Erlendar íslenskar fjárfestingar

Hlutabréfavísitölur hafa fallið töluvert mikið á alþjóðlegum mörkuðum síðustu vikur. Íslenska hlutabréfavísitalan hefur í takti við erlendar vísitölur lækkað 7-8% fyrstu daga ársins.

Íslensk hlutabréf

Þó svo að íslenska hlutabréfavísitalan hafi lækkað talsvert minna en lækkun flestra erlendra hlutabréfavísitalna, þá er ekki þar með sagt að hún sé lítil. Hríðfallandi olíuverð hefur haft afar neikvæð áhrif á framtíðarrekstur margra orkufyrirtækja. Hlutabréf olíufyrirtækja hafa lækkað mikið í virði, en þau mynda til að mynda 12% af bresku FTSE 100 hlutabréfavísitölunni. Tvö fyrirtæki á Íslandi hafa aftur á móti töluverðan hag af lækkandi olíuverði, Icelandair og Eimskip. Samtala markaðsvirðis þessara tveggja félaga er rúmlega 20% af samtölu skráðra hlutabréfa í Kauphöllinni. Engu að síður hefur markaðsvirði beggja félaga fallið tæplega 10% síðustu tvær vikur.

Áhyggjur af alþjóðlegum samdrætti skýra þessa lækkun að einhverju leyti. Verði samdrátturinn í líkingu við það sem gerðist árin 2008-2010 þá er innstæða fyrir jafnvel enn frekari lækkun. Hugsanlegt er að koma ferðamanna til Ísland dragist mikið saman sem hefði afar neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Rétt er að hafa í huga að hlutabréfavísitölur hafa sögulega séð verið besti fyrirboðinn um efnahagsspár. Verði alþjóðlegur samdráttur aftur á móti ekki af þeirra stærðargráður að hann hafi neikvæð áhrif á rekstur Icelandair og Eimskips þá lækkar kostnaður beggja fyrirtækja og hagnaður þeirra eykst (samkeppni kemur þó í veg fyrir að slík hagnaðaraukning verði til lengri tíma til staðar).

Erlendar íslenskar fjárfestingar

Gjaldeyrishöft tóku gildi á sama tíma og gengi hlutabréfa tók að lækka verulega árið 2008. Þau féllu enn meira í upphafi árs 2009. Síðan þá hafa hlutabréfavísitölur um allan heim hækkað mikið. Bandaríska Dow Jones hlutabréfavísitalan hefur til dæmis tvöfaldast í virði og sú breska í kringum 50% frá lægsta punkti árið 2009, jafnvel eftir undanfarnar lækkanir á gengi hlutabréfa.

Segja má að höftin hafi stutt við uppbyggingu íslensks verðbréfamarkaðar, meira en nokkur maður þorði að vona í kjölfar hrunsins, en fórnarkostnaðurinn var að ákjósanleg kauptækifæri á erlendum mörkuðum fóru forgörðum. Nú, þegar að gjaldeyrishöftin eru hugsanlega að nálgast endastöð, opnast á ný möguleikar til að fjárfesta á erlendum mörkuðum og dreifa þannig áhættu fyrir íslenska fjárfesta. Það eru því ekki nauðsynlega slæmar fréttir að erlend hlutabréf séu að lækka í virði. Ef til vill eru einfaldlega álitleg kauptækifæri að myndast á erlendum mörkuðum loksins þegar að Íslendingar geta á ný fjárfest utan landsteinanna.

MWM


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband