Norskur Landsbanki Íslands

Í ađsendri grein Helga Magnússonar í síđasta mánuđi kemur hann fram međ ţá skođun ađ selja eigi ákveđinn hluta ríkisins í Landsbanka Íslands.  Telur hann ađ ríkiđ ćtti ađ halda eftir ţriđjungs hlut (sem veitir ákveđinn réttindi innan stjórnar) og selja einstaklingum og fagfjárfestum afganginn.  

 Einhver kann ađ spyrja hvort ađ ţetta hafi ekki veriđ gert áđur, meira ađ segja skömmu áđur, međ hrikalegum afleiđingum.  Ţetta fyrirkomulag hefur hins vegar veriđ viđ lýđi í Noregi í áratugi (er hluti af reynslu ţeirra í sambandi viđ mikla bankakreppu árin 1987-1988) og reynst vel.  Međ ţessu helst ákveđin valdbeiting af hálfu ríkisins á rekstri fyrirtćkja sem eru "of stór til ađ falla" en á sama tíma fćkkar ţeim ókostum sem fylgja ríkisreknum fyrirtćkjum.  Ţví má reyndar einnig bćta viđ ađ lagaramminn varđandi spillingu er afar strangur í Noregi.

Ţessi hugmynd er ekki ný af nálinni.  Í grein sem ég skrifađi sumariđ 2010 varđandi HS Orku kemur eftirfarandi texti fram:  Ég furđa mig á ţví ađ engin(n) í stjórnkerfinu hafi komiđ fram međ hugmyndir í orkumálum Íslands á svipađan veg og norsku leiđina.  Ríki og sveitafélög gćtu átt 40% í félagi, leiđandi fjárfestir gćti átt ákveđna prósentu og almenningur gćti svo átt afganginn.  Međ ţessu héldist ađhald í rekstri, ákveđinn ađili hefđi hag af meiri hagnađ en opinberir ađilar hefđu ákveđiđ neitunarvald á ađgerđum sem fćlu í sér of mikla áhćttu (ţađ ţyrfti augljóslega ađ skilgreina ţađ hlutverk í ljósi reynslunnar).

Eftirspurn eftir hlutabréfum á Íslandi er mikil ţessa stundina (hugsanlega ađ hluta til vegna gjaldeyrishafta).  Ţví er ég sammála Helga í ţessu máli; ríkiđ á ađ selja hlut sinn í Landsbanka Íslands samkvćmt norsku leiđinni.  Stjórnvöld ćttu ađ vinna í ţví máli sem allra fyrst.

MWM

ps. Ketill Sigurjónsson hefur fjallađ um heppilega kosti eignarhalds íslenskra orkufyrirtćkja; sjá međal annars grein hans Eignarhald á íslenskum virkjunum og orkufyrirtćkjum - http://askja.blog.is/blog/askja/entry/1159568/.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband