Íslensk skuldabréf - langtímasjónarmiđ
21.3.2013 | 09:11
Miklar sveiflur urđu á gengi íslenskra skuldabréfa í síđustu viku. Helsta ástćđa ţess var sú sýn ađ erlendir fjárfestar í "gíslingu" međ fé sitt á Íslandi mćttu ekki eiga áfram ţau skuldabréf sem mest viđskipti eru međ og ţví vćri tímabundin söluţrýstingur í farvatninu. Einhver lýsti ţessu sem "slátrun" á skuldabréfamarkađi. Nú ţegar ađ lćkkunin er ađ mestu gengin til baka kallast ţetta leiđrétting (Már Guđmundsson tók ţannig til orđa), eitthvađ sem ég hef aldrei skiliđ; kom í millitíđinni í ljós einhver skekkja í útreikningum á markađsvirđi skuldabréfa?
Ţađ sem skiptir ţó öllu máli er ađ skuldabréf eru enn verđlögđ á ţeim kjörum ađ ţau eru góđur kostur (hér skauta ég framhjá ţví ađ íslensk ríkistryggđ skuldabréf eru ekki nauđsynlega án skuldaraáhćttu, en í skugga gjaldeyrishafta má segja ađ ţau séu sá kostur sem komist nćst ţví). Vöxtur vergrar landsframleiđslu jókst ađeins um tćp 2% á síđasta ári og ekki virđist breyting til batnađar vera í farvatninu. Í ljósi ţess sterka sambands sem ríkir á milli ţjóđarframleiđslu og ávöxtunarkröfu sem hćgt er ađ gera til ríkispappíra (og reyndar hlutabréfa líka) var hćkkun ávöxtunarkröfunnar byggđ á skammtímasjónarmiđum.
Til samanburđar má benda á ađ bandarísk verđtryggđ skuldabréf tryggđ af ríkinu (ţau eru til) bera nú enga raunávöxtun á međan ađ á Íslandi bera svipuđ bréf í kringum 2,5% raunávöxtun.
Skuldabréf eru langtímafjárfesting og ţví ţarf ađ líta fyrst og fremst til langtímasjónarmiđa ţegar veriđ er ađ fjárfesta í slíkum pappírum.
Ţví skiptir ţađ litlu máli til lengri tíma hvort ađ einhverjum fjárfestum sé bannađ eđa ekki ađ eiga í íslenskum ríkispappírum. Sé erlendum kröfuhöfum bannađ ađ eiga í ţeim ţá aukast líkur á ţví ađ gjaldeyrishöftum sé aflétt og litiđ sé á nýjan leik á fjárfestingakosti međ langtímasjónarmiđ ađ leiđarljósi. Íslensk skuldabréf eru enn međ ţađ háa ávöxtunarkröfu ađ ekki er ástćđa til ţess ađ selja ţau á ţessum kjörum.
MWM
Flokkur: Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:19 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.