Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Vísitala fjármálalæsis á Íslandi fellur

Stofnun um fjármálalæsi og sálfræðisvið viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík birtir fimmtudaginn 3. maí rannsókn þar sem þekking, viðhorf og hegðun Íslendinga í fjármálum er borin saman við rannsókn Stofnunar um fjármálalæsi frá árinu 2008.  Maður teldi að augljóslega hafi öll sú umræða sem átt hefur sér stað um fjármál í kjölfar Hrunsins skilað sér í betri almennri þekkingu um fjármál.  Hið ótrúlega er að samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar er fjármálalæsi Íslendinga að hraka.  Af 11 samanburðarhæfum spurningum var meðalskorið 2008 53% en hefur nú fallið niður í 47% og var aðeins einni spurningu oftar rétt svarað árið 2011 borið saman við 2008.

Það er þó einnig ýmislegt jákvætt sem fram kemur í niðurstöðunum.  Færri Íslendingar nota yfirdrátt nú og er yfirdrátturinn að meðaltali lægri.  Einnig virðist skilningur vera ríkur varðandi sambandið á miklum gróða og áhættu og einnig að verðbólga auki hækkun framfærslukostnað. 

Þetta breytir ekki þeirri staðreynd að þessar niðurstöður benda til þess að hérlendis er allt of lítið gert af því að fræða fólk um fjármál.  Skólar undirbúa börn til að verða að fullgildum meðlimum samfélagsins sem getur hjálpað sér eins og fullorðið fólk.  Hefur reynsla undanfarinna ára ekki kennt okkur Íslendingum að fjármálakennsla þurfi að vera hluti af almennri fræði rétt eins og stærðfræði og efnafræði?

Hægt er að lesa sér til um skýrsluna með því að fara á vefslóðina www.fe.is.  Fyrir þá sem eru lesa þetta snemma dags er vert að benda á að skýrslan er kynnt í höfuðstöðvum Arion banka klukkan 8.30.

MWM

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband