Mismunandi kjör húsnæðislána

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) sendi tilkynningu frá sér í dag, 30.3.2012, um að sjóðurinn hafi lækkað vaxtakjör til sjóðfélaga.  Fastir vextir lækka úr 4,4% niður í 3,9% og breytilegir vextir lækka úr 3,9% niður í 3,6%.  Þetta virðist vera jákvætt skref.

Þessi kjör eru hins vegar langt frá því að vera ásættanleg.  Lífeyrissjóður Verzlunarmanna (LIVE) býður sínum sjóðsfélögum vaxtakjör sem eru hin sömu fyrir fasta vexti en breytilegir vextir eru aðeins 2,88%.  Á heimasíðu sjóðsins stendur að miðað sé við nýlega meðalávöxtunarkröfu 30 ára íbúðabréfa.  

Svipað viðmið stóð á heimasíðu LSR í nokkur ár.  Nú virðist sjóðurinn hafa breytt þessum viðmiðum enda álagið nú á vaxtakjörum sjóðsfélaga miðað við meðalvexti 3 íbúðabréfaflokka nýlega í kringum 1,5%! Þetta vekur upp þá spurningu hvort sjóðir séu bundnir af yfirlýsingum sem þeir birta á heimasíðum sínum þegar að þeir veita slík lán.  

Þessi munur á lánskjörum gerir það að verkum að fjölskylda með 30 milljóna króna breytilegt húsnæðislán hjá LSR greiðir rúmlega 210 þúsund meira árlega í vaxtakostnað en fjölskylda með sambærilegt lán hjá LIVE.

MWM 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband