Már Wolfgang Mixa - Stjórnarframboð

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til stjórnarsetu í nokkrum skráðum félögum á Íslandi. Markmið mín í setu stjórna verður að leitast við að skapa virði í rekstri fyrirtækja með skynsömum hætti.

Sjálfur hef ég kennt virðismat fyrirtækja í mörg ár í Háskólanum í Reykjavík, þar sem lögð er áhersla á skilning varðandi virðisaukningu fyrirtækja með tilliti til vaxtar og hagræðingar og þeirri áhættu sem slíku fylgir. Auk þess vann ég áður við margvísleg störf í fjármálageiranum og tel reyndar nokkuð víst að enginn einstaklingur hafi jafn víðtæka reynslu innan fjármálageirans og ég. Í því fólst meðal annars vinna í tengslum við uppsetningu verðbréfasjóða, lífeyrissparnaðar og stofnun fjármálafyrirtækja, sem þurfti að sjálfssögðu að vinna í samstarfi með stjórnum sem þurftu að fylgja ströngum lögum og reglum varðandi fjármálamarkaði.

Í tengslum við framboð mín verð ég með þrjár sérstakar áherslur. Þær eru:

1.       Arðgreiðslustefna, sem felur meðal annars í sér að endurkaup eigin bréfa verði afnumin.

2.       Vernd minni hluthafa.

3.       Fyrirtæki eigi nægan varasjóð ef á móti blási.

Fyrstu tvær áherslurnar eiga að stuðla að því að virkja almenning í því að fjárfesta aftur í hlutabréfum, en íslenskur almenningur gerir slíkt almennt ekki eftir slæma og afar eftirminnilega reynslu árið 2008. Sú þriðja snýr að stöðugleika í rekstri þeirra. Ég skýri hvern lið um sig betur næstu daga.

Fari svo að ég verði kosinn í einhverja af þessum stjórnum mun ég skipta launum mínum eftir skatta vegna stjórnarsetu í tvo jafna hluta. Annar helmingurinn fer í kaup bréfa í því fyrirtæki sem ég er kosinn í stjórn. Sjálfur tel ég að stjórnarmenn eigi að fjárfesta ákveðinn hluta af sparnaði sínum í þau fyrirtæki sem þeir bera ábyrgð á. Hinn helmingurinn verður varið til að styrkja fimm góðgerðarsamtök. Þau eru Ljósið, Félag heyrnalausra, Rauði Kross Íslands, Þroskahjálp og Kvennaathvarfið.

Már Wolfgang Mixa

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband