Landsbankinn stígur skref í að minnka vaxtamun

Í pistli mínum Tölur varðandi ofurhagnað íslenskra banka, þar sem ég gagnrýndi málflutning um ofurhagnað íslenskra banka, kom í niðurlaginu fram: Nú, þegar að rekstur banka er að verða skilvirkari má þó gera kröfu um að hann lækki niður í 2.0%. Bankarnir geta stigið stórt skref nú þegar í þá áttina með því að hækka breytilega vexti sína minna en sem nemur stýrivaxtahækkunum.

Landsbankinn tilkynnti í morgun uppfærða vaxtaskrá. Breytilegir vextir íbúðalána hækka um 50 punkta og hið sama á við um kjörvexti á óverðtryggðum útlánum. Engar breytingar eru á föstum vöxtum óverðtryggðra íbúðalána. Þá eru engar breytingar á vöxtum á verðtryggðum íbúðalánum, hvorki breytilegum né föstum.

Kjörvextir á óverðtryggðum útlánum hækka um 50 punkta. Engar breytingar eru hins vegar á kjörvöxtum á verðtryggðum útlánum. Breytilegir vextir óverðtryggðra lána vegna bíla- og tækjafjármögnunar hækka um 50 punkta og yfirdráttarvextir hækka um 75 punkta.

Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka meira en sem nemur útlánavöxtum, eða allt að 75 punktum, vextir á reikningum með föstum vöxtum hækka um allt að 60 punktum en vextir almennra veltureikninga hækka þó einungis um 10 punkta.

Bankinn er með öðrum orðum í heildina að minnka vaxtamun. Breytilegir útlánavextir utan yfirdráttarlána eru að hækka 50 punkta, sem er 25 punktum minna en nýleg stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Vextir sparireikninga hækka í takti við stýrivextina. Má segja að Landsbankinn sé hér að stíga skref í þá átt að minnka vaxtamun í átt að 2%. Vaxtamunurinn á síðasta ári var 2,3% og þessi aðgerð fer hugsanlega langleiðina með að færa hann niður í það viðmið.

Hér eru tölur dregnar saman varðandi bankanna -

https://www.dropbox.com/s/n4rcs4f09jbklur/islenskir%20bankar%202017%202021.xlsx?dl=0

Hér er einnig góð grein sem Samtök atvinnulífsins skrifuðu fyrir nokkrum árum síðan. Þessi skrif hafa sannarlega staðist tímans tönn - https://cdn.nfp.is/sa/gamaltefni/hvernig-minnkum-vid-vaxtamun-a-islandi.pdf

MWM


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góðar greinar í fjölmiðlum í áraraðilr. Alltaf áhugavert og gott að sjá birt efni frá aðilum sem vel þekkja til. 
Langar þó að benda á að birtar tölur með greininni um vaxtamun bankanna eru ekki að fullu sambærilegar. Bankarnir birta mismunandi tölur í sínu kynningarefni, þ.e. vaxtamun vaxtaberandi eigna og / eða vaxtamun af heildareignum. Arion banki birtir vaxtamun m.v. meðalstöðu vaxtaberandi eigna en Landsbankinn og Íslandsbanki vaxtamun m.v. heildareignir. Þetta má sjá glögglega í fjárfestakynningum bankanna. Tölur um vaxtamun með greininni gera ekki greinarmun þar á milli svo vaxtamunur Arion banka er nokkru hærri en annars þar semheildareignir eru töluvert meiri en vaxtaberandi eignir.  

Munurinn á vaxtamun bankanna er áfram nokkur en samt nokkru minni ef miðað er við sambærilegar stærðir. Fannst rétt að benda á þetta því það skiptir máli og ég þykist vita að þú hafir fullan metnað til að fara rétt með.
Bestu kveðjur.

Skúli (IP-tala skráð) 17.2.2022 kl. 10:58

2 identicon

Sæll Már

Mér finnst rétt að benda þér á eina rangfærslu í greininni þinni. Þú skrifar: 

„Landsbankinn tilkynnti í morgun uppfærða vaxtaskrá. Breytilegir vextir íbúðalána hækka um 50 punkta og hið sama á við um kjörvexti á óverðtryggðum útlánum. Engar breytingar eru á föstum vöxtum óverðtryggðra íbúðalána.“

Hið rétta er að fastir vextir óverðtryggða íbúðalána hafa hækkað um 0.35% í tilfelli fastra vaxta til þriggja ára og um 0.25% í filfelli fastra vaxta til fimm ára.

Í samhengi við greinina þína er athyglisvert að skoða muninn á vaxtakjörum útlána bankanna þriggja þegar kemur að föstum vöxtum til fimm ára á óverðtryggðum lánum til kaupa á íbúðarhúsnæði. Ef við skoðum veðsetningu upp að 50% af fasteignamati þá býður Landsbankinn lægstu vextina sem eru í dag 5.20%, Íslandsbanki býður 5.95% á meðan Arion banki ákvað fyrir nokkru að hætta að bjóða uppá fasta óverðtryggða vexti til 5 ára.

Kv,

Pétur Besserwisser

Pétur (IP-tala skráð) 19.2.2022 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband