Kína og hlutabréf - mýtur um hrun
8.1.2016 | 13:27
Hlutabréf í Kína eru aftur í sviđsljósinu ţessa dagana eftir töluvert mikiđ fall hlutabréfavísitölunnar ţar í upphafi árs. Ađrir hlutabréfamarkađir féllu einnig í virđi.
Ýmsar skýringar hafa komiđ fram varđandi ţetta verđfall hlutabréfa en ađ mínu mati eru engar nýjar fréttir ađ koma fram. Gengi hlutabréfa í Kína er á svipuđum slóđum og ţađ var í haust og einnig fyrir ári síđan. Frá ársbyrjun 2014 hćkkađi gengi kínverskra hlutabréfa mikiđ en féll svo aftur um haustiđ. Eftir ţađ mikla fall hćkkađi gengi kínversku hlutabréfavísitölunnar á nýjan leik ađeins til ađ falla aftur á svipađar slóđir. Lítiđ er vitađ hversu mikinn ţátt kínversk stjórnvöld hafa á gengi hlutabréfa en ekki er útilokađ ađ ţau geri slíkt međ einhverjum hćtti, eins og stjórnvöld margra annarra ríkja gera međ beinum eđa óbeinum hćtti.
Fjallađ hefur veriđ um ađ hćgja sé á vexti kínverska hagkerfisins. Aftur, ţađ eru ekki nýjar fréttir. Líkum hefur veriđ leitt ađ ţví í töluverđan tíma auk ţess sem bent hefur veriđ á ýmis bólueinkenni innan hagkerfisins í mörg ár. Hinn mikli vöxtur kínverska hagkerfisins hefur veriđ byggđur upp međ svipuđum hćtti og Sovétríkin gerđu á tíma Stalíns (já, ţađ var mikill hagvöxtur ţar í nokkra áratugi). Fólk hefur veriđ flutt úr sveitum í borgir ţar sem ađ verksmiđjur hafa veriđ reistar til ađ framleiđa ódýran varning til sölu um allan heim. Hagvexti byggđum á slíkum forsendum lýkur á einhverjum tímapunkti, ţađ er einungis spurning um hvenćr.
Einnig hefur veriđ bent á ađ fjárfestar séu órólegir vegna lćkkandi olíuverđs. Má ćtla af ţeim skrifum ađ olíuverđ endurspegli hagvöxt og gengi hlutabréfa ađ einhverju leyti. Verđ á fati af olíu fór niđur í $10 áriđ 1999 á sama tíma og hlutabréfamarkađir voru á blússandi siglingu. Síđan hćkkađi verđiđ á olíu jafnt og ţétt nćstu árin fram ađ árinu 2008. Á sama tíma lćkkađi gengi hlutabréfa frá árinu 2000-2003 og tók ţá ađ hćkka á nýjan leik. Engin fylgni var á milli olíuverđs og gengi hlutabréfa á tímabilinu. Olíuverđ náđi hćstu hćđum sumariđ 2008 og kostađi fatiđ ţá $145. Olíuverđ hćkkađi mikiđ fyrstu mánuđi ţess árs og lćkkađi gengi hlutabréfa á sama tíma. Aftur, engin fylgni var sjáanleg á milli ţessara tveggja ţátta. Nú er sagt ađ gengi hlutabréfa sé ađ lćkka ađ ţví olíuverđ sé lágt!
Einföld skýring er sú ađ gengi hlutabréfa fyrirtćkja í olíugeiranum lćkkar ţegar ađ olíuverđ fellur. Ađ sama skapi hafa neytendur meiri peninga á milli handanna í ađra neyslu og sást ţađ til dćmis á íslenska hlutabréfamarkađinum í gćr (fimmtudag) ţegar ađ hlutabréf Haga hf. hćkkuđu í verđi á međan ađ íslenska hlutabréfavísitalan lćkkađi tćplega 2%.
Reyndar vćri ţađ ágćtt fyrir íslenska fjárfesta ef erlend verđbréf falla í verđi nćstu mánuđi og jafnvel ár. Nú ţegar ađ gjaldeyrishöftum verđur aflétt er vel hugsanlegt ađ flestir góđir fjárfestingarkostir á erlendum mörkuđum verđi ekki lengur til stađar, enda hefur gengi hlutabréfa hćkkađ mikiđ síđustu ár og hefur bandaríska Dow Jones hlutabréfavísitalan tvöfaldast síđustu 7 ár (jafngildir um ţađ bil 10% árlegri jafnri ávöxtun). Lćkki erlend verđbréf í virđi gćti ţađ einfaldlega skapađ kauptćkifćri fyrir Íslendinga á erlendri grundu.
Ég var í viđtali á RÚV í gćr (fimmtudag) vegna ţessa máls, hćgt er ađ hlusta á viđtaliđ međ ţví ađ ýta á spila hnappinn á miđri mynd af mér sem kemur fram hérna - http://ruv.is/frett/ofmaelt-ad-tala-um-hrun
MWM
Flokkur: Viđskipti og fjármál | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ţú ert innskráđ(ur) sem .
Innskráning