Fyrirlestramaraþon HR - Menning og fjármál

Á morgun, miðvikudaginn 20. mars, verður hið árlega fyrirlestramaraþon HR haldið. Allir fyrirlestrar eru stuttir, í kringum 6-8 mínútur, sem þýðir að verið er að kynna í afar stuttu máli ýmsar rannsóknir og verkefni sem verið er að vinna að innan fræðisamfélagsins.

Ég mun kynna hluta af mínum rannsóknum í PhD námi mínu í HR. Fyrirlesturinn heitir Menning og fjármál sem er lýsandi titill viðfangsefnisins og verður hann fluttur klukkan 13.15 í stofu V101. Sýnt verður hvernig Íslendingar eru almennt svipaðir öðrum Norðurlandaþjóðum. Um þetta hefur verið skrifað og telst vera almenn vitneskja. Rannsóknir í anda menningarvídda Hofstede styðja slík almenn viðhorf. 

Aftur á móti virðumst við sem þjóð hegða okkur meira í anda annarra þjóða þegar kemur að fjármálum, aðallega þjóða sem eru í fréttum vegna óskynsamlegrar stefnu í þeim efnum. Farið verður yfir hvaða atriði það er sem hefur líklegast mestu áhrif á slíka hegðun í fari okkar. Þessu stefni ég að koma á framfæri á innan við 8 mínútum; gangi mér vel.

MWM


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband