Bloggfćrslur mánađarins, mars 2022

Almenni lífeyrissjóđurinn - stjórnarframbođ

Ég er ađ bjóđa mig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóđsins. Atkvćđagreiđslan er í fullum gangi og lýkur ţann 30. mars. Tíu hafa gefiđ kost á sér í tvö stjórnarsćti og ég er einn af ţeim. Hér er hlekkur á atkvćđagreiđsluna.


Verđi ég kosinn í stjórn mun ég leggja áherslu á ađ auka vćgi erlendra fjárfestinga. Ég hef lengi lagt til ađ lífeyrissjóđir hefđu ađ lágmarki, ekki hámarki, 50% eigna sinna erlendis. Međ ţessu er áhćttu betur dreift og einnig hćkka erlendar fjárfestingar í virđi í íslenskum krónum taliđ ţegar ađ mest liggur viđ, ţ.e. í kreppuástandi eins og áriđ 2008. Ţeir sem hafa lesiđ pistla mína undanfarin ár (ţau eru reyndar orđin heldur mörg) vita ađ ég hef lengi fjallađ um ţetta. Má međal annars minna á ţennan pistil minn á ţessum vettvangi - https://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/marmixa/2272134/


Slíkar fjárfestingar yrđu ađ mestu í "leiđinlegum fyrirtćkjum" í stöndugum rekstri og veita reglulegar arđgreiđslur. Áhersla yrđi lögđ á ađ halda kostnađi viđ slíkar fjárfestingar í lágmarki enda skiptir kostnađur enn meira máli en nokkru sinni fyrr ţegar ađ ávöxtunarkröfur í heiminum eru ađ raunvirđi nálćgt núllinu.

Muna - greiđa atkvćđi hiđ fyrsta ţví kosningu lýkur á miđvikudaginn.

https://www.almenni.is/stjornarkjor-2022?fbclid=IwAR3i3SjoPcyd8zB9kmbSgqZzPFWPaFbJzTXJE-gZWqC8QUCM4eCaW_0uFR8

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband