Það ríkir enn 2007 ISK

Ég skrifaði fyrir tæpum tveimur árum síðan greinina 2007 ISK. Þar benti ég á að að teknu tilliti til gengi íslensku krónunnar gagnvart þeirri dönsku (sem er beintengd evrunni), verðbólgu í Danmörku og launavísitölunnar á Íslandi þá væri danska krónan ódýrari fyrir Íslendinga heldur en hún var árið 2007 þegar að allt lék í lyndi hér, á yfirborðinu í það minnsta.

Augljóst var að ég taldi að íslenska krónan gæti hæglega gefið eftir. Eftir fall íslensku krónunnar síðustu vikur, og sérstaklega daga, þá gætu margir talið að nú loks hafi sú stund runnið upp. Það er öðru nær. Við lifum enn í 2007 ISK raunveruleika. Sumt fólk var einfaldlega farið að venjast enn frekari styrkingu á ISK. Það voru hins vegar ótal mörg teikn á lofti um að slíkt gengi ekki til lengdar sem ég ætla ekki að endurtaka hérna.

Ég uppfærði útreikninga mína í dag samkvæmt sömu forsendum að ofan. Miðað við þær þá kostar það okkur Íslendinga um 3% meira að kaupa danskar krónur nú en þegar ég skrifaði grein mína í nóvember 2007. Í millitíðinn hafði sá kostnaður hins vegar lækkað um 7-8%. Danska krónan er fyrir Íslendinga þó enn um það bil 10% ódýrari núna en hún var árið 2007. 

MWM


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband