Líđan bankamanna
7.11.2012 | 14:33
Ásta Snorradóttir hélt áhugavert erindi í HÍ í dag (miđvikudag) ţar sem hún kynnti rannsókn sína á líđan og heilsu starfsfólks í bönkum.
Hún benti á ađ bankar vćru mikilvćgar stofnanir í samfélögum og byggjast ađ miklu leyti á trausti. Bankahruniđ var ţví ákveđinn skellur á trausti samfélagsins, sem gerđi (eđlilega) ekki ráđ fyrir ţví ađ ţeir yrđu í umvörpum gjaldţrota. Slíkur brestur á trausti átti sér auđvitađ stađ ekki einungis utan veggja bankanna heldur líka innan ţeirra, ţar sem ađ fólk upplífđi aukiđ starfsóöryggi í skugga uppsagna og endurskipulagningar.
Til ađ feta sig áfram og kanna ţetta mál hefur Ásta gert megindlega rannsókn. Ţađ sem ég tel vera áhugaverđast er eftirfarandi:
Um 3/4 starfsmanna banka áriđ 2009 voru konur.
Af ţeim eru 34% međ háskólamenntun og 22% međ grunnskólamenntun, samanboriđ viđ 75% karla međ háskólamenntun og 3% međ grunnskólamenntun. Međalaldur kvenna var 44 ár en hjá körlum var hann 39 ár.
Af úrtakinu leiđ ţeim verst sem hafđi veriđ sagt upp eđa upplifđu breytingar í starfi, eins og lćkkun á launum eđa veriđ flutt á milli deilda.
Af ţeim sem eru starfandi enn í dag samanboriđ viđ ţá starfsmenn sem misstu vinnuna áriđ 2009 koma merkilegar og marktćkar niđurstöđur í ljós:
Ţeir starfsmenn sem misstu vinnuna áriđ 2009 líđur betur í dag samanboriđ viđ ţá starfsmenn sem misstu ekki vinnuna. Ţetta er ţversagnarkennd niđurstađa en Ásta mćldi ţetta bćđi út frá almennri vellíđan og andlegri vanlíđan og var svipuđ niđurstađa á milli kynja. Auk ţess skilgreindi hún fleiri ţćtti en ţeir stönguđust ekki á viđ ţessa niđurstöđu.
Versta líđan er hjá ţeim sem störfuđu áfram í deildum ţar sem ađ uppsagnir höfđu átt sér stađ en besta líđan er hjá ţeim sem misstu vinnuna en hafa fengiđ ađra í stađin.
Á jákvćđu nótunum hefur andleg vanlíđan minnkađ síđan 2009 og er ótti um atvinnuleysi til dćmis orđin miklu minni nú en áđur. Í ţví sambandi benti Ásta á ađ útlendingar og ungt fólk er fyrst og fremst ađ missa vinnu sem dregur úr atvinnuóöryggi eldra og reyndara fólks.
MWM
Flokkur: Viđskipti og fjármál | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.