Michael Lewis - fjármálabćkur í sumarfríinu

Árlega ţegar viđ hjónin erum ađ spá i hvađa bćkur eigi ađ taka međ í sumarfríiđ lendum viđ í samningaferli sem felst í ţví ađ ég vil bara taka međ mér bćkur varđandi fjármál en hún bendir (réttilega) á ađ ég ćtti ađ lesa eitthvađ annađ en fjármál, sérstaklega ţegar ég eigi ađ vera í alvöru hvíld frá heimi fjármála. Oftast endar ţetta međ ţví ađ ég tek eina bók varđandi fjármál og ađra um allt annađ en ţađ tiltekna efni. 

Fyrir ţá sem vilja frekar blanda saman áhugavert efni og fjármál ţá eru bćkur eftir Michael Lewis tilvaldar. Hann skrifar međ ţeim hćtti ađ mađur gleymir ţví oft ađ veriđ sé ađ fjalla um fjármál. Í hugum sumra er ţađ reyndar ókostur, enda ýkir hann stundum i skrifum sínum til ađ skapa skemmtilegri lesningu. 

Slíkt kemur fram í bókinni Boomerang. Helsti ókostur hennar er ađ mađur fćr ţađ oft á tilfinningunni ađ veriđ sé ađ einblína of mikiđ a stađalmyndir ţjóđa. Bókin tekur fyrir fimm ţjóđir og hegđun ţeirra í tengslum viđ fjármál. Er ţá sjónum ađallega beint ađ ţví hvađa hegđun varđ til ţess ađ ţjóđir töpuđu mismiklu magni af peningum í fjármálakreppunni nýlega og međ hvađa hćtti (sem var afar mismunandi). Ţađ ţarf kannski ekki ađ koma mjög á óvart ađ fyrsti kaflinn er um Island. 

Ţessi bók er stórskemmtileg lesning sem sýnir hvernig ákveđinn einkenni ţjóđa (sem erfitt er ađ skilgreina en réttlćtir ađ ákveđnu leyti óhófleg not Lewis á stađalmyndum) kom fram í darrađardansi fjarmala i upphafi ţessa áratugar.

Önnur afar áhugaverđ bók eftir Lewis er The Big Short. Hún fjallar um nokkra einstaklinga sem högnuđust gífurlega á ţví ađ taka skortstöđur á húsnćđismarkađinum í Bandaríkjunum árin 2005 til 2008. Ţađ er ótrúlegt ađ lesa í einni lotu hversu augljós bóla hafđi myndast og hversu fáir sáu hana. Hún lýsir ţví einnig vel hversu erfitt ţađ er fyrir menn í fjárfestingum ađ synda á móti straumnum. Eitt sláandi dćmi er mađur sem hafđi skapađ eigendum sjóđs sem hann stýrđi gífurlegan hagnađ en ţrátt fyrir ţađ var hann bitur eftir reynsluna. Honum fannst ţetta hreinlega vart hafa veriđ ţess virđi eftir ađ hafa ţurft ađ sannfćra fjárfesta sína í mörg ár ađ stefna hans vćri rétt og ţegar ađ slíkt kom í ljós voru ţakkirnar takmarkađar. 

Ađ lokum er vert ađ benda á sígilda bók Lewis, Liar's Poker, sem fjallar um reynslu hans í verđbréfaheiminum á áttunda áratugnum. Hann hefur sjálfur sagt í viđtölum síđar ađ hann telji ađ landslagiđ hafi einungis versnađ síđan ţá. Ég hef áđur skrifađ um ţá bók og er slóđ ađ ţeim skrifum hér - http://www.slideshare.net/marmixa/20030227-liars-poker.

Sjálfur mćli ég eindregiđ međ Boomerang sem lesningu í sumarfríinu í ár. Íslendingar geta flestir haft gaman af kaflanum um sitt eigiđ land og jafnvel ekki síđur önnur lönd, sérstaklega ef veriđ sé ađ heimsćkja ţau. Konan mín gćfi mér í hiđ minnsta grćnt ljós á hana.

MWM 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af níu og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband