Tölur varđandi ofurhagnađ íslenskra banka

Mikiđ hefur veriđ rćtt um stórkostlegan hagnađ íslenskra banka undanfariđ. Einn ráđherra hefur gengiđ svo langt ađ tala um ađ taka skref í átt ađ ţjóđnýtingu banka međ ţví ađ leggja til ađ setja á ný bankaskatt ţví ţeir séu međ vaxtaokur. Kannski er rétt ađ líta á tölurnar.

Arđsemi eigin fjár

Einfalt er ađ líta á hagnađartölur og segja ađ fyrirtćki hljóti ađ vera ađ hagnast međ óeđlilegum hćtti ţegar ađ tölurnar eru háar. Arđsemi eigin fjár er betri mćlikvarđi, hversu mikill er hagnađur af fjárfestingu eiganda, sem hlýtur ađ skipta máli ef veriđ er ađ bera saman fjárfestingu uppá 650 milljarđa króna og smćrri fjárhćđa.

Arđsemin áriđ 2021 var góđ hjá bönkunum. Hún lá á bilinu 11-15% hjá bönkunum, međaltaliđ var 12,6%. Ţetta er samt ekki ofurhagnađur á starfsemi ţeirra. Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, hefur yfirlýsta stefnu um ađ ţetta arđsemishlutfall verđi ađ lágmarki 10%. Sé litiđ til međaltals síđustu fimm ára hefur Landsbankinn stađiđ sig best í ţessum efnum, ef svo mćtti ađ orđi komast, međ 7,8% arđsemi eigin fjár. Međaltaliđ hjá Íslandsbanka var 6,9% og hjá Arion banka var ţađ ađeins 6,4% á ţessu tímabili.

Ţví má bćta viđ ađ arđsemi eigin fjár Haga, sem reiđir sig ađallega á rekstri hinna ódýru Bónus verslana, á síđustu fimm árum var töluvert hćrri, eđa 14.8%. Á síđasta ári (2020-2021) var hún rúmlega 10% og áriđ ţar áđur var hún 12.6%, sem er nákvćmlega sama arđsemi og međaltaliđ hjá bönkunum á síđasta ári. Á ađ leggja sérstakan skatt á starfsemi Bónus verslana?

Ávöxtun eigin fjár umfram "áhćttulausum fjárfestingum"

Sé litiđ til atvinnugeira eins og fjármálastofnanir ađ gefnu tilliti til áhćttu ţá má gera ráđ fyrir ađ ávöxtunin sé árlega um 5% hćrri en á ríkisbréfum sem falla ekki á gjalddaga fyrr en eftir langan tíma. Ég miđa hér viđ lengsta flokkinn á Íslandi, RB31. Ávöxtunin hjá bönkunum var á síđasta ári langt umfram 5% en hún hefur veriđ slök síđustu fimm ár. Hjá Arion banka hefur ávöxtunin síđustu fimm ár umfram ţví sem ađ eigendur skuldabréfa gátu vćnst einungis 2% árlega og árin 2018 og 2019 var betri ávöxtun af áhćttulausum ríkisbréfum en fyrir hluthafa bankans.

Vaxtamunur

Vaxtamunur á Íslandi er, andstćtt almennri umrćđu, ađ lćkka. Áriđ 2017 var hann hjá öllum bönkunum í kringum 3% en hefur veriđ ađ lćkka hjá ţeim öllum, ţó minnst hjá Arion banka. Međaltaliđ í dag er 2,5%. Vaxtamunurinn í dag er raunar sá lćgsti hjá íslensku bönkunum síđan ađ hruniđ 2008 átti sér stađ. Nú, ţegar ađ rekstur banka er ađ verđa skilvirkari má ţó gera kröfu um ađ hann lćkki niđur í 2.0%. Bankarnir geta stigiđ stórt skref nú ţegar í ţá áttina međ ţví ađ hćkka breytilega vexti sína minna en sem nemur stýrivaxtahćkkunum.

MWM

Hér ađ neđan er hlekkur ađ Excel skjali međ ofangreindum tölum.

https://www.dropbox.com/s/n4rcs4f09jbklur/islenskir%20bankar%202017%202021.xlsx?dl=0

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af sex og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband