Inn og út um sparnað - Kauphallardagurinn í HR
15.11.2013 | 18:33
Laugardaginn, 16.11., verður Kauphallardagur í HR. Fjallað verður um sparnað og leiðir til áhættudreifingar. Hægt er að nálgast dagskránna hér - http://www.ru.is/haskolinn/vidburdir/nr/29900.
Ég mun fjalla um atferlisfjármál í erindi mínu, Inn og út um sparnað. Beini ég sjónum að því hvernig sannleikur varðandi fjárfestinga er miklu breytilegri en fólk almennt telur. Í því sambandi eru sveiflur í því hvað sé skynsamleg fjárfestingarstefna ótrúlega miklar á milli ára, jafnvel þegar um langtímasparnað er að ræða.
Flestir telja til dæmis í dag að hlutabréf séu slæmur fjárfestingarkostur. Það er e.t.v. ekki undarlegt, gríðarlegt tap fylgdi falli bankanna og hlutafjáreigendur þeirra urðu fyrir miklum skakkaföllum. Stundum eru hlutir þó ekki alveg svo einfaldir.
Ef einhver hefði til dæmis lagt í árslok 2001 jafn mikla upphæð í eftirtalin félög, hver hefði árleg ávöxtun verið þann 10.10.2008?
Félögin eru:
Kaupþing
Landsbankinn
Íslandsbanki
Actavis
Össur
Marel
Skrollið niður til að sjá svarið....
...
...
...
...
...
...
...
...
...
...
...
...
...
...
...
...
...
...svarið er 12% árleg ávöxtun!
Rétt; öll sú fjárhæð sem lögð var í bankanna hefði tapast en gengi Actavis bréfa næstum því tífaldaðist á þessu tímabili og árleg ávöxtun hlutabréfa Marels var tæplega 17% og hlutabréfa Össurar 8%.
Lærdómurinn er að áhættudreifing er lykilatriði þegar að kemur að fjárfestingum.
MWM
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning