Fjármálabók alþingismanna í sumarfríinu

Meðal ókosta sem nefndir eru til sögunnar varðandi tillögum ríkisstjórnaflokka um niðurfærslu lána er að niðurfærslurnar skapi óeðlilega mikla þenslu og ýti enn frekar undir hækkun verðbólgu. Fólk fær tékka sendan heim til sín og í stað þess að nota hann til að greiða upp skuldir þá rjúki það í umvörpum og kaupi enn stærri flatskjái og alls kyns ónauðsynjar sem keyra upp eftirspurn sem innstæða er ekki fyrir.

Það er einföld leið framhjá þessu. Í stað þess að senda tékka heim til fólks þá er höfuðstóll lána lækkaður, sem þýðir að greiðslubyrðin verður viðráðanlegri. Það sem meira er, slíkt dregur úr peningafjármagni í umferð. Búið var að mynda peninga úr nánast loftinu einu saman við það að skapa skuld (og því þenslu) en þegar að hún er að hluta til endurgreidd þá hverfur sá hluti peningamagnsins úr umferð.

Þannig mun verðbólga ekki aukast. Ástæðan er að peningamagn í umferð dregst saman. Ómögulegt er að reikna út hversu margir munu sporna við þeim áhrifum en ólíklegt er að lækkun höfuðstóls lána að ákveðnu marki leiði til einhvers neyslubrjálæðis.

Auk þess er vert að líta til sögunnar. Svíar greiddu niður húsnæðisskuldir sínar í kjölfar bankakreppunnar sem var hrikaleg þar í upphafi tíunda áratugarins. Ástandið þar á því tímabili minnti mjög á aðstæður núna á Íslandi. Því má við bæta að eitt af loforðum Sjálfsstæðisflokksins, sem ég sakna í umræðunni, var að hvetja fólk að niðurgreiða húsnæðislán og fá á móti skattaafslátt. Með því dregur enn frekar úr peningamagni í umferð (og verðbólguþrýsting) og hvetur til aðhalds í fjármálum.

Stjórnmálamenn sem eru að karpa um þessi mál ættu að lesa í sumarfríinu bókina The Origin of Financial Crisis eftir George Cooper. Titillinn er að ákveðnu leyti villandi því hún lýsir því fyrst og fremst hvernig ofþensla myndast vegna of mikilla lánveitinga í samfélaginu, ekki peningaprentunar (sem er þó ekki til eftirbreytni). Hún lýsir því hvernig óhófleg myndun lánveitinga myndar óstöðugleika í efnahagslífinu en fjallar líka hvernig draga megi úr henni. Cooper sýnir með skemmtilegum hætti hvernig óhóflegar lánveitingar geta skapað fjármálakreppu og er titill bókarinnar dreginn af þeim hluta umræðunnar.

Hægt er að fá bókina hér á amazon.com - http://www.amazon.com/The-Origin-Financial-Crises-Efficient/dp/0307473457/ref=cm_cr_pr_pb_t en ég held að hún sé einnig fáanleg í Bóksölu Stúdenta - http://www.boksala.is/DesktopDefault.aspx/tabid-8/prodid-48908/ .

MWM


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu þá ósammála Gunnari Tómassyni hagfræðingi um að kosningaloforð xB sé rugl? Sjá nánar pistil hans frá því í gær hér, http://blog.pressan.is/gunnart/2013/06/23/eignir-krofuhafa-og-leidretting-skulda/

Ég á erfitt með að átta mig á hvar skilur á milli ykkar álita á þessu flókna viðfangsefni, geturðu frætt mig eitthvað um það?

Flowell (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 19:07

2 Smámynd: Már Wolfgang Mixa

Það fer eftir því hvort að skuldir verði einfaldlega lækkaðar eða fólk fái tékka heim til sín. Tékki jafngildir peningaprentun. Lækkun skulda þýðir að fjármagn er tekið úr umferð.

Már Wolfgang Mixa, 24.10.2013 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband