Líðan bankamanna
7.11.2012 | 14:33
Ásta Snorradóttir hélt áhugavert erindi í HÍ í dag (miðvikudag) þar sem hún kynnti rannsókn sína á líðan og heilsu starfsfólks í bönkum.
Hún benti á að bankar væru mikilvægar stofnanir í samfélögum og byggjast að miklu leyti á trausti. Bankahrunið var því ákveðinn skellur á trausti samfélagsins, sem gerði (eðlilega) ekki ráð fyrir því að þeir yrðu í umvörpum gjaldþrota. Slíkur brestur á trausti átti sér auðvitað stað ekki einungis utan veggja bankanna heldur líka innan þeirra, þar sem að fólk upplífði aukið starfsóöryggi í skugga uppsagna og endurskipulagningar.
Til að feta sig áfram og kanna þetta mál hefur Ásta gert megindlega rannsókn. Það sem ég tel vera áhugaverðast er eftirfarandi:
Um 3/4 starfsmanna banka árið 2009 voru konur.
Af þeim eru 34% með háskólamenntun og 22% með grunnskólamenntun, samanborið við 75% karla með háskólamenntun og 3% með grunnskólamenntun. Meðalaldur kvenna var 44 ár en hjá körlum var hann 39 ár.
Af úrtakinu leið þeim verst sem hafði verið sagt upp eða upplifðu breytingar í starfi, eins og lækkun á launum eða verið flutt á milli deilda.
Af þeim sem eru starfandi enn í dag samanborið við þá starfsmenn sem misstu vinnuna árið 2009 koma merkilegar og marktækar niðurstöður í ljós:
Þeir starfsmenn sem misstu vinnuna árið 2009 líður betur í dag samanborið við þá starfsmenn sem misstu ekki vinnuna. Þetta er þversagnarkennd niðurstaða en Ásta mældi þetta bæði út frá almennri vellíðan og andlegri vanlíðan og var svipuð niðurstaða á milli kynja. Auk þess skilgreindi hún fleiri þætti en þeir stönguðust ekki á við þessa niðurstöðu.
Versta líðan er hjá þeim sem störfuðu áfram í deildum þar sem að uppsagnir höfðu átt sér stað en besta líðan er hjá þeim sem misstu vinnuna en hafa fengið aðra í staðin.
Á jákvæðu nótunum hefur andleg vanlíðan minnkað síðan 2009 og er ótti um atvinnuleysi til dæmis orðin miklu minni nú en áður. Í því sambandi benti Ásta á að útlendingar og ungt fólk er fyrst og fremst að missa vinnu sem dregur úr atvinnuóöryggi eldra og reyndara fólks.
MWM
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.