Gamestop - skortur á bréfum eru ekki ný sannindi, en í dag þó öðruvísi

Mikið er rætt um skortsölu þessa daganna í framhaldi af því að margir fjárfestar græddu ógurlega á því að keyra upp gengið á hlutabréfum Gamestop verslana. Margir fjárfestar höfðu tekið skortstöðu í bréfum Gamestop, sem felur í sér að þeir veðjuðu á að bréfin myndu lækka, ekki hækka, í virði. Hámarkið sem menn geta hagnast á slíku er hversu mikið þeir skortselja bréfin.

Dæmi um einstaklinga í stöðutökum sem högnuðust á svona er að í október árið 2008 voru viðskipti enn að eiga sér stað með bréf Kaupþings banka í Svíþjóð, jafnvel þó að bankinn hefði þá þegar verið yfirtekinn af stjórnvöldum og bréfin því í sjálfu sér verðlaus. Skortsalar voru einfaldlega að kaupa til baka bréfin sem þeir höfðu fengið lánuð til að skila þeim til eigendanna, sem höfðu lítið augljóslega að gera með þau. Þeir fjárfestar fengu nánast alla stöðu sína til baka.

Hækki aftur á móti gengi bréfa sem skortsalar hafa tekið stöðu í þá er í raun engin takmörk fyrir tapi þeirra, rétt eins og skortsalar Gamestop hafa nýlega verið minntir á. Hópur manna á netinu, aðallega Reddit spjallhópnum, "réðust" á skortsalanna með því að kaupa bréf í fyrirtækinu og keyrt gengi þess þannig upp í ótrúlegar hæðir, og hafa hingað til hagnast gífurlegar fjárhæðir. Rétt er að taka það fram að þetta getur snúist við með undraverðum hraða, og reyndar tel ég að slíkt geti hæglega gerst.

Þetta er þó alls ekki í fyrsta sinn í sögunni sem slíkt gerist. Það var reyndar afar algengt að stórir fjárfestar, sem höfðu oft ítök í fjölmiðlum, léku þennan leik. Fyrsta þekkta dæmið um slíkt hafði þó ekkert með fjölmiðla að gera. Árið 1834 tók þekktur fjárfestir, Jacob Little, eftir því að töluvert margir fjárfestar höfðu tekið skortstöðu í Morris Canal and Banking, en gengi hlutabréfa fyrirtækisins höfðu hækkað mikið. Little gerði sér lítið fyrir og keypti með hópi manna hér um bil öll bréf sem tiltæk voru á markaðinum á meðalgengi í kringum $10. Skortsalarnir áttuðu sig ekki á þessu tímanlega og mánuði seinna hafði gengi þeirra hækkað í $185 á hvern hlut. Little og samreiðamenn hans græddu stórkostlegar fjárhæðir. 

Það sem gerir þetta dæmi hins vegar sérstakt er að þetta er í fyrsta sinn sem smáir fjárfestar, að því er ég best veit, tóku snúning á þeim reyndari og stóru.

Gamestop skortsalar hefði líklegast þurft að hafa betri þekkingu á sögu fjármála áður en þeir tóku þessa miklu áhættu. Þeir sem vilja núna taka áhættu með Gamestop bréfum ættu þó einnig að hafa það í huga að Little gekk ekki alltaf jafn vel með stöðutökur sínar og varð nokkrum sinnum gjaldþrota og dó auralaus maður.

Ég fjallaði um þetta í Silfrinu um helgina - hér er upptaka af þættinum.

MWM

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband