Viðvörun Seðlabanka Íslands 2004
12.4.2012 | 14:55
Birgir Ísleifur Gunnarsson, þáverandi formaður bankamaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, hélt ræðu á ársfundi þess í mars árið 2004. Hann sagði meðal annars þetta:
"Þjóðhagsleg skilyrði eru góð þegar á heildina er
litið. Helstu áhyggjuefnin eru útlánaþensla sem er að mestu
fjármögnuð erlendis og hátt eignaverð. Athygli hafa vakið skuldsett
kaup á skráðum sem óskráðum félögum, og eru þau ein skýringin á
mikilli útlánaaukningu banka. Þessi viðskipti hafa þrýst upp verði
nokkurra skráðra fyrirtækja, m.a. fjármálafyrirtækja, og sú spurning
leitar á hverjar afleiðingar það hafi ef og þegar hlutabréfaverð lækkar
að nýju."
Birgir bætti við:
"Hlutfallsleg aukning útlána innlánsstofnana hefur verið mest til
erlendra lánþega, en þó hafa gengisbundin lán til innlendra lánþega
aukist mjög eða um ríflega 45% á síðustu tólf mánuðum. Langt er frá
því að öll þessi gengisbundnu útlán séu til þeirra innlendu fyrirtækja
og einstaklinga sem hafa tekjur í erlendum gjaldeyri eða verja sig fyrir
gengisáhættu með öðrum hætti. Í þessu er fólgin mikil vogun fyrir
lántakendur og lánveitendur."
Einnig sagði hann þetta:
"Í desember sl. sendi Seðlabankinn bréf til stjórnenda viðskiptabankanna
og stærsta sparisjóðs landsins þar sem bankastjórn lýsti
áhyggjum sínum af hraðri aukningu útlána og mikilli erlendri
fjármögnun til skamms tíma. Eins og gengur brugðust menn við með
ólíkum hætti, og einhverjir sögðu: ekki benda á mig. Hið ánægjulega
hefur þó gerst, að bankarnir hafa tekið að lengja í erlendum lánum
sínum þannig að hlutfall skammtímalána og langtímalána hefur batnað
undanfarnar vikur. Þetta er mjög mikilvægt því að varasamt getur
verið að treysta um of á greiða skammtímafjármögnun."
Það er ekki miklu við þessu að bæta. Því miður hafði Birgir ekki tök á því að fylgja þessu eftir því ballið var rétt að byrja. Það er hins vegar athyglisvert að Birgir er strax árið 2004 farinn að benda á flestar hættur útrásarinnar. Hægt er að lesa ræðu Birgis í heild sinni hér - http://www.sedlabanki.is/uploads/files/%C3%81varp%20BIG%2023.3.04.pdf
MWM
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.