Fjárfestavernd fórnuđ fyrir persónuvernd

20 stćrstu hluthafar

Seint á árinu 2007 hafđi ákveđinn einstaklingur samband viđ mig varđandi eignarhlut ákveđins einkahlutafélags í tveimur skráđum fyrirtćkjum. Félagiđ hét Stím og félögin sem Stím átti skyndilega stóran hlut í voru FL Group og Íslandsbanki. Á ţeim tíma var ekki almennt vitađ um tilvist Stíms. Ţessum félaga mínum ţótti ţađ afar undarlegt ađ óţekkt félag vćri skyndilega orđiđ einn af 20 stćrstu hluthöfum í ţessum tveimur fyrirtćkjum, sem alţekkt var ađ höfđu mikil tengsl. Grunsemdir vöknuđu hjá okkur um ađ ekki vćri allt međ felldu í ţessum fjárfestingum, ţó ekki vćri hćgt ađ útiloka ađ eđlileg skýring vćri til stađar. Ţessar grunsemdir jukust í kjölfar frekari rannsókna okkar á félaginu og var ţađ kristaltćrt í mínum huga ađ ţetta voru ekki félög sem rétt vćri ađ hafa í fjárfestingarsöfnum fjárfesta.

Síđar kom í ljós ađ ţessi kaup voru í besta falli gerđ til ţess ađ koma í veg fyrir söluţrýsting á bréfum FL Group og Íslandsbanka. Ţađ ađ veriđ var ađ handstýra genginu međ slíkum kaupum gaf til kynna ađ almenn markađsöfl réđu ekki ferđinni varđandi markađsvirđi ţessara félaga (FL Group var strax á ţessum tímapunkti augljóst dćmi um gróflega ofmetiđ félag og hafđi reyndar veriđ ţađ lengi).

Upplýsingaţjónusta Kauphallarinnar

Kauphöllin hefur til fjölda ára veitt vikulegar upplýsingar um 20 stćrstu hlutahafa skráđra íslenskra félaga. Ofangreint dćmi sýnir ađ slíkar upplýsingar geta reynst vera gulls ígildi ţegar kemur ađ ţví ađ veita ađhald í tengslum viđ eignarhald fyrirtćkja. Fjárfestar geta betur fylgst međ ţróun stćrstu hluthafa međ ađgengi ađ slíkum upplýsingum. Séu til dćmis hópar skyldra fjárfesta skyndilega farnir ađ mynda stóran hluta af eignarhaldi skráđs hlutafélags ţá geta fjárfestar betur myndađ sér skođun um ţađ hvort hag ţeirra sé betur variđ ađ vera í ţeim hópi hluthafa eđa ekki.

Segja má ađ Kauphöllin hafi međ ţessu sinnt ţjónustu sem almennt fellur undir hlutverki kauphalla. Ţćr stuđla ađ ţví ađ viđskipti međ verđbréf séu međ ţeim hćtti ađ fjárfestar hafi sömu upplýsingar um fyrirtćki hvort sem ţeir eru stórir, smáir eđa hafi ítök í félögum. Ţetta er til dćmis ein ástćđa ţess ađ starfsmenn fyrirtćkja eru bundnir takmörkunum varđandi fjárfestingar í ţeim félögum sem ţeir starfa viđ, ţar sem ađ ţeir hafa oft betri upplýsingar um vćnta afkomu vinnustađar síns en utanađkomandi ađilar.

Slakari fjárfestavernd

Kauphöllin tilkynnti í síđustu viku ađ vegna nýrra laga um persónuvernd sé ekki lengur hćgt ađ birta ţennan lista reglulega. Fari eign fjárhagslegra tengdra ađila yfir eđa undir ákveđin mörk ţá verđi slíkt ţó áfram tilkynnt í samrćmi viđ lög um verđbréfaviđskipti. Í tilfelli Stíms hefđi hins vegar veriđ erfiđra ađ sjá slíka ţróun og hefđi ţađ ekki komiđ fram fyrr en töluvert löngu síđar. Nú geta hluthafar Arion banka til dćmis ekki fengiđ upplýsingar um ţróun hluthafa bankans, sem nú ţegar er afar óljós, í framhaldi af nýlegu útbođi bankans ţar sem ađ 2/3 útbođsins fór til erlendra fjárfesta á hagstćđu gengi.

Ţetta skerđir eitt af meginhlutverkum kauphalla sem er ađ tryggja ađ stórir jafnt sem smáir fjárfestar hafi sama ađgang ađ upplýsingum. Samkvćmt tilkynningu Kauphallarinnar má leiđa ađ ţví líkum ađ veriđ sé ađ fórna fjárfestavernd fyrir persónuvernd, sem ég tel vera langsótt mál. Er vit í ţví ađ eign á stórum eignarhlut í skráđu félagi á Íslandi flokkist undir persónuvernd? Hér er eitthvađ öfugsnúiđ í gangi.

Breyta ţarf ţessum nýlegu lögum um persónuvernd hiđ fyrsta í ţá átt ađ ekki leiki vafi á ađ Kauphöllin geti áfram veitt upplýsingar um 20 stćrstu hluthafa hverju sinni og ađ fjárfestar fái á nýjan leik eđlilega upplýsingagjöf.

MWM


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af einum og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband