Atferlisfjármál - smá dæmi
15.10.2012 | 21:43
Þú hefur tvo valkosti
Valkostur 1. er að það séu 100% líkur á því að þú hagnist 3.000 krónur
Valkostur 2. er að það séu 80% líkur á því að þú hagnist um 4.000 krónur en á móti kemur að það eru 20% líkur á því að þú fáir ekkert.
Hvorn kostinn velur þú?
Svar:
.....
.....
.....
.....
.....
Það er í raun ekkert rétt svar við þessu. Svangur maður sem á ekki pening fyrir mat ætti augljóslega að velja 1. valkost. Flest okkar ættu, aftur á móti, að velja kost 2. því að miðað við einföld líkindi ætti manneskja að meðaltali að fá 3.200 krónur (4.000 sinnum 0,8).
Það sem að flestir velja, aftur á móti, er valkostur 1. Ástæðan er sú að spurningin er lögð fram sem hagnaður. Fólk er almennt áhættufælið þegar kemur að fjármálum og metur almennt tapaða krónu meira en grædda krónu. Þetta á sérstaklega við þegar að spurningin er lögð með þeim hætti að verið sé að ræða hagnað. Í þessu tilviki segja því um 4 af hverjum 5 manneskjum að þær vilji fá 3.000 krónur án áhættu í hús.
Það er önnur hlið á þessu máli sem ég mun fjalla um síðar.
MWM
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.