Íbúđalán jafn "dýr" og ríkisbréf

Dagurinn í dag er einstakur í sögu fjármála á Íslandi og jafnvel ţó ađ víđar vćri leitađ. Ávöxtunarkrafa í lengsta flokki óverđtryggđra ríkisbréfa (miđađ viđ kaupkröfu á RB31)er ţegar ţetta er skrifađ 3,30% samkvćmt upplýsingum á síđunni keldan.is. Ţetta er sama prósenta og vaxtakjörin sem fólki býđst hjá Landsbanka Íslands svo lengi sem ađ lánshlutfalliđ fari ekki yfir 70%.  

Ţađ kostar međ öđrum orđum íbúđaeigendum jafn mikiđ ađ fjármagna hús sín og ríkinu ađ fjármagna rekstur sinn. Hćgt er jafnvel ađ halda ţví fram ađ ríkiđ fjármagni sig á hćrri vaxtakjörum ţví ađ gjalddagi ríkisbréfa er eftir 11 ár en húsnćđislán greiđast upp á líftíma sem er almennt töluvert lengri. Almennt hćkkar ávöxtunarkrafan eftir ţví sem ađ líftími lána lengist. Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa međ gjalddaga áriđ 2028 er til ađ mynda um ţađ bil 0,15% lćgri. Almenn fjármálafrćđi gera ráđ fyrir ađ ríkisbréf beri lćgstu ávöxtunarkröfuna á hverjum markađi og svo bćtist viđ áhćttuálag miđađ viđ lánshćfni skuldara. Í dag er hún samkvćmt ofangreindu ekki til stađar og er jafnvel neikvćđ á Íslandi.

Ţví er ekki hćgt ađ segja annađ en ađ vaxtakjör íbúđalána á Íslandi séu einstaklega góđ. Margir, ég ţar á međal, hafa bent á síđustu ár ađ vaxtakjör á Íslandi séu allt of há. Í dag á slíkt alls ekki viđ. 

MWM


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af fimm og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband