Fyrirlestramaraţon HR - Menning og fjármál

Á morgun, miđvikudaginn 20. mars, verđur hiđ árlega fyrirlestramaraţon HR haldiđ. Allir fyrirlestrar eru stuttir, í kringum 6-8 mínútur, sem ţýđir ađ veriđ er ađ kynna í afar stuttu máli ýmsar rannsóknir og verkefni sem veriđ er ađ vinna ađ innan frćđisamfélagsins.

Ég mun kynna hluta af mínum rannsóknum í PhD námi mínu í HR. Fyrirlesturinn heitir Menning og fjármál sem er lýsandi titill viđfangsefnisins og verđur hann fluttur klukkan 13.15 í stofu V101. Sýnt verđur hvernig Íslendingar eru almennt svipađir öđrum Norđurlandaţjóđum. Um ţetta hefur veriđ skrifađ og telst vera almenn vitneskja. Rannsóknir í anda menningarvídda Hofstede styđja slík almenn viđhorf. 

Aftur á móti virđumst viđ sem ţjóđ hegđa okkur meira í anda annarra ţjóđa ţegar kemur ađ fjármálum, ađallega ţjóđa sem eru í fréttum vegna óskynsamlegrar stefnu í ţeim efnum. Fariđ verđur yfir hvađa atriđi ţađ er sem hefur líklegast mestu áhrif á slíka hegđun í fari okkar. Ţessu stefni ég ađ koma á framfćri á innan viđ 8 mínútum; gangi mér vel.

MWM


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband