við komum okkur vel fyrir og við Hallgerður lýsum yfir áhyggjum og furðu yfir því að verið væri að endurlána fyrirtækjum sem virðast hafa litla möguleika á að geta endurgreitt okkur síðar meir.  Væri ekki nær að bjarga hag Icebank og krefjast endurgreiðslu á lánum á kostnað banka sem sannarlega eru í „liði“ þessa skuldara. 

Þetta „lið“ var að okkar mati þeir skuldarar sem tengdust bönkunum. Bæði þessir skuldarar og bankarnir þrír höfðu vart virt sparisjóðina viðlits allt uppgangstímabilið. Segja má að almennt hafi sparisjóðirnir verið í besta falli hækjur til að koma samningum á. Starfsmenn Sparisjóðs Reykjavíkur voru til að mynda orðnir afar þreyttir á því að oftast þegar þeir komu með hugmyndir um að styrkja verðbréfastarfsemi sjóðsins, þá var þeim einfaldlega komið á framfæri við Kaupþing, sem vann úr þeim og nutu ávaxtanna. Verðbréfasjóðir sparisjóðsins voru til dæmis í raun stýrðir í Kaupþingi, með merki sparisjóðsins einfaldlega smellt framan á kynningarefni hans.

Þetta breytist síðla árs 2007. Sumir starfsmenn innan sparisjóðanna voru ánægðir með þá þróun. Skyndilega voru sparisjóðirnir boðnir á kynningarfundi varðandi fjármögnun. Einn slíkur var í sambandi við fjármögnun FL-Group, sem var þá að breyta nafni sínu í Stoði. Eigendur þess fyrirtækis höfðu lengi haft tengsl við Kaupþing banka en höfðu aðallega treyst á Íslandsbanka síðustu ár, enda krosseignatengsl mikil svo vægt sé til orða tekið. Sumir túlkuðu þetta með þeim hætti að sparisjóðirnir væru nú loks hluti af genginu, en ég ásamt nokkrum öðrum innan Icebank (nafn Sparisjóðabanka Íslands á þeim tíma) túlkuðu þetta einfaldlega sem svo að ástandið væri orðið afar alvarlegt, fyrst þeir yfir höfuð nenntu að tala við okkur.

Markús virðist vera sammála okkur í meginatriðum.  Augljóst er þó að tillögur okkar munu aldrei ná fram að ganga. Hann getur illa útskýrt af hverju, nema það þó að slíkt gæti komið keðjuverkun af stað sem yrði til þess að önnur fyrirtæki og jafnvel bankar færu á hausinn.  Hallgerður verður afar pirruð yfir þessari rökleysu og benti á að þessi fyrirtæki séu hvort sem er gjaldþrota og við ættum að einblína á að lágmarka skaðann fyrir Icebank. Hún bendir til dæmis á að nýlega hafi lán verið framlengt og aukið til Baugs sem hafði skömmu áður gjaldfallið á víxlum.  Bankinn ætti nógu erfitt með að fjármagna sig sjálfur og halda úti þessum lánum, enda þurfti að veðsetja hvern einasta kopp og kirnu í lok dags til að halda honum réttum megin við núllið hjá Seðlabankanum. Niðurstaðan er sú að takmarka slíkar framlengingar en miðað við stöðu mála er í raun ákveðið að halda áfram á sömu braut.  Markús hafði hugsanlega, þegar öllu var á botninum hvolft, rétt fyrir sér; betra væri að framlengja lánin með von um að þetta myndi reddast. 

Vangaveltur um að ruðningsáhrifin gætu verið þau að allt kerfið færi í þrot og Icebank yrði þannig gjaldþrota á augabragði, voru ekki fjarstæðar.  Hvort að Markús hafi sett málið í það samhengi á þeim tíma er erfitt að segja. Sumir innan deildarinnar virtust raunar hafa sáralitla hugmynd um þá áhættu sem fylgdi ástarbréfunum né samhengi þess að ef að einn bankinn færi á hausinn þá væri Icebank sjálfkrafa líka orðinn gjaldþrota.  Ég sjálfur vissi hluta af áhættunni tengd þessum háu lánum til bankanna. Þó gerði ég mér ekki grein fyrir því hversu (risa)stórar upphæðirnar (ég áttaði mig á því skömmu eftir hrun) væru né að engin raunveruleg veð væru á bakvið þeim.

Lánalínur eru í enn meiri frystingu eftir því sem að eftirskjálftar af hruni Lehman Brothers verða augsýnilegri og neyðaraðstoð ríkissjóðs Bandaríkjanna verður stöðugt víðfeðmari.  Það er nánast patt staða komin upp í fjármögnun bankans. Litið er gert hvað viðskipti varðar og  allar eigur bankans, sem hægt er að leggja inn sem veð í Seðlabankann eru komnar þangað.  Verið er að biðja um nokkrar krónur hjá Glitni og Byr þegar á þarf að halda en jafnvel Glitnir er farinn að hætta að veita dagslán en Kaupþing og Landsbankinn hafa varla verið til viðræðu um  slíkt svo mánuðum skiptir. 

Ástandið versnar stöðugt. Eftir hádegismat  fimmtudaginn 19. september  lít ég á daglánavaxtastig á alþjóðlegum mörkuðum (það er hversu mikla vexti bankar rukka fyrir lán til eins dags í senn á milli banka).  Mig rekur í rogastans, vextir hafa farið úr um það bil 1% upp í rúmlega 5% síðan að Lehman Brothers féllu og hafa haldist þar.  Bankar taka, með öðrum orðum, um það bil 4% aukaálag í áhættuþóknun til að lána til annara banka í aðeins 24 klukkutíma!  Ég spyr samstarfsfélaga minn á gjaldeyrisborðinu hvort hann viti af þessu.  Hann svarar því að þetta sýni einfaldlega hversu tregir bankar væru að lána pening, allt traust er horfið og hver og einn banki hugsar um að bjarga sjálfum sér.  Hann virðist þó ekki gera sér grein fyrir því hversu mikilvæg þessi tala væri.  Í mínum huga er þetta ekkert annað en merki þess að sumir bankar séu í þann mund að fara á hausinn.  Fáir í kringum mig virtust deila áhyggjum mínum, enda næstum allir á svæðinu með undir 12 mánaða starfsreynslu. Sá sem hafði mesta reynslu, fyrir utan mig, var búinn að starfa þarna í rúmlega tvö ár.  Þó var þessi hópur að stýra fjármagni sem nam hátt í 300 milljörðum króna, sem samsvaraði stórum hluta efnahagi bankans.

Það var farið að fara um mig og ég rauk niður til Garðars og segi honum frá þessu. Honum er ekki skemmt enda veit hann að þetta hefur strax áhrif á íslenskt bankakerfi.  Ég hafði áður viðrað við hann hugmynd um áætlun til að laga lausafjárstöðu sparisjóðakerfisins, aðgerðaráætlun sem ég var þó farinn að hafa áhyggjur um að dugi ekki lengur til að bjarga því.  Hafandi sjálfur haft lengi áhyggjur af ástandinu, án þess að hafa haft erindi sem erfiði, biður hann mig að skrifa í flýti A4 bréf sem lýsir aðstæðum og aðgerðaráætlun mína.  Ég fer upp á skrifstofu og skrifa eftirfarandi með hraði.  Ég kýs viljandi að leiðrétta ekki slanguryrði og villur.

Sparisjóðir - lausnir

Núverandi staða, stóra og smærri myndin

Verið er að loka lánalínum til Íslands þessa daganna og er líklegt að sú neikvæða þróun haldist fram að áramótum.  Þessi þróun kemur til með að hafa dominó áhrif innan fjármálakerfisins, jafnvel verst hjá sparisjóðum.  Millibankamarkaðurinn er óvirkur og er ástandið á þeim bænum að versna. 

Hluti lausnarinnar á núverandi vandamáli er hagræðing í rekstri sparisjóða.  Jafnvel þó að slíkt yrði frágengið strax í næstu viku skila áhrifin sér of seint í kerfið.  Lausafjárstaðan lagast lítt við það og því þarf að leggja fram áætlun sem tekur bæði viðmið af skammtíma áhrifum og langtíma áhrifum. Miðað við stöðu sparisjóðanna í SPÍ verkefninu í dag tel ég ólíklegt að þeir hafi bolmagn til að kaupa bréfin til baka að ári liðnu; án meiriháttar breytinga tel ég að þeir geti það aldrei.

Staðan í dag er sú að fjármálafyrirtæki eru að fara á hausinn víðsvegar í heiminum.  Fyrirspurnir um hvaða fjármálastofnun megi treysta varðandi sparifé er að stigmagnast að því marki að ein óvarleg frétt hjá fjölmiðlum, sem við stýrum engan veginn, gæti hrundið af stað „run“ á fjármálastofnanir.  Þar sem umræðan hefur verið sérstaklega neikvæð í garð sparisjóða er líklegt að þeir verði fyrst og fremst fyrir barðinu á þeirri framvindu; væru sparisjóðir sem í dag eru í „fínum málum“ ekki undanskildir slíkri árás.

Aðgerðaráætlun

Ljóst er að ekki megi mikið útaf bregða að traust almennings gagnvart sparisjóðum bresti og innstæður hverfi.  Slíkt má alls ekki gerast og þarf að bregðast við strax til að hindra þá þróun.  Með þetta í huga legg ég til að eftirfarandi vinna verði sett af stað samhliða sameiningum sparisjóða.

Íbúðabréf sparisjóða verða að hluta til seld til Íbúðalánasjóðs.  Þessi lán eru þung byrði á sjóðina: a) vextir þeirra eru langtum lægri en fjármögnunarkostnaður íslenskra fjármálafyrirtækja, sem þýðir að þessi útlán veita neikvæða ávöxtun. b)  Með stöðugt lækkandi eignahlið þá versnar CAD hlutfallið.

Með þessu fæst aukið fjármagn í kerfið strax í dag sem lagar lausafjárstöðuna.  Þau rök að sparisjóðir fái að kaupa bréfin aftur síðar meir eru hreinlega ekki til staðar og betra er að horfast í augu við það strax.  

Þessi aðferð hefur verið notuð í Bandaríkjunum nú nýverið í mismunandi formum.  Innlán eins banka voru yfirtekin af öðrum stærri banka og ríkið fékk á móti útlánasafn þess.  Í gær voru áætlanir ríkisins í Bandaríkjunum kynntar á þann veg að sérstök stofnun yrði sett á laggirnar með það fyrir augum að flytja vandræðaútlán, fyrst og fremst fasteignalán, úr bókum fjármálafyrirtækja.   Þetta er sjálfssagt gert til að flýta ferlinum í stað þess að glíma við eina fjármálastofnun í einu.

Íbúðalánasjóður gæti verið þessi stofnun hérlendis, sem hreinlega kaupir útlánin og lagar þannig skammtímafjármögnunarþörf fjármálafyrirtækja.  Annar möguleiki væri að lífeyrissjóðir keyptu hluta útlána en gallinn við slíka útfærslu er að slíkt tekur tíma og væri frekar seinni tíma aðgerð.

Verði beðið með þetta gæti sú staða komið upp að „nauðungarsölur“ verði nauðsynlegar og eigið fé horfið.

Tímarammi

ASAP – þetta þarf að gerast nánast á einni nóttu og er spurning hvort ekki eigi að klára þetta næstu helgi.  Best væri að tilkynna þetta nánast samtímis samruna sparisjóða.  Það ætti að tryggja traust almennings hérlendis og erlendra fjármálastofnanna.   Sögulega hafa ofangreindar aðgerðir verið merki um veikleika, í dag eru þetta merki um að verið sé að taka á málunum með fyrirbyggjandi aðgerðum áður en það er of seint.  

Þetta eru ekki góðir kostir.  Af nokkrum slæmum kostum tel ég þessa vera þó besta.

Mér vannst vel enda var ég búinn að vera að velta þessu mikið fyrir mér. Uppkastið var  tilbúið um klukkan fjögur síðdegis.  Á þeim tíma var vinna í gangi varðandi stofnun eignarhaldsfélags á íbúðalánum þriggja  sparisjóða sem lögðu fram veð gegn greiðslu frá Seðlabankanum til að laga lausafjárstöðuna.  Ég hafði haft áhyggjur í nokkra mánuði að slíkt dyggði ekki til og var nú að verða sannfærður um það.  Hugmyndin að því að fá Íbúðalánasjóð til að einfaldlega kaupa lánin er ekki alveg ný af nálinni. Sjóðurinn var búinn að kaupa íbúðalán af sparisjóðum í nokkur ár (svolítið sem ég svo sem aldrei skildi).  Að gera slíkt með flýti er hins vegar uppfærð aðgerð sem Bandaríkjastjórn hafði gert varðandi banka í suður-ríkjum landsins sem heitir Regions Financial og lánar helst til smárra fyrirtækja og húsnæðiseigenda.  Hér er verið að staðfæra þá hugmynd sem hafði raunar farið afar hljótt um.

Í hasti kalla ég Markús og starfsmann millibankaviðskipta á fund til mín.  Þeir virðast ekki hreinlega skilja hvað sé að eiga sér stað og yppta einfaldlega öxlum með svipuð svör um að ástandið væri slæmt.  Hallgerður vill gera eitthvað strax og ítrekar að við séum með slatta af útistandi víxlum sem líklegast verða aldrei endurgreiddir.  Fundur lognast út af án niðurstöðu.  Ég bið Ara um að koma í flýti og segi honum að ég hafi samið þetta í samráði við Garðar, sem telur að kerfið sé í þann mund að hrynja, það þurfi að gera eitthvað strax.  Hann les yfir blaðið, leggur það frá sér og lítur fjarrænt fram fyrir sig í nokkrar sekúndur.  Að lokum  stendur hann upp með sama svip og segir að ég megi svo sem gera það sem mér sýnist í þessu. Það sé í lagi að vinna þetta með Garðari, við hefðum unnið vel saman í fortíðinni og hann óski mér velfarnaðar í  málinu.

Lausn að vandanum er í mínum huga augljóslega ekki við það að fæðast innan Icebank.  Ég hringi í Garðar sem biður mig að hlaupa niður á bílastæði og láta sig hafa eintak af samantektinni, hann sé á leið á fund í Íbúðalánasjóð til að ræða stöðuna og vilji þetta plagg til að fara betur undirbúinn varðandi þessi atriði, gott sé að hafa eitthvað í hendi.  Mér líður eins og verið sé að koma með örvæntingarfulla áætlun í keppnisleik þar sem að ný og djörf hugsun væri nauðsynleg til að bjarga liðinu frá tapi.  Í þessu dæmi er þó ekki að ræða einn leik heldur framtíð sparisjóðakerfisins í heild sinni.  Ég hleyp, í orðsins fyllstu merkingu, niður á bílastæði þar sem að Garðar bíður áfjáður eftir mér og fer hratt yfir helstu atriðin í samantekt minni með honum.  Hann hlustar einbeittur á svip, grípur blaðið og arkar út í bíl með áhyggjur sínar og þetta skjal að vopni til að koma af stað björgunaraðgerðum fyrir sparisjóðina.

 


Endurminningar verðbréfagutta - The Manic Millennium - Margboðuð endalok 1

Það eru 10 ár síðan að fjármálakerfi heimsins hrundi. Þetta tímabil hafði gríðarlega mikil áhrif á mig sem og marga Íslendinga. Munurinn á milli mín og flestra er að ég hafði haft áhyggjur af því að illa færi í töluverðan tíma. Ég bjóst ekki við að allt fjármálakerfi Íslands myndi hrynja en ég bjóst við miklu hruni. Stór ástæða þess var sú að ég hafði lesið mikið varðandi sögu fjármálahruna árin áður. Ég sagði konu minni árið 2005 að það væri skelfilegt hversu mörg teikn væru á lofti sem svipuðu til alls þess sem ég las varðandi sögulegar fjármálabólur. Á þeim tíma var ég í mastersnámi í HÍ og var ég þá þegar búinn að ákveða að lokaritgerð mín yrði um hrunið á Íslandi. Ég fékk meiri efnivið en ég bjóst þá við.

Það skal játast að sumarið 2007 var ég farinn að setja spurningarmerki varðandi áhyggjur mínar. Hagnaður bankanna var svo mikill að kannski hafði ég bara rangt fyrir mér.

Sú skoðun breytist skjótt síðla árs 2007. Margt af því sem ég sá að væri í gangi gaf vísbendingar um að afar lítið þyrfti að eiga sér stað til að fjármálakerfi Íslands lenti í miklum þrengingum. Mér er það afar minnisstætt þegar ég flutti fyrirlestur varðandi fjármálalífið á Íslandi fyrir vini mína í Rótarýklúbbnum Straumi í Hafnarfirði rétt fyrir jólin árið 2007. Fyrirlesturinn átti að vera á léttum nótum varðandi fjármálalíf Íslands en áður en ég vissi af var ég búinn að spá eldi og brennistein næstu mánuðina. Agndofa vinir mínir vissu vart hvað væri í gangi og héldu væntanlega margir að ég væri ekki með öllum mjalla.

Eitt af helstu einkennum bóla er nefnilega að fáir vara við hættuna á þeim tímum. Þeir sem gera slíkt fara að líta út fyrir að vera strákurinn sem kallaði úlfur og það er ekki gaman. Hið sama átti við um mig en Rótarý kynningin var eiginlega hálfgert slys af minni hálfu; ég hreinlega komst í ham. Síðustu 10 ár hafa margir varað við að bóla væri að myndast. Sjálfur fer ég ekki að hafa miklar áhyggjur af slíku fyrr en að fáir vari við slíku. Sagan segir að slíkt gæti farið að gerast eftir 10 ár.

Ég ætlaði eitt sinn að skrifa nokkurs konar æviminningar um upplifun mína varðandi tímabilið fyrir hruninu. Almennt hef ég í fræðilegum greinum skilgreint það sem The Manic Millennium. Sú áætlun hefur breyst að ákveðnu leyti. Í farvatninu er bók er fjallar um ýmsa þætti sem hafa ekki komið fram varðandi undanfara hrunsins. Að mínu mati hefur ýmislegt aldrei komið almennilega fram, þrátt fyrir þykka doðranta sem fjölluðu um allt á milli himins og jarðar en voru meira skýrslur frekar en greiningar. Bókin mun tvinna saman þá þætti sem mér finnst að vanti illilega til að fólk átti sig virkilega á því hvað átti sér stað og einnig upplifun mína af þessu tímabili.

Hér að neðan hefst hluti bókarinnar þar sem að ég hef skrásett mína upplifun af tímabilinu sem hófst fyrir áratug síðan. Sumt af því er afar persónulegt. Ég bæti síðan við á næstu dögum næstu skrif í samræmi við tímaröðina sem átti sér stað fyrir 10 árum síðan. Rétt er að taka það fram að þetta er ekki nauðsynlega endanleg útgáfa af þessum hluta bókarinnar. Sum nöfn fólks eru breytt en í sumum tilvikum er augljóst um hverja sé að ræða. 

MWM

Margboðuð endalok

Laugardagurinn 13. september 2008 verður alltaf öðruvísi en flestir aðrir dagar.  Móðir mín hafði eftir miklar fortölur loksins látið til leiðast að skrá sig í áfengismeðferð.  Hún hafði fylgt  kærasta sínum til grafar  nokkrum dögum áður og var því sjálfsagt meðvituð um að hún væri á góðri leið með að fara sömu leið ef ekki yrði  gripið í taumanna.  Hún bað mig að skutla sér inn á Vog og bauð vinkona mín fram aðstoð sína með því að koma með mér þó svo við værum að fara snemma á laugardagsmorgni.

Það ríkti  undarleg þögn þegar við komum.  Hún magnaðist þegar við hringdum á dyrabjölluna og ekki var svarað  Eftir að hafa barið í glugga og hurð á framhlið hússins  ákváðum við að athuga málið fyrir aftan hús.  Hvorugt okkar sagði orð en við hugsum hið sama.  Það er rifa á glugganum í svefnherberginu, ég príla inn um hann og hleypi vinkonu minni inn.  Hún fer á undan mér í átt að eldhúsinu en ég fer að leita í vinnuherbergi við hlið svefnherbergsins. Nokkrum andartökum síðar segir hún „Már“ með tóni sem segir mér að verstu hugsanir okkar reyndust vera réttar.  Móðir mín var látin.

Það sem ég vissi ekki var að á sama tíma var upphaf þess sem kerfis sem ég (ásamt auðvitað mörgum öðrum) hafði lagt meira en áratug í að byggja upp í þann mund að hrynja.  Langt ferli sem að lokum leiddi til falls Lehman Brothers var að magnast hratt í New York þessa sömu helgi.  Margir höfðu í nokkurn tíma vitað í hvað stefndi en ekki viljað horfast í augu við hið augljósa.

Mánudaginn eftir mætti ég í vinnuna.  Samstarfsfólk mitt átti eðlilega erfitt með að skilja af hverju ég væri á svæðinu.  Forstjórinn, Ari, dró mig á fund til að segja mér að það væri í lagi að ég tæki mér nokkra daga frí.  Ég benti honum á að ástandið væri það slæmt að viðvera mín væri nauðsynleg.  Einhverra hluta vegna taldi ég að nærvera mín gæti skipt einhverju máli. Ari horfði á mig í svolitla stund og sagði svo að hann skildi engu að síður vel ef ég kysi að taka mér frí í einhverja daga; ég þyrfti ekki að tala sérstaklega við hann, eitt símtal við starfsmannastjórann og málið væri afgreitt. 

Undarlegast var þó að segja fólki frá fráfalli mömmu og fást við að koma dánartilkynningum til skila samhliða því að vinna í að halda bankanum á floti.  Það var undarlegt að hugsa til þess að Sparisjóðabanki Íslands, sem nýlega var endurskírður Icebank í takti við almenna útrás bankanna á þenslu árunum, stæði á þvílíkum brauðfótum, hafandi verið stoð og stytta sparisjóðanna í yfir tvo áratugi.

Slæmt ástand verður verra

En ástandið á fjármálamörkuðum heldur áfram að versna og í miðri vikunni kemur annað áfall. Fall bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers hefur víðtækari áhrif á fjármálamarkaði en flestum óraði fyrir og eðlilega versnar ástandið enn frekar á millibankamörkuðum.  Ísland fer ekki varhluta af þessari þróun.  Öll skuldsett fyrirtæki eru komin í enn meiri vandræði.  Cash is King (ísl. peningar eru kóngurinn) hljómar allstaðar en hafði ekki skipt svo miklu máli áratugum saman.   Við Hallgerður, sem vann með mér á millibankaborðinu, höfum miklar áhyggjur af þessu og furðum okkur á því að verið væri að framlengja víxla hjá fyrirtækjum aftur og aftur, oft hjá fyrirtækjum sem við töldum einsýnt væru gjaldþrota.  Við áttum bágt með að skilja þetta og vildum vita hvernig var í pottinn búið.  Við biðjum því Markús um að hitta okkur daginn eftir til að ræða þetta mál. 

Eins og vanalega þegar að verið var að halda fundi um viðkvæm mál er farið í herbergið þar sem Chesterfield sófarnir eru.  Hvar annars  staðar er hægt að véla um viðkvæm fjármál!  Það var frábærlega skipulagt, eins og sambland af stofuherbergi og fundarherbergi á vinnustað.  Við komum okkur vel fyrir og við Hallgerður lýsum yfir áhyggjum og furðu yfir því að verið væri að endurlána fyrirtækjum sem virðast hafa litla möguleika á að geta endurgreitt okkur síðar meir.  Væri ekki nær að bjarga hag Icebank og krefjast endurgreiðslu á lánum á kostnað banka sem sannarlega eru í „liði“ þessa skuldara. 

Þetta „lið“ var að okkar mati þeir skuldarar sem tengdust bönkunum. Bæði þessir skuldarar og bankarnir þrír höfðu vart virt sparisjóðina viðlits allt uppgangstímabilið. Segja má að almennt hafi sparisjóðirnir verið í besta falli hækjur til að koma samningum á. Starfsmenn Sparisjóðs Reykjavíkur voru til að mynda orðnir afar þreyttir á því að oftast þegar þeir komu með hugmyndir um að styrkja verðbréfastarfsemi sjóðsins, þá var þeim einfaldlega komið á framfæri við Kaupþing, sem vann úr þeim og nutu ávaxtanna. Verðbréfasjóðir sparisjóðsins voru til dæmis í raun stýrðir í Kaupþingi, með merki sparisjóðsins einfaldlega smellt framan á kynningarefni hans.

Þetta breytist síðla árs 2007. Sumir starfsmenn innan sparisjóðanna voru ánægðir með þá þróun. Skyndilega voru sparisjóðirnir boðnir á kynningarfundi varðandi fjármögnun. Einn slíkur var í sambandi við fjármögnun FL-Group, sem var þá að breyta nafni sínu í Stoði. Eigendur þess fyrirtækis höfðu lengi haft tengsl við Kaupþing banka en höfðu aðallega treyst á Íslandsbanka síðustu ár, enda krosseignatengsl mikil svo vægt sé til orða tekið. Sumir túlkuðu þetta með þeim hætti að sparisjóðirnir væru nú loks hluti af genginu, en ég ásamt nokkrum öðrum innan Icebank (nafn Sparisjóðabanka Íslands á þeim tíma) túlkuðu þetta einfaldlega sem svo að ástandið væri orðið afar alvarlegt, fyrst þeir yfir höfuð nenntu að tala við okkur.

Markús virðist vera sammála okkur í meginatriðum.  Augljóst er þó að tillögur okkar munu aldrei ná fram að ganga. Hann getur illa útskýrt af hverju, nema það þó að slíkt gæti komið keðjuverkun af stað sem yrði til þess að önnur fyrirtæki og jafnvel bankar færu á hausinn.  Hallgerður verður afar pirruð yfir þessari rökleysu og benti á að þessi fyrirtæki séu hvort sem er gjaldþrota og við ættum að einblína á að lágmarka skaðann fyrir Icebank. Hún bendir til dæmis á að nýlega hafi lán verið framlengt og aukið til Baugs sem hafði skömmu áður gjaldfallið á víxlum.  Bankinn ætti nógu erfitt með að fjármagna sig sjálfur og halda úti þessum lánum, enda þurfti að veðsetja hvern einasta kopp og kirnu í lok dags til að halda honum réttum megin við núllið hjá Seðlabankanum. Niðurstaðan er sú að takmarka slíkar framlengingar en miðað við stöðu mála er í raun ákveðið að halda áfram á sömu braut.  Markús hafði hugsanlega, þegar öllu var á botninum hvolft, rétt fyrir sér; betra væri að framlengja lánin með von um að þetta myndi reddast. 

Vangaveltur um að ruðningsáhrifin gætu verið þau að allt kerfið færi í þrot og Icebank yrði þannig gjaldþrota á augabragði, voru ekki fjarstæðar.  Hvort að Markús hafi sett málið í það samhengi á þeim tíma er erfitt að segja. Sumir innan deildarinnar virtust raunar hafa sáralitla hugmynd um þá áhættu sem fylgdi ástarbréfunum né samhengi þess að ef að einn bankinn færi á hausinn þá væri Icebank sjálfkrafa líka orðinn gjaldþrota.  Ég sjálfur vissi hluta af áhættunni tengd þessum háu lánum til bankanna. Þó gerði ég mér ekki grein fyrir því hversu (risa)stórar upphæðirnar (ég áttaði mig á því skömmu eftir hrun) væru né að engin raunveruleg veð væru á bakvið þeim.

Lánalínur eru í enn meiri frystingu eftir því sem að eftirskjálftar af hruni Lehman Brothers verða augsýnilegri og neyðaraðstoð ríkissjóðs Bandaríkjanna verður stöðugt víðfeðmari.  Það er nánast patt staða komin upp í fjármögnun bankans. Litið er gert hvað viðskipti varðar og  allar eigur bankans, sem hægt er að leggja inn sem veð í Seðlabankann eru komnar þangað.  Verið er að biðja um nokkrar krónur hjá Glitni og Byr þegar á þarf að halda en jafnvel Glitnir er farinn að hætta að veita dagslán en Kaupþing og Landsbankinn hafa varla verið til viðræðu um  slíkt svo mánuðum skiptir. 

Ástandið versnar stöðugt. Eftir hádegismat  fimmtudaginn 19. september  lít ég á daglánavaxtastig á alþjóðlegum mörkuðum (það er hversu mikla vexti bankar rukka fyrir lán til eins dags í senn á milli banka).  Mig rekur í rogastans, vextir hafa farið úr um það bil 1% upp í rúmlega 5% síðan að Lehman Brothers féllu og hafa haldist þar.  Bankar taka, með öðrum orðum, um það bil 4% aukaálag í áhættuþóknun til að lána til annara banka í aðeins 24 klukkutíma!  Ég spyr samstarfsfélaga minn á gjaldeyrisborðinu hvort hann viti af þessu.  Hann svarar því að þetta sýni einfaldlega hversu tregir bankar væru að lána pening, allt traust er horfið og hver og einn banki hugsar um að bjarga sjálfum sér.  Hann virðist þó ekki gera sér grein fyrir því hversu mikilvæg þessi tala væri.  Í mínum huga er þetta ekkert annað en merki þess að sumir bankar séu í þann mund að fara á hausinn.  Fáir í kringum mig virtust deila áhyggjum mínum, enda næstum allir á svæðinu með undir 12 mánaða starfsreynslu. Sá sem hafði mesta reynslu, fyrir utan mig, var búinn að starfa þarna í rúmlega tvö ár.  Þó var þessi hópur að stýra fjármagni sem nam hátt í 300 milljörðum króna, sem samsvaraði stórum hluta efnahagi bankans.

Það var farið að fara um mig og ég rauk niður til Garðars og segi honum frá þessu. Honum er ekki skemmt enda veit hann að þetta hefur strax áhrif á íslenskt bankakerfi.  Ég hafði áður viðrað við hann hugmynd um áætlun til að laga lausafjárstöðu sparisjóðakerfisins, aðgerðaráætlun sem ég var þó farinn að hafa áhyggjur um að dugi ekki lengur til að bjarga því.  Hafandi sjálfur haft lengi áhyggjur af ástandinu, án þess að hafa haft erindi sem erfiði, biður hann mig að skrifa í flýti A4 bréf sem lýsir aðstæðum og aðgerðaráætlun mína.  Ég fer upp á skrifstofu og skrifa eftirfarandi með hraði.  Ég kýs viljandi að leiðrétta ekki slanguryrði og villur.

Sparisjóðir - lausnir

Núverandi staða, stóra og smærri myndin

Verið er að loka lánalínum til Íslands þessa daganna og er líklegt að sú neikvæða þróun haldist fram að áramótum.  Þessi þróun kemur til með að hafa dominó áhrif innan fjármálakerfisins, jafnvel verst hjá sparisjóðum.  Millibankamarkaðurinn er óvirkur og er ástandið á þeim bænum að versna. 

Hluti lausnarinnar á núverandi vandamáli er hagræðing í rekstri sparisjóða.  Jafnvel þó að slíkt yrði frágengið strax í næstu viku skila áhrifin sér of seint í kerfið.  Lausafjárstaðan lagast lítt við það og því þarf að leggja fram áætlun sem tekur bæði viðmið af skammtíma áhrifum og langtíma áhrifum. Miðað við stöðu sparisjóðanna í SPÍ verkefninu í dag tel ég ólíklegt að þeir hafi bolmagn til að kaupa bréfin til baka að ári liðnu; án meiriháttar breytinga tel ég að þeir geti það aldrei.

Staðan í dag er sú að fjármálafyrirtæki eru að fara á hausinn víðsvegar í heiminum.  Fyrirspurnir um hvaða fjármálastofnun megi treysta varðandi sparifé er að stigmagnast að því marki að ein óvarleg frétt hjá fjölmiðlum, sem við stýrum engan veginn, gæti hrundið af stað „run“ á fjármálastofnanir.  Þar sem umræðan hefur verið sérstaklega neikvæð í garð sparisjóða er líklegt að þeir verði fyrst og fremst fyrir barðinu á þeirri framvindu; væru sparisjóðir sem í dag eru í „fínum málum“ ekki undanskildir slíkri árás.

Aðgerðaráætlun

Ljóst er að ekki megi mikið útaf bregða að traust almennings gagnvart sparisjóðum bresti og innstæður hverfi.  Slíkt má alls ekki gerast og þarf að bregðast við strax til að hindra þá þróun.  Með þetta í huga legg ég til að eftirfarandi vinna verði sett af stað samhliða sameiningum sparisjóða.

Íbúðabréf sparisjóða verða að hluta til seld til Íbúðalánasjóðs.  Þessi lán eru þung byrði á sjóðina: a) vextir þeirra eru langtum lægri en fjármögnunarkostnaður íslenskra fjármálafyrirtækja, sem þýðir að þessi útlán veita neikvæða ávöxtun. b)  Með stöðugt lækkandi eignahlið þá versnar CAD hlutfallið.

Með þessu fæst aukið fjármagn í kerfið strax í dag sem lagar lausafjárstöðuna.  Þau rök að sparisjóðir fái að kaupa bréfin aftur síðar meir eru hreinlega ekki til staðar og betra er að horfast í augu við það strax.  

Þessi aðferð hefur verið notuð í Bandaríkjunum nú nýverið í mismunandi formum.  Innlán eins banka voru yfirtekin af öðrum stærri banka og ríkið fékk á móti útlánasafn þess.  Í gær voru áætlanir ríkisins í Bandaríkjunum kynntar á þann veg að sérstök stofnun yrði sett á laggirnar með það fyrir augum að flytja vandræðaútlán, fyrst og fremst fasteignalán, úr bókum fjármálafyrirtækja.   Þetta er sjálfssagt gert til að flýta ferlinum í stað þess að glíma við eina fjármálastofnun í einu.

Íbúðalánasjóður gæti verið þessi stofnun hérlendis, sem hreinlega kaupir útlánin og lagar þannig skammtímafjármögnunarþörf fjármálafyrirtækja.  Annar möguleiki væri að lífeyrissjóðir keyptu hluta útlána en gallinn við slíka útfærslu er að slíkt tekur tíma og væri frekar seinni tíma aðgerð.

Verði beðið með þetta gæti sú staða komið upp að „nauðungarsölur“ verði nauðsynlegar og eigið fé horfið.

Tímarammi

ASAP – þetta þarf að gerast nánast á einni nóttu og er spurning hvort ekki eigi að klára þetta næstu helgi.  Best væri að tilkynna þetta nánast samtímis samruna sparisjóða.  Það ætti að tryggja traust almennings hérlendis og erlendra fjármálastofnanna.   Sögulega hafa ofangreindar aðgerðir verið merki um veikleika, í dag eru þetta merki um að verið sé að taka á málunum með fyrirbyggjandi aðgerðum áður en það er of seint.  

Þetta eru ekki góðir kostir.  Af nokkrum slæmum kostum tel ég þessa vera þó besta.

Mér vannst vel enda var ég búinn að vera að velta þessu mikið fyrir mér. Uppkastið var  tilbúið um klukkan fjögur síðdegis.  Á þeim tíma var vinna í gangi varðandi stofnun eignarhaldsfélags á íbúðalánum þriggja  sparisjóða sem lögðu fram veð gegn greiðslu frá Seðlabankanum til að laga lausafjárstöðuna.  Ég hafði haft áhyggjur í nokkra mánuði að slíkt dyggði ekki til og var nú að verða sannfærður um það.  Hugmyndin að því að fá Íbúðalánasjóð til að einfaldlega kaupa lánin er ekki alveg ný af nálinni. Sjóðurinn var búinn að kaupa íbúðalán af sparisjóðum í nokkur ár (svolítið sem ég svo sem aldrei skildi).  Að gera slíkt með flýti er hins vegar uppfærð aðgerð sem Bandaríkjastjórn hafði gert varðandi banka í suður-ríkjum landsins sem heitir Regions Financial og lánar helst til smárra fyrirtækja og húsnæðiseigenda.  Hér er verið að staðfæra þá hugmynd sem hafði raunar farið afar hljótt um.

Í hasti kalla ég Markús og starfsmann millibankaviðskipta á fund til mín.  Þeir virðast ekki hreinlega skilja hvað sé að eiga sér stað og yppta einfaldlega öxlum með svipuð svör um að ástandið væri slæmt.  Hallgerður vill gera eitthvað strax og ítrekar að við séum með slatta af útistandi víxlum sem líklegast verða aldrei endurgreiddir.  Fundur lognast út af án niðurstöðu.  Ég bið Ara um að koma í flýti og segi honum að ég hafi samið þetta í samráði við Garðar, sem telur að kerfið sé í þann mund að hrynja, það þurfi að gera eitthvað strax.  Hann les yfir blaðið, leggur það frá sér og lítur fjarrænt fram fyrir sig í nokkrar sekúndur.  Að lokum  stendur hann upp með sama svip og segir að ég megi svo sem gera það sem mér sýnist í þessu. Það sé í lagi að vinna þetta með Garðari, við hefðum unnið vel saman í fortíðinni og hann óski mér velfarnaðar í  málinu.

Lausn að vandanum er í mínum huga augljóslega ekki við það að fæðast innan Icebank.  Ég hringi í Garðar sem biður mig að hlaupa niður á bílastæði og láta sig hafa eintak af samantektinni, hann sé á leið á fund í Íbúðalánasjóð til að ræða stöðuna og vilji þetta plagg til að fara betur undirbúinn varðandi þessi atriði, gott sé að hafa eitthvað í hendi.  Mér líður eins og verið sé að koma með örvæntingarfulla áætlun í keppnisleik þar sem að ný og djörf hugsun væri nauðsynleg til að bjarga liðinu frá tapi.  Í þessu dæmi er þó ekki að ræða einn leik heldur framtíð sparisjóðakerfisins í heild sinni.  Ég hleyp, í orðsins fyllstu merkingu, niður á bílastæði þar sem að Garðar bíður áfjáður eftir mér og fer hratt yfir helstu atriðin í samantekt minni með honum.  Hann hlustar einbeittur á svip, grípur blaðið og arkar út í bíl með áhyggjur sínar og þetta skjal að vopni til að koma af stað björgunaraðgerðum fyrir sparisjóðina.

Áhyggjur og áhyggjuleysi

Í framhaldi af þessu fer af stað atburðárás sem er óljós í huga mínum. Allir dagar næstu vikuna fara í að hugsa leiðir til að bjarga fallandi banka og undirbúa jarðarför móður minnar; kvöldin fara í að ræða við fólk sem hefur samband við mig til að gera upp fortíðina gagnvart móður minni.  Garðar er þó reglulega að uppfæra mig um stöðuna og hans aðgerðir við að bjarga því sem bjargað verður. Hann er þó frekar einsamall í þeirri vegferð.  Hann hefur mikið fyrir því að ná fundi með Björgvini Sigurðssyni, viðskiptaráðherra, til að gera honum grein fyrir stöðu mála og að snör handtök séu nauðsynleg í að forða sparisjóðunum frá hruni. 

Einn sparisjóðsstjóri á landsbyggðinni sem hefur greiðari aðgang að ráðherranum er að mati Garðars heldur linur við að koma þessum skilaboðum á framfæri.  Hann hafði hitt Björgvin einu sinni en Garðari fannst hann ekki hafa komið neyðarástandinu nægilega vel á framfæri.  Þegar kom í ljós að sparisjóðsstjórinn ætlar að hitta Björgvin aftur kallar Garðar mig á fund niður í stóra fundarherbergið. Garðar biður mig um að koma áhyggjum mínum á framfæri gagnvart sparisjóðsstjóranum. Garðar kynnir mig og segir að þar sem að ég hafi starfað við flest allt sem hægt er að hugsa sér innan sparisjóðakerfisins þá hef ég væntanlega góða hugmynd um ástand mála.  Þó svo að samskipti fólks innan sparisjóðanna væri frekar óformlegt, enda minnti samstarfið stundum á stór fjölskylduboð, þá var svona kynning afar fátíð.

Ég byrja á því að ræða um stöðu mála og að sparisjóðakerfið væri líklegast ekki einungis að glíma við tímabundna lausafjárþröng heldur væri kerfið jafnvel á góðri leið með að verða gjaldþrota ef ekki kæmi til  innspýting nýs fjármagns.  Síðan fjalla ég um nauðsyn þess að fá frá stjórnvöldum nýtt fjármagn og að endurskipuleggja þurfi sparisjóðakerfið frá grunni, helst með hraði.  Þetta eru stór orð sem undir sumum kringumstæðum hefðu sjálfkrafa orðið til  þess að maður hefði  verið látinn taka poka sinn á staðnum.  Undir þessum kringumstæðum vorum við að vonast til þess að þau myndu vekja menn til umhugsunar. 

Viðbrögðin komu á óvart. Hann lítur vart upp frá tölvu sinni og hamast þess í stað við að sinna tölvupósti sínum.  Ég bíð í nokkrar sekúndur eftir viðbrögðum, gefst loks upp og sný við til að labba út úr herberginu. Við það fást loks viðbrögð hjá honum, hann biður mig að snúa við og útskýra málið aftur, hann var ekki að hlusta almennilega.  Eftir að hafa endurtekið mál mitt segist hann ætla að bera þetta undir ráðherra. 

Þessi sparisjóðsstjóri er ekki sá eini sem hefur takmarkaðar áhyggjur af stöðu mála.  Síðar í vikunni dregur Garðar mig aftur niður á fund með öðrum sparisjóðsstjóra.  Ég fer enn einu sinni yfir stöðu mála og segi enn á ný að ég hafi áhyggjur af því að sparisjóðakerfið í heild stæði á svo veikum grunni að það væri í þann mund að bresta.  Eftir að hafa hlustað á mál mitt lítur sparisjóðsstjórinn á mig eins og ég sé ekki með öllum mjalla.  Hann horfir djúpt í augu mín og segir ákveðið að jafnvel þó að allt sparisjóðakerfið yrði gjaldþrota þá muni sparisjóður „hans“ halda velli.  Að þeim orðum sögðum finn ég að andrúmsloftið sé með þeim hætti að skynsamlegt væri að ég færi af fundinum.  Við töluðumst nokkrum sinnum saman eftir Hrunið en aldrei minntist hann einu á orði á þennan fund.  Það leið um það bil hálft ár frá því að hann sagði að allt væri í himna lagi þangað til að hann bað um neyðaraðstoð frá skattborgurum Íslands, sem hann fékk fyrir „sinn“ sparisjóð, sem nú er í meirihlutaeigu ríkisins.

Brestir myndast

Ég hitti kunningja minn, Anton, á 101 Hóteli daginn eftir. Hann segir mér að fólk í Landsbankanum sé farið að hafa áhyggjur.  Það eru þó ekki tölurnar einar sem valda þeim heldur  látbragð og hegðun stjórnenda bankans.  Helstu fundarherbergi eru opin svæði niðri í Landsbanka; í stað veggja eru einungis gluggar.  Fólk tekur eftir því að fundir helstu stjórnenda eru allt annað en glaðlegir; látbragð þeirra ber þess öll merki að verið sé að ræða afar alvarleg málefni.  Anton hefur rætt við ákveðinn yfirmann bankans og spurt hvort allt væri í lagi og fær undarleg svör.  Hann virðist meta stöðuna svo að staðan hafi sjaldan eða aldrei verið betri, þetta sé einfaldlega tímabundin vandræði vegna lausafjárkrísu á alþjóðlegum mörkuðum.  Anton virðist trúa þessu en spyr mig engu að síður hvað mér finnist.  Ég segi honum frá áhyggjum mínum í grófum dráttum, að lausafjárkrísan sé erfið og þeim fjölgi ört sem sé að lenda í vandræði vegna erlendra lána.  Hann er á báðum áttum en þó farinn að setja spurningamerki við ýmislegt.  Hann bendir á að skýrsla Fjármálaeftirlitsins (FME) frá því í ágúst um stöðugleika bankanna gefi til kynna að allt væri í góðum málum svo ef til vill séu áhyggjurnar í lausu lofti gripnar.  Hann auk þess trúi því vart að verið væri að ljúga beint upp í opið geðið á honum.  Það kom á daginn að það var einmitt það sem gerst hafði.

Á meðan að Garðar er á kafi í að mynda skjaldborg í kringum sparisjóðina er ég önnum kafinn við mál sem snúa að jarðarför móður minnar.  Þeim fjölgar þó ört innan Icebank sem skynja að staðan er að breytast frá því að vera yfir erfið í að verða grafalvarleg.  Daginn eftir að sparisjóðsstjórinn staðhæfði að allt væri í himna lagi dregur Bjarni mig inn í Chesterfield stofuna.  Spennan innan bankans var að aukast.  Ein maður á gjaldeyrisborðinu hafði rétt áður hrópað yfir borðið að Deutsche Bank hafi ekki einungis hætt lánveitingum til Icebank heldur til Íslands, punktur.  Bjarni segir að það rigni yfir sig símtölum frá útlendingum sem hafi áhyggjur af stöðu mála.  Þeir vilji gjarnan fá pening sem þeir höfðu lánað til Icebank til baka en gjaldfærni bankans sé kominn á það þunnan ís að þeir viti að það sé ekki hægt; með því að taka smá pening til baka gæti það skapað ruðningsáhrif og að bankinn færi á hausinn.  Við tölum um að líklegast væru sjóðir í anda George Soros, þekktur fjárfestir sem felldi meðal annars breska pundið árið 1992, að veðja á falli krónunnar sem er að veikjast hratt.  Millibankamarkaðurinn hefur verið lengi óvirkur en nú lánaði ekki einu sinni Glitnir lengur og því fokið í flest skjól.  Við finnum spennuna í loftinu og furðum okkur á því hversu lítið væri gert í stöðunni og spyrjum okkur hvort ef til vill sé hreinlega ekkert lengur hægt að gera á þeim tímapunkti.  Það sem okkur þykir þó merkilegast er hversu fáir, jafnvel innan bankans, virtust hafa áhyggjur af stöðu mála.  Tveimur dögum síðar var Bjarni látinn fara frá bankanum.

Mánudagurinn 29. september gat heldur ekki orðið annað en eftirminnilegur en þennan dag var móðir mín jarðsungin.  Þetta var eini dagurinn sem ég tók mér frí frá vinnu sökum andláts hennar.  Síminn hringir klukkan 9.25.  Það er Hallgerður sem byrjar á því að afsaka sig að hringja þennan dag og segir í miklu uppnámi „Glitnir er fallinn!“  Ég hváði og þá segir hún mér að tilkynning hafi nýlega borist um að ríkið væri að taka yfir rekstur bankans.  Ég lít í tölvu mína og sé þar straum tilkynninga um yfirtöku ríkisins.  Ég spurði sjálfan mig hvort að það gæti verið að endalok íslensks fjármálalífs væri hafið.

Morguninn einkennist því af því að útrétta vegna jarðarfararinnar og (það sem verður að venju næstu vikur og mánuði) að uppfæra stöðugt fréttavefsíður varðandi nýjustu fréttir.  Það er undarlegt að bíða í hliðarherberginu í kirkjunni áður en gengið er fram í kirkjuna sjálfan.  Hin ytri heimur hafði teigt sig inn fyrir veggi kirkjunnar og í hliðarherberginu sá ég tölvuskjá með uppfærslu á gengi íslenskra hlutabréfa. Ég stenst ekki mátið og lít á gengi hlutabréfa.  Heimurinn fyrir utan var að hrynja. Markaðsvirði Glitnis var  orðið um það bil aðeins 15% af því sem það á sama tíma árið áður.  Bankinn er að þurrkast út.  Fáir átta sig þó á því hversu hrikaleg staðan er á þeim tímapunkti og undanskil ég ekki sjálfan mig.  Enn einu sinni átta ég mig ekki á því hvernig standi á því að gengi hinna bankanna, Kaupþings og Landsbankans, lækki lítið.  Fólk í erfidrykkjunni er ekki einungis tíðrætt um móður mína heldur líka þróun íslensks bankalífs sem fólk er farið að skynja sé farið að snúast hratt til verri vegar.

Um kvöldið hringir Hallgerður aftur í mig. Hún tilkynnir að ég þyrfti nú að sjá um skuldabréfavaktina einn á morgun, til viðbótar við millibankamarkaðinn, það væri búið að segja henni upp sökum endurskipulagningar í rekstri.  Henni var sagt að það ætti að leggja niður það sem áður var kallað eigin viðskipti (þar sem ég fyrst hóf störf) og fleirum úr þeirri deild yrði einnig sagt upp.  Bjarni hafði verið látin taka poka sinn föstudaginn áður og auk þess var nokkrum öðrum sagt upp.  Það er með öðrum orðum ákveðið að láta helsta tengilið bankans við erlendar lánastofnanir og aðra manneskjuna á innlenda millibankamarkaðinum hætta á sama tíma og íslenskt fjármálalíf er að hrynja. 

Daginn eftir kemur Geir úr eigin viðskiptum til mín því verið er að flytja hann til yfir í millibankamarkaðinn og hann á því að læra helstu atriðin varðandi millibankamarkaðinn, sem ég sjálfur er rétt nýbúinn að ná einhverjum tökum á.  Hann staldrar ekki lengi við.  Ég var aðeins með tæplega sex vikna reynslu á millibankamarkað Icebank (Hallgerður hafði ekki mikið lengri reynslu en ég á millibankamarkaðinum) en þarf nú að hlaupa á milli fjögurra skjáa við að reyna að halda bankanum á floti, Geir er hreinlega fyrir í látunum.  Það þurfti svo sem ekki mikla spádómsgáfu að vita að mikið yrði að gera þennan dag.  Lánshæfismat ríkisins féll strax við yfirtökuna á Glitni og lánasamningar voru margir komnir í uppnám. 

Þó hafði ég ekki búist við neitt í líkingu við þennan dag.  Ég efast um að fjármagn á íslenskum bankamarkaði eigi eftir að sveiflast jafn mikið og 30. september, 2008.  Milljarðar fara inn og útum bankann á augnablikum.  Skuldabréfamarkaðurinn sveiflast svo hratt að NASDAQ hlutabréfavísitalan á toppi netbólunnar, tæpum áratug áður, var hálfgerður barnaleikur til samanburðar.  Það þurfti að stemma saman inn- og útflæði peninga bankans og halda utan um skuldabréfamarkaðinum þar sem að „panik“ viðskipti voru allsráðandi.

Ég lít til hliðar; búið er að færa mér kaffi og brauð úr mötuneytinu. Það var með naumindum að ég nái að fara á klósettið. „Andartaki“ síðar er hádegisverður kominn á borðið meðal fjögurra skjáa og að því virtist vera örfáum öðrum andartökum síðar var aftur komið kaffi og kruðerí. Klukkan 15.50, tíu mínútum áður en markaðurinn lokar, er ástandið þannig að miklar tafir eru farnar að myndast í kerfinu. Þar sem að fjárhæðirnar sem voru að fara inn og út um bankann voru svo gífurlega miklar þá gat það alveg eins verið að Sparisjóðabankinn endaði deginum í mínus gagnvart Seðlabankanum og væri þannig séð tæknilega gjaldþrota. Ég spurði í kringum mig hvert „Plan B“ væri í þeim kringumstæðum. Svarið var að engin slík áætlun væri fyrir hendi. 16.15 hættu tölurnar loks að uppfærast og í ljós kom að Sparisjóðabankinn var ekki fyrsti bankinn til að verða tæknilega gjaldþrota, ekki í það minnsta þann daginn.

Ég hef oft hugsað til þessa dags. Gaman hefði verið að eiga atburði hans á kvikmynd því auðvelt væri að klippa saman atburði dagsins og gera heimildarmynd úr þeim sem lýsir upphafið á falli íslensks fjármálalífs, sem frá sumum bæjardyrum hafði verið margboðuð.

MWM

 


Tesla - Ofmetið? Já? Nei? Kannski?

Mikið hefur undanfarið verið rætt um fyrirtækið Tesla. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu rafmagnsbíla. Markaðsvirði þess er í dag $47 milljarðar. Markaðsvirði Ford bílaframleiðandans er til samanburðar nú um $37 milljarða.

Afar margir fjárfestar hafa tekið skortstöðu í fyrirtækinu. Það felur í sér að veðja á að gengi þess falli á næstunni, öfugt við það að hagnast á kaupum bréfa sem hækka í virði. Ávöxtunarkrafa skuldabréfa fyrirtækisins hefur rokið upp undanfarið. Sú þróun er rakið til þess að áhættuálag á skuldabréfunum er að aukast til muna í ljósi þess að fjárfestar telja að hugsanlega ráði fyrirtækið ekki almennilega við endurgreiðslur á skuldum sínum.

Umræðan hefur að stórum hluta til snúist í kringum litríkan forstjóra þess, Elon Musk. Fyrir nokkrum vikum síðan sendi hann Twitter skilaboð þar sem hann staðhæfði að fyrirtækið yrði afskráð af markaði og keypt fyrir $420 fyrir hvern hlut. Gengi bréfa Tesla rauk upp í framhaldinu og „töpuðu“ margir skortsalar gífurlegum fjárhæðum, á pappír í það minnsta. Sú hækkun hefur síðan gengið eftir og gott betur, enda kom fljótlega á daginn að Musk hafði alls ekki tryggt sér fjármagn til að afskrá Tesla. Líklegt er að Musk verði ákærður vegna þessarar yfirlýsingar hans.

Musk gerði gott betur í síðustu viku með því að reykja hass í útvarpsviðtali, sem var einnig tekið upp á myndband og er vinsælt á youtube. Ör starfsmannavelta hjá framkvæmdastjórum fyrirtækisins þykir auk þess vera merki um að hlutir gangi allt annað en snuðrulaust fyrir sig hjá fyrirtækinu.

Hvað er það sem sumir fjárfestar telja að valdi því að hlutabréf séu ofmetin á hlutabréfamarkaði? Séu þau ofmetin þá er skýringin hugsanlega að hluta til rakin til atferlisfjármála (e. Behavioral Economics). Það eru ákveðnir þættir sem gera það að verkum að markaðsvirði fyrirtækisins (að mati þeirra sem hafa skortstöðu í fyrirtækinu) er komið út fyrir rökræn mörk. Almennt eru það ungir fjárfestar sem fjárfesta í Tesla, ekki ólíkt Bitcoin (sem er gríðarleg bóla í mínum huga). Sú framtíðarsýn sem Tesla veitir gæti hugsanlega verið að hafa áhrif á fjárfestingum ákveðinna aðila, rétt eins og með Bitcoin sem á að umbylta fjármálakerfinu.

Þórunn Andrésdóttir, fyrrum nemandi minn í atferlisfjármálum í HR, skrifaði ritgerð varðandi hugsanlega þætti sem valda þessu verðmati síðastliðið vor. Hún hefur veitt mér góðfúslegt leyfi til að birta hana og hef ég bætt henni við hér að neðan. Ég hef uppfært nokkur atriði og rétt er að taka það fram að ritgerðin er á ensku að því að námskeiðið sjálft er kennt á því tungumáli fyrir bæði innlenda og erlenda nemendur.

MWM

Tesla Inc. Overpriced? Yes? No? Maybe?

Tesla Inc., formerly known as Tesla Motors, was founded in 2003 by Martin Eberhard and Marc Tarpenning, American born entrepreneurs.  Eberhard was the chief executive officer (CEO) and Tarpenning the chief financial officer (CFO). The company was named after Nikolas Tesla, who was an American-Serbian inventor, an electrical engineer who is primarily known for his contribution to the current electricity supply system. Tesla Inc. was formed to develop an electric sports car that would run solely on battery power. Elon Musk, co-founder of PayPal, invested $30 million in the company and took his seat as chairman in beginning of 2004. In 2007 Eberhard resigned as CEO and Elon Musk took his place. (Gregersen & Schreiber, 2018)

In 2008 Tesla Motors released its first model, the Roadster. It was the first electric car to achieve 245 miles on a single charge and it could accelerate from 0 to 60 mph in under 4 seconds with a top speed of 125 miles per hour (Gregersen & Schreiber, 2018). Although the new electronic sports car was highly anticipated it did not live up to its expectations as the car received terrible reviews from various car journals. It was featured in one of the episodes of Top Gear. Jeremy Clarkson, Top Gear’s host, had certain remarks about the car like “It is a barely-running science experiment that couldn’t survive a full day on the Top Gear track” (Sorokanichi, 2016). Tesla eventually sold only around 2400 units of the Roadster. Elon Musk said that the Roadster was a good learning experience for the future (Brown, 2016). Tesla discontinued the production of the Roadster in 2012 and released two new models, the Model S and X, and sold nearly 30.000 vehicles in Q4 2017. (Statista, 2017).

Tesla Inc. (TSLA) went public on June 29, 2010 and thus became the first American car company to be listed since Ford Motor Company 1956 (Burns, 2015).  13.300 shares were offered at a starting price of $17 per stock (Hankin, 2017). For the first two years stock prices stayed around the initial stock price of $17 but by midst of 2013 the stock prices started to rise and by September 2014 the share price had risen to $291, which gave Tesla a market cap of $30 billion. Tesla’s stock prices were extremely volatile from September 2014 up until March 2015, prices have been on sort of a roller coaster ride, but since then the stock has been on a steady upstream ever since (DeBord, 2015). Today, Tesla trades around $280 per share (Yahoo Finance).

If you look at the surface of Tesla Inc. it looks as if it is a successful company with a bright future and an objective to save the planet with their electric super cars. Tesla has been named the second most valuable car company in America, second to Ford, with a market value of $47 billion (La Monica, 2017). If you look closely you might get a different image as all is not what it appears. Here we will compare Tesla and Ford, so we can get a clearer picture of the current situation. Reason for choosing Ford is that it is a major car manufacturing company in the United States and is also one of the main competitor of Tesla. On average Tesla has delivered 73.000 units of cars, both the Model S and X, compared to Ford Motor Company with an average delivery of 6 million units, per year (Statista, 2018). Net-income of Tesla Inc. in 2016 was -$674.9 million and -$888.7 million in 2015 and has only on two occasions had a positive net profit in their quarter reporting (Bhuiyan, 2017). In comparison to Ford had a net income of $4.6 million in 2016 and $7.4 million in 2015 (Nasdaq, n.a.). Interestingly, Tesla is currently trading at market value of $37B while Ford is trading at $47B.

Currently, Tesla is faced with issues regarding the production and delivery of the new    Model 3. Production delays have occurred due to manufacturing and process issues and rumours have been in circulation that Tesla is in need for capital for production to reach its full capacity. Tesla Inc. released mid 2017 that they would be producing 2,000 cars per week and increase that number to 5,000 per week in the start of 2018 and by end of 2018 or start of 2019 reach 10.000 cars per week. So far, Tesla has on average only be able to produce 1,190 cars per week, 12,121 in total (Halford & Randall, 2018).

This paper will attempt to explain the behaviour of investors using common know theories and concepts from behavioural economics. Hopefully these explanations and theories will shed light of what is it is that investors are so interested in Tesla Inc.  This paper assumes that the stock is overvalued but by no means tries to prove that is it so.

Heuristics

A common knowledge today is that attention and information is scarce and that is due to that fact that we as humans don’t have the time nor the focus to capture all the information that is represented to us. When we are put on the spot to decide we base those decision on information or factors that have grabbed our attention at some point in the past. This is known as heuristics and is one of the main topic in behavioural economics. (Tversky & Kahneman, 1974). Heuristics could be the cause of Tesla’s rise to success in the stock market particularly if we look at the following three types of heuristics; recognition heuristics, representation heuristics and availability heuristics

Tesla has gained a lot of media attention in the past years, thanks to Elon Musk, CEO. In 2017 he was listed as top 20 most influential people in the tech industry. Reasons for his mentioning was the electronic sports car, the residential solar power and, his latest project, the space rocket mission, SpaceX (Eadicicco, Fitizipatrick, Peckham & Pullen, 2017). The aim of SpaceX is to find a way to re-use space rockets and, therefore, reduce the manufacturing and launch cost with the mission to revolutionise airspace travel (SpaceX, 2013). With this amount of media attention Tesla receives it creates a massive buzz around the brand and it attracts attention and resides to the top of people’s minds, particularly the younger generation, who more frequently respond to this sort of media buzz. Buzz is when a company or brand is well known, or on the rise, and it becomes the thing that everybody is talking about, word-of-mouth. Younger investors, generation X and Y, seek out investments like that are buzzing particularly in the tech industry, that is new and exciting and companies that are socially and economically responsible (Sullivan, 2013). Tesla fits in with all those criteria and, therefore, it should not come as a surprise that is has gained all this popularity. This behaviour is a classic example of a recognition heuristic (Tversky & Kahneman, 1974). With the mass media coverage of Tesla, information and the buzz become very available to people and that also creates availability heuristics (Tversky & Kahneman, 1974).

Before Elon Musk joined Tesla as CEO he as one of the co-founders of PayPal. When PayPal was sold to eBay for $1.5 billion and Elon Musk, himself, gained $180 million from the deal (Kebnikov, 2017). The deal was widely covered in the media and that is what got Elon Musk on the radar. In the media he is portrayed as having superior knowledge about technology and how to build and run a successful company. When looking at all these aspects he appears to be a reliable and safe bet or as some would say that he is an example of representational heuristic (Tversky & Kahneman, 1974). From a marketing stand point it would be called as conditioning. Tesla is conditioned to be a successful company due to the fact that Elon Musk is the CEO. Conditioning (Schmajuk, 2008) is a behavioural process where are response becomes more frequent and or more predictable in a given environment due to a reinforcement. For example, when a dog sees or smells food it begins to salivate, which is a natural behaviour. In this scenario, the food is unconditioned stimulus and the salvation is an unconditioned response. If we add a bell ringing while food is presented to the dog repeatedly then after a while the dog will identify the bell ringing as an indication of food and he will begin to salivate even if there is no food being presented to him (Schmajuk, 2008). If we look at this regarding Tesla we can see that it has been conditioned in the minds of consumers and investors since Elon Musk is the CEO. For instance, Elon Musk became famous, and regarded as successful, after he sold PayPal. Later he became the CEO of Tesla and his fame and perception of success he carries with him to Tesla and people regarded Tesla in the same manner as Elon Musk. People were more convinced that the company would do well since Elon Musk was the CEO.

Herding and noise trading

History has a funny way of repeating itself. A common trend that occurs regularly in the stock market is whenever something new and exciting enters the market everybody shows interest. This is what we know as herding (Banerjee, A. (1992). A famous example of this behaviour was during the dot.com bubble. It occurred in the 1990s when many companies used the new-found Internet to increase their selling and market awareness. It was heavily invested and was considered perfectly reliable. Similar things happened when Tesla Inc. announced the release of the Model S. Tesla’s stock price rose rapidly after the announcement along with the positive reviews the car received. Model S was the first electronic sports car that performed like a regular petrol sports car. Tesla became the new shiny toy in the stock market that everybody wanted and thus the stock price rose to what it is today. The data that was provided at the start of the paper gave an overview of the current financial statements of Tesla Inc. From what we could see that it did not look promising but still traders invest heavily in the stock. This could be an indication of noise traders (Wang, 2010) who invest in trending stocks without basing that decision on any numerical data. As the stock price rises on this trending new stock, more and more noise traders invest, which might also be explained with regret aversion (Connolly & Jochen, 2012) as their fear of not being a part of this growing stock and new technology.

Conclusion

Tesla Inc. appears to be like a tech company that is trying to save the world with their revolutionary electronic sports cars but if one looks further into the numerical data it does not appear to be a sturdy company. Negative net-income, low market share in produced car and not meeting the needs of its customers. How can it be that Tesla´s stock prices just keeps on rising?

 Tesla is the sort of company that appeals to younger generations, generation X and Y. These generations are more aware of the environmental issues the world is facing and Tesla appears to be the type of company that is going to change the automobile industry as we know it. A common trait of the younger generation is that they very often want the same things and hence follow the same trends. Tesla fulfils both descriptions and that could be the result of the success it has received. The reason young investors invest so heavily in the company is because they want it to succeed and that could be the reason of its skyrocketing stock prices. Will Tesla succeed? Only time will tell.

 

 

References

Gregersen, E. & Schreiber, B. A. (2018). Tesla Inc. Retreived April 1st, 2018 from https://www.britannica.com/topic/Tesla-Motors

Sorokanichi, B. (2016). Elon Musk Admists to Shareholders That the Tesla Roadster Was a Disaster. Retreived April 1st, 2018 from https://www.roadandtrack.com/new-cars/news/a29378/elon-musk-admits-to-shareholders-that-the-tesla-roadster-was-a-disaster

Brown, A. (2016). Here‘s a look back at the Tesla car that started it all. Retreived April 1st, 2018 from http://uk.businessinsider.com/tesla-roadster-history-2016-3?r=US&IR=T

Statista. (2017). Number of Tesla vehicles delivered worldwide from 2nd quarter 2015 to 4th quarter 2017 (in units) . Retreived April 1st, 2018 from https://www.statista.com

Burns, M. (2015). A brief history of Tesla. Retreived April 1st, 2018 from https://techcrunch.com/gallery/a-brief-history-of-tesla/

Hankin, A. (2017). Tesla IPO: 7 Years On. Retreived April 1st, 2018 from https://www.investopedia.com/news/tesla-ipo-7-years/

DeBord, M. (2015). For 3 months in 2015, Tesla did something we‘ve almost never seen before. Retreived April 1st, 2018 from http://uk.businessinsider.com/3-months-2015-tesla-did-something-never-seen-before-2015-7?r=US&IR=T

Yahoo Finance. (n.a.). Tesla, Inc. (TSLA). . Retreived April 1st, 2018 from https://finance.yahoo.com

La Monica, P. R., (2017). Tesla is worth more than Ford – and GM is in sight. Retreived April 1st, 2018 from http://money.cnn.com/2017/04/03/investing/tesla-ford-market-value-gm/index.html

Statista. (2018). YTD Ford brand light vehicle sales in the Unites States as of February 2017 and 2018 (in units)  Retreived April 1st, 2018 from https://www.statista.com

Bhuiyan, J. (2017). Tesla posted a record quarterly loss of $619 million as it struggles with Model 3 production. Retreived April 1st, 2018 from https://www.recode.net/2017/11/1/16593134/tesla-model-3-elon-musk-production-q3-earnings-2017

Nasdaq. (n.a.). F Company Financials Retreived April 1st, 2018 from https://www.nasdaq.com

Halford, D & Randall, T. (2018). We built our own model to estimate weekly output of the car that could make or break Elon Musk‘s master plan. Retreived April 1st, 2018 from https://www.bloomberg.com/graphics/2018-tesla-tracker/

Tversky, A & Kahneman, D. (1974). Judgment under Uncertainty: Heuristics and Biases. American Association for the Advancement of Science, 185(4157), 1124-1131. https://doi.org/10.1126/science.185.4157.1124

Eadicicco, L., Fitizpatrick, A., Peckham, M. & Pullen, J. P. (2017). The 20 Most Influential People in Tech Right Now. Retreived April 1st, 2018 from http://time.com/4759416/most-influential-people-tech/

SpaceX. (2015). Reusability: The key to making human life multi-planetary. United States.

Sullivan, P. (2013). Younger Generations‘ Approach to Investing. Retreived April 1st, 2018 from https://www.nytimes.com/2013/09/21/your-money/younger-investors-approach-to-investing.html

Klebnikov, S. (2017). 8 Innovative Ways Elon Musk Made Money Before He Was a Billionair. Retreived April 1st, 2018 from http://time.com/money/4883868/8-innovative-ways-elon-musk-made-money-before-he-was-a-billionaire/

Schmajuk, N. A. (2008). Classical conditioning. Scholarpedia, 3(3). 2316.

Wang, A. (2010). Informed arbitrage with speculative noise trading. Journal of Banking & Finance, 34(2), 304-313. https://doi.org/10.1016/j.jbankfin.2009.07.019

Connolly, T. & Jochen, R. (2012). Regret aversion in reason-based choice. Theory and Decision, 73(1), 35-51.

Banerjee, A. (1992). A simple model of herd behavior. Quarterly Journal of Economics, 107, 797-817.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband