Galin hugmynd - álit

Nú er verið að endurvekja galna hugmynd sem lítur á yfirborðinu vel út en er fáránleg, þ.e að aftengja húsnæðisliðinn úr neysluvísitölu sem verðtryggð húsnæðislán eru miðuð við. Hér er mitt álit.
 
Með þessu er verið að veita lán til húsnæðiskaupa með tengingu við neyslu fólks nema því sem tengist húsnæði. Oft hefur verið kvartað undan því að verðtryggð lán væru hálfgerð afleiðulán, en nú er verið að klára dæmið endanlega. Höfuðstóll verðtryggðra lána í kjölfar hrunsins hefði hækkað rúmlega 7% meira (!) en hann gerði hefði þessi boðaða vísitala ráðið ríkjum. Var ástandið ekki nógu alvarlegt? Nær væri að miða við húsnæðisvísitöluna sem gerði það að verkum að höfuðstóll verðtryggða lánsins (til kaupa á húsnæði) myndi einfaldlega sveiflast í takti við húsnæðisverð mínus þeim afborgunum sem ættu sér stað á láninu. Ef kreppa ætti sér stað þá myndi húsnæðisverð nær örugglega lækka en líka höfuðstóll lána og íslenskar fjölskyldur þyrftu síður að selja húsnæði sitt og lenda í fjötrum leigumarkaðarins.
 
MWM

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband