Viltu nammi væni?
13.12.2021 | 09:41
a. Þegar ég var þriggja ára fékk ég nokkrar krónur gefins. Mamma mín spurði hvað ég ætlaði að gera við peninganna. Ég sagðist ætla að fara út í Freyjubúð til að kaupa meiri pening. Þetta vakti mikla kátínu og var þessi saga fastur liður í fjölskylduboðum í mörg ár; allir hlógu.
b. Árið 2007 auglýsti ákveðinn sparisjóður íbúðalán í sjónvarpinu. Fyrst sást í tening með íslenskum krónum og háum vöxtum og svo breyttust hliðar teninganna í erlendar myntir með lægri vöxtum. Ekki kom fram eitt orð um hversu áhættusöm slík lántaka var. Engin manneskja hló vegna þessa í árslok 2008.
c. Árið 2021 er verið að auglýsa í útvarpinu að hægt sé að kaupa pening. Ég heyri þó enga manneskju hlæja.
MWM
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning