Íbúðalán jafn "dýr" og ríkisbréf

Dagurinn í dag er einstakur í sögu fjármála á Íslandi og jafnvel þó að víðar væri leitað. Ávöxtunarkrafa í lengsta flokki óverðtryggðra ríkisbréfa (miðað við kaupkröfu á RB31)er þegar þetta er skrifað 3,30% samkvæmt upplýsingum á síðunni keldan.is. Þetta er sama prósenta og vaxtakjörin sem fólki býðst hjá Landsbanka Íslands svo lengi sem að lánshlutfallið fari ekki yfir 70%.  

Það kostar með öðrum orðum íbúðaeigendum jafn mikið að fjármagna hús sín og ríkinu að fjármagna rekstur sinn. Hægt er jafnvel að halda því fram að ríkið fjármagni sig á hærri vaxtakjörum því að gjalddagi ríkisbréfa er eftir 11 ár en húsnæðislán greiðast upp á líftíma sem er almennt töluvert lengri. Almennt hækkar ávöxtunarkrafan eftir því sem að líftími lána lengist. Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa með gjalddaga árið 2028 er til að mynda um það bil 0,15% lægri. Almenn fjármálafræði gera ráð fyrir að ríkisbréf beri lægstu ávöxtunarkröfuna á hverjum markaði og svo bætist við áhættuálag miðað við lánshæfni skuldara. Í dag er hún samkvæmt ofangreindu ekki til staðar og er jafnvel neikvæð á Íslandi.

Því er ekki hægt að segja annað en að vaxtakjör íbúðalána á Íslandi séu einstaklega góð. Margir, ég þar á meðal, hafa bent á síðustu ár að vaxtakjör á Íslandi séu allt of há. Í dag á slíkt alls ekki við. 

MWM


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband