Bloggfærslur mánaðarins, júní 2019

Auglýst eftir stjórnmálamönnum sem vilja lækkun vaxta

Fjölmiðillinn DV.is tók saman helstu áherslur stjórnmálaflokka í aðdraganda síðustu kosninga fyrir um það bil einu og hálfu ári síðan. Ein slík samantekt snéri að efnahags- og atvinnumálum. Hægt er að sjá samantektina hérna.

Ef maður notar leitarvél og slær inn vaxt eða vext þá er greinilegt að lækkandi vaxtastig var mörgum stjórnmálaflokkum ofarlega í huga. Ég afrita hér nokkur brot frá samantekt DV.is. Feitletranir eru mínar, nema hjá Viðreisn og Framsókn þar sem að feitletrunin var hluti af fyrirsögnum í svörum flokkanna.

Björt framtíð: Almennar, gagnsæjar leikreglur, stöðugur gjaldmiðill, lágt vaxtastig, góð ....bla bla bla

Framsókn: Framsókn vill samstarf stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um hvernig hægt sé að stuðla að lækkun vaxta t.a.m. við kjarasamningsgerð.

Framsókn vill stuðla að því að raunvextir á Íslandi lækki

Viðreisn: Lækkun vaxta – stærsta húsnæðismálið

Varanleg lækkun vaxta á húsnæðislánum til lengri tíma er stærsta hagsmunamál kaupenda og leigjenda húsnæðis.

Mestu skiptir að halda stöðugu verðlagi og lágmarka vaxtakostnað heimila og fyrirtækja.

Miðflokkurinn: Allt tengist þetta saman t.d. atvinnulíf, nýsköpun og húsnæðismálin tengist fjármálakerfinu og þá ekki síst vaxtastiginu.

Markmiðin eru þessi í grófum dráttum að á Íslandi verði loksins hægt að viðhalda eðlilegu vaxtastigi sem gerir fólki kleift að eignast heimili hraðar en áður ...bla bla bla

bla bla ....nýjan banka, sem bjóði upp á lægri vexti og auki þar með samkeppni og leiði íslenska fjármálakerfið inn í breyttan heim.

VG: Til að tryggja lága verðbólgu og vaxtastig þarf ...bla bla bla

Flokkur fólksins: Verðtrygging verði afnumin af neytendalánum og fasteignalánum og vextir lækkaðir þannig að þeir verði ekki hærri en best þekkist í nágrannalöndunum.

Samfylkingin: Besta leiðin til þess að tryggja stöðugleika, lækka vexti og auka erlenda fjárfestingu í íslensku atvinnulífi er upptaka evru í kjölfarið á aðild að Evrópusambandinu.

Breytt viðmið

Nú gerðist það um daginn að tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins ákváðu að breyta viðmiði sínu varðandi breytileg verðtryggð lán. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hækkaði vexti sína úr 2,06% í 2,26% og LSR lækkaði sína vexti úr 2,27% í 2,20%. Engin rök voru á bakvið þeim ákvörðunum, heldur eiginlega bara rökleysa.

Ef horft sé fyrri viðmiða þá hefðu vextir átt að lækka niður í 1,93%. Rök stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (stjórn LSR hefur ekki gefið neinar skýringar eftir því sem ég best veit) voru að ekki væru virk viðskipti með HFF bréf (gamla viðmiðið) og því ekki lengur gott viðmið. Nærtækast hefði þá verið að líta til RIKS 30 flokksins og þá hefðu vextir átt að lækka enn frekar, eða niður í 1,67%. Með því að afnema viðmiðin sem stjórnirnar lögðu áður til grundvallar og auglýst voru á heimasíður lífeyrissjóðanna (sem eru skilgreind sem fjármálastofnanir - ég set spurningarmerki um að slíkt standist lög) hafa þeir hækkað vaxtabyrði fjölskyldna um tæplega hálft prósent. Fyrir fjölskyldu sem skuldar 40 milljónir króna þá þýðir það að hún borgar 200 þúsund krónur árlega í vaxtakostnað umfram þeirri upphæð sem hún ætti að borga samkvæmt þeim viðmiðunum sem lífeyrissjóðirnir auglýstu á heimasíðu sinni þegar að lánin voru tekin.

Tapað - fundið

Fjölmiðlar hafa fjallað mikið um þetta mál, enda hefur það tekið leiðinlega stefnu, og hefur þvi ekki farið fram hjá neinum stjórnmálamanni. Í ljósi yfirlýsinga flestra stjórnmálaflokka um að lækkun vaxta sé eitt af aðal stefnumálum þeirra þá furða ég mig á þeirri þ0gn sem hefur ríkt úr þeirri átt. Því auglýsi ég hér með eftir (kannski í tapað - fundið) stjórnmálamönnum sem hafa eitthvað um þetta mál að segja.

MWM

 

 

 

 


Rökleysa stjórnar LIVE

Stjórn Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna birti um daginn eftirfarandi tilkynningu:

Undanfarin ár hafa breytilegir vextir verðtryggðra lána tekið sjálfkrafa breytingum í samræmi við breytingu á ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokksins HFF150434. Viðskipti með þennan skuldabréfaflokk hafa farið verulega minnkandi undanfarin misseri og er hann því ekki eins virkt viðmið fyrir vexti og áður.

Sjóðurinn ákvað því að hækka, í stað þess að lækka, breytilega vexti sjóðsins, þvert á þróun á ávöxtunarkröfu innlendra skuldabréfa síðustu mánuði.

Það eru engin rök fyrir þessari ákvörðun stjórnar lífeyrissjóðsins. Hér nefni ég þrjár rökleysur varðandi hana.

1. Ef vextirnir á HFF bréfunum eru svona óeðlilega lágir, væri ekki tækifæri fyrir þessa sjóði að selja eitthvað af HFF bréfunum? Slíkt myndi ýta ávöxtunarkröfuna á eðlilegt viðmið, það er ef spurning væri um að það væri það ekki nú þegar.

2. Þegar að seljanleiki verðbréfa minnkar, eins og gerst hefur með HFF bréfin, þá ætti ávöxtunarkrafa þeirra að aukast. Þetta seljanleikaálag skuldabréfa er grunnatriði í verðlagningu skuldabréfa. Viðskipti með HFF bréf eru tiltölulega lítil (þau eru þó alveg til staðar) en þau bera samt ótvírætt seljanleikaálag, sem sést með því að bera þau saman við ávöxtunarkröfu RIKS bréfa. 

3. Þetta tengist ofangreindum lið. Eðlilegra væri þá að breyta viðmiðunum yfir í álag á RIKS30 eða annarra spariskírteinaflokka þannig að vaxtaákvarðanirnar yrðu þá hlutlægar en ekki huglægt mat stjórnar. Ávöxtunarkrafa þeirra bréfa er reyndar töluvert lægri en ávöxtunarkrafa HFF bréfa og myndi vaxtaálag lána LIVE hjá sjóðsfélögum með breytileg verðtryggð lán lækka enn meira en það áður var (það er miðað við ávöxtunarkröfu HFF flokksins en ekki ákvörðun stjórnar LIVE). Ávöxtunarkrafa HFF skuldabréfa (alla þrjá flokka) við lok markaða í gær var í kringum 1,15% en 0,95% fyrir RIKS 30 bréfa. Sé ávöxtunarkrafa HFF skuldabréfs orðið slappt viðmið, þá ætti það að leiða til ákvörðunar um lægri vexti fyrir sjóðsfélaga, nánar tiltekið um 0,2%. Samkvæmt því viðmiði ættu breytilegir vextir verðtryggðra lána í dag að vera í kringum 1,55%.

Eftirfarandi er orðrétt úr síðasta pistli mínum, sem tengist þessu máli. Hækkunin, úr 2,06% upp í 2,26% er veruleg, sérstaklega í ljósi þess að þeir hefðu samkvæmt eldri viðmiðunum átt að lækka. Sé miðað við að sjóðurinn hefði lækkað vexti sjóðsfélaga um 0,1%, þá gerir þessi hækkun það að verkum að fjölskylda sem skuldar hjá sjóðnum 40 milljónir króna þarf að greiða 120 þúsund krónur meira í vaxtagjöld á ári, eða um 10 þúsund krónur á mánuði.

MWM

ps. Stjórn LSR hefur ákveðið að herma eftir ákvörðun stjórnar LIVE. Ég set spurningarmerki við lögmæti þeirrar ákvörðunar og mun fjalla um það bráðlega


Breytilegir vextir í öðru veldi

Ég fjallaði nýlega um það að væntanlega fari raunvextir breytilegra vaxta hjá LSR niður fyrir 2%. Það yrði vægast sagt stór áfangi í því að vaxtaþungi íslenskra heimila færist á eðlileg mið. Á heimasíðu LSR kemur eftirfarandi fram varðandi breytilega vexti sjóðsins.

Vextir eru reiknaðir einum mánuði fyrir gildistöku nýrra vaxta (1. desember, 1. mars, 1. júní og 1. september ár hvert) og eru meðaltal ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokks Íbúðalánasjóðs HFF150644 í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands síðustu þrjá mánuðina á undan að viðbættu 0,60% álagi.

Næsta setning á eftir á heimasíðu LSR segir hins vegar:

Stjórn LSR er þó ávallt heimilt að taka ákvörðun um að vextir sjóðfélagalána með breytilegum vöxtum taki breytingum miðað við annað viðmið en að framan greinir eða að þeir breytist samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni og taka þá mið af þróun verðtryggðra vaxta á markaði. 

LSR getur samkvæmt þessu breytt lánakjörum að vild. Sé slíkt gert þá má segja að verðtryggð lán hjá sjóðnum séu með breytilegum vöxtum, sem séu svo í Þokkabót með breytileg viðmið, því þeir breytast ekki bara samkvæmt vaxtamiðunum á markaði heldur einnig vegna geðþótta stjórnar LSR. Í raun eru þetta því breytilegir vextir með breytanleg viðmið, eða breytilegir vextir í öðru veldi.

Þetta var því miður einmitt að gerast hjá Lífeyrissjóði Verzlunarmanna um daginn. Í nýrri tilkynningu sjóðsins kemur eftirfarandi fram:

Undanfarin ár hafa breytilegir vextir verðtryggðra lána tekið sjálfkrafa breytingum í samræmi við breytingu á ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokksins HFF150434. Viðskipti með þennan skuldabréfaflokk hafa farið verulega minnkandi undanfarin misseri og er hann því ekki eins virkt viðmið fyrir vexti og áður.

Því er sjóðurinn að hækka, í stað þess að lækka, breytilega vexti sjóðsins. Hækkunin, úr 2,06% upp í 2,26% er veruleg, sérstaklega í ljósi þess að þeir hefðu samkvæmt eldri viðmiðunum átt að lækka. Sé miðað við að sjóðurinn hefði lækkað vexti sjóðsfélaga um 0,1%, þá gerir þessi hækkun það að verkum að fjölskylda sem skuldar hjá sjóðnum 40 milljónir króna þarf að greiða 120 þúsund krónur meira í vaxtagjöld á ári, eða um 10 þúsund krónur á mánuði.

Einhverra hluta vegna hefur lítið borið á óánægjuröddum vegna þessa. Af hverju er engin manneskja að kvarta undan þessu í dag? Ég skil þetta ekki.

MWM 

ps. Samkvæmt nýrri tilkynningu frá LSR eru litlar líkur á því að sjóðurinn breyti viðmiðum sínum þar sem að hann var að lækka vexti á nýjum lánum sem bera fasta og breytilega vexti. Það er ekki vísbending um að hann fari að sömu leið og Lífeyrissjóður Verzlunarmanna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband