Selja Landsbankann og hugsanlegar höfuðstöðvar í leiðinni

Töluverður umboðsvandi virðist ríkja varðandi Landsbankann þessa daganna. Bankinn vill byggja höfuðstöðvar í miðbænum sem fyrirséð er að verði dýrar í byggingu. Stjórnendateymi bankans telur að sá kostnaður fáist til baka þegar að til lengra tíma er litið.

Ríkið er langstærsti hluthafi bankans. Engu að síður hafa talsmenn helstu ráðamanna landsins opinberlega lýst yfir efasemdum á slíkum áformum. Í þeim hópi eru alþingismenn sem nú mynda meirihluta ríkisstjórnarinnar og jafnvel leiða hana. Maður skyldi ætla að þeir réðu hvað bankinn gerir og gerir ekki.

Það er einfalt að leysa þetta mál. Ríkið ætti að selja bankann. Umræða hefur verið að fara svokölluðu norsku leiðina í þeim efnum, sem felst í því að ríkið selji 60% hlut og ætti eftir 40%. Þannig réðu öfl sem hefðu hagsmuni bankans í fyrirrúmi hvað arðsemi varðar. Aftur á móti ætti ríkið áfram hlut í bankanum þannig að það hefði ákveðið neitunarvald sé bankinn að færast á braut þar sem að samfélagsleg gildi væru hvergi lengur sjáanleg.

Með þessu myndi stjórn bankans, skipuð aðallega af einstaklingum í umboði stærstu eigenda bankans (að ríkinu undanskildu), taka ákvörðun um það hvort að ný bygging ætti að rísa í miðbænum, á öðrum stað eða hvort nauðsynlegt sé yfir höfuð að byggja nýja byggingu. Væri niðurstaðan sú að byggingin væri fjárhagslega hentug þá myndu eigendur bankans samþykkja það og hlutur ríkisins í slíkri byggingu yrði "einungis" 40%.

Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni. Fjallaði ég til að mynda um hana varðandi sölu á HS Orku fyrir nokkrum árum síðan og einnig fjallaði fjármálaráðherra um þetta í vor.

Eigið fé bankans var rúmlega 230 milljarða króna í upphafi 2. ársfjórðungs á þessu ári. Miðað við eðlilegan hagnað væri það komið í það minnsta 250 milljarða króna verði 60% hlutur bankans seldur á næstu 12-18 mánuðum. Hagnaður Landsbankans á seinasta ári var 30 milljarða króna eftir skatta. Miðað við margfaldarann 1,2 á eigið fé bankans yrði markaðsvirði hans ríflega 300 milljarða króna. Sé hagnaður ársins 2014 margfaldaður með 12 væri markaðsvirðið 360 milljarða króna. Með því að selja 60% hlut í bankanum fengi ríkið samkvæmt ofangreindum forsendum í kringum 200 milljarða króna í sinn hlut en ætti eftir sem áður 40% hlut í bankanum.

MWM 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband