Vanmat á hækkun húsnæðisverðs - stýrivaxtahækkun í farvatninu

Ég hef klórað mig í kollinum undanfarnar vikur varðandi húsnæðisverð. Sögur sem ég hef heyrt frá fólki í fasteignahugleiðingum og fasteignasölum hafa gefið til kynna að yfirboð á ásett verð fasteigna til sölu hafi verið gífurlegt þessa fyrstu mánuði ársins. Þarf ég að fara aftur til ársins 2005 til að rifja upp svipaðar lýsingar. Þó hefur hækkun húsnæðisvísitölunnar ekki endurspeglað þessar sögur. Hef ég verið að furða mig á þessu meðal annars með nemendum mínum í HR þessa önnina.

Nú hefur komið í ljós að mistök hafi átt sér stað í útreikningum og hækkunin hafi verið eftir allt saman í 2005 anda (fasteignaverð hækkaði skarpast það árið, ekki árin 2007 eða 2008).

Þetta gerir það að verkum að neysluvísitalan hefur einnig verið vanmetin. Eðlilegt var hjá Seðlabankanum að lækka stýrivexti þegar að Covid-19 skall á. Það hefur legið fyrir í töluvert langan tíma að slíkt myndi hægja á samdrætti og húsnæðisverð myndi jafnvel hækka. Síðustu mánuði hafa þó verið teikn á lofti að þær hækkanir séu að fara úr böndunum. Með aukinn kraft í bólusetningum er ljóst að ferðamannageirinn mun brátt fara aftur á flug. Aukið aðhald í vaxtamálum hefur því legið fyrir að öllu óbreyttu.

Í ljósi þessara frétta hlýtur stýrivaxtahækkun að vera handan hornsins. Hún verður líklegast kröftugri nú þegar að ljóst er að hækkun húsnæðisverðs sé komið í 2005 gírinn.

MWM

Viðbót 11.10 18.5.2021

Hagstofan hefur sent út tilkynningu um að leiðrétting Þjóðskrár hafi ekki áhrif á vísitölu neysluverðs án frekari skýringa. Það breytir ekki þeirri staðreynd að verðhækkun á húsnæði er komin í 2005 takt. Þeir sem muna eftir fyrirlestrum Þórarins G. Péturssonar frá því tímabili vita að fasteignaverð hefur mikil áhrif á skoðun hans varðandi stýrivexti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband