Már Wolfgang Mixa - Stjórnarframbođ
8.2.2021 | 13:26
Ég hef ákveđiđ ađ bjóđa mig fram til stjórnarsetu í nokkrum skráđum félögum á Íslandi. Markmiđ mín í setu stjórna verđur ađ leitast viđ ađ skapa virđi í rekstri fyrirtćkja međ skynsömum hćtti.
Sjálfur hef ég kennt virđismat fyrirtćkja í mörg ár í Háskólanum í Reykjavík, ţar sem lögđ er áhersla á skilning varđandi virđisaukningu fyrirtćkja međ tilliti til vaxtar og hagrćđingar og ţeirri áhćttu sem slíku fylgir. Auk ţess vann ég áđur viđ margvísleg störf í fjármálageiranum og tel reyndar nokkuđ víst ađ enginn einstaklingur hafi jafn víđtćka reynslu innan fjármálageirans og ég. Í ţví fólst međal annars vinna í tengslum viđ uppsetningu verđbréfasjóđa, lífeyrissparnađar og stofnun fjármálafyrirtćkja, sem ţurfti ađ sjálfssögđu ađ vinna í samstarfi međ stjórnum sem ţurftu ađ fylgja ströngum lögum og reglum varđandi fjármálamarkađi.
Í tengslum viđ frambođ mín verđ ég međ ţrjár sérstakar áherslur. Ţćr eru:
1. Arđgreiđslustefna, sem felur međal annars í sér ađ endurkaup eigin bréfa verđi afnumin.
2. Vernd minni hluthafa.
3. Fyrirtćki eigi nćgan varasjóđ ef á móti blási.
Fyrstu tvćr áherslurnar eiga ađ stuđla ađ ţví ađ virkja almenning í ţví ađ fjárfesta aftur í hlutabréfum, en íslenskur almenningur gerir slíkt almennt ekki eftir slćma og afar eftirminnilega reynslu áriđ 2008. Sú ţriđja snýr ađ stöđugleika í rekstri ţeirra. Ég skýri hvern liđ um sig betur nćstu daga.
Fari svo ađ ég verđi kosinn í einhverja af ţessum stjórnum mun ég skipta launum mínum eftir skatta vegna stjórnarsetu í tvo jafna hluta. Annar helmingurinn fer í kaup bréfa í ţví fyrirtćki sem ég er kosinn í stjórn. Sjálfur tel ég ađ stjórnarmenn eigi ađ fjárfesta ákveđinn hluta af sparnađi sínum í ţau fyrirtćki sem ţeir bera ábyrgđ á. Hinn helmingurinn verđur variđ til ađ styrkja fimm góđgerđarsamtök. Ţau eru Ljósiđ, Félag heyrnalausra, Rauđi Kross Íslands, Ţroskahjálp og Kvennaathvarfiđ.
Már Wolfgang Mixa
Flokkur: Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:56 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ţú ert innskráđ(ur) sem .
Innskráning