Tillaga að jólagjöf - Afnám haftanna

afnam haftannaNeikvæð efnahagsleg áhrif sökum Covid-19 hafa ekki framhjá fólki. Eitt af því sem hefur reynst örlagaríkt er hversu vel ríkissjóður var staddur í upphafi faraldurs. Hefði skuldahlutfall Íslendinga verið í líkingu við ástandið árin eftir hrun þá hefði verið miklu minna rými fyrir ríkissjóð til að bregðast við. Ein stór ástæða þess hversu vel ríkissjóður var í stakk búinn að sporna við neikvæðum áhrifum Covid-19 má rekja til ársins 2015.

Þetta var árið sem að fyrstu alvöru skrefin voru tekin varðandi afnámi gjaldeyrishafta sem sett voru í nauðvörn íslensks efnahagslífs árið 2008. Höfðu margir áhyggjur af því, og höfðu góða ástæðu til, að slík höft yrðu viðvarandi. Er þess skemmst að minnast að svipuð höft voru sett árið 1930 og áttu þau að vara til skamms tíma. Þau voru hins vegar ekki afnumin fyrr en árið 1995. Það var tiltölulega lítill hópur fólks sem á heiður af því að þau voru afnumin og færðu ríkissjóð gríðarlegan ábata, meiri en flestum óraði fyrir.

Þegar að höftin voru afnumin snemma sumars 2015 áttuðu fáir sig á því hversu mikilvæg þau voru. Eru þau að mínu mati til dæmis stór ástæða þess að hægt var að hefja feril á lækkun vaxta. Keypti ég sjálfur til dæmis ríkisbréf strax í framhaldinu, enda sannfærður um að vextir ættu eftir að lækka mikið (virði ríkisbréfa með langan tíma til gjalddaga hækkar þegar að almennt vaxtastig lækkar) vegna þessa aðgerða. Enn í dag gera fæstir sér grein fyrir umfangi þess.

Þessi atriði koma fram við lestur bókarinnar Afnám haftanna eftir Sigurð Má Jónsson. Fyrir fólk sem vantar hugmynd að jólagjöf fyrir einhvern sem hefur áhuga á hlutum sem tengjast íslensku efnahagslífi, þá er þetta tilvalin gjöf í ár.

MWM


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband