Þátttaka almennings á íslenskum hlutabréfamarkaði

Haustið 1929 féll gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum mikið. Það er almennt gleymt, meðal annars í bókum sem fjalla um Kreppuna miklu í grunnskólum Íslands, að gengi þeirra hækkaði töluvert aftur fram að vorinu árið 1930. Eftir það hófst samfelld lækkun sem stóð yfir í tvö ár. Gengi Dow Jones hlutabréfavísitölunnar féll tæplega 90% frá hæsta punkti samhliða Kreppunni miklu. Margir Bandaríkjamenn sóru þess eið að fjárfesta aldrei aftur í hlutabréfum.

Á Íslandi hefur svipuð lexía verið dregin af mörgum. Sárafáir einstaklingar fjárfestu sparnaði sínum í hlutabréf áratuginn eftir að hrunið átti sér stað. Örlítil breyting hefur þó átt sér stað síðustu mánuði. Útboð Icelandair hreyfðu við mörgum sem höfðu ekki komið nálægt fjárfestingum í hlutabréfum lengi vel. Auk þess hefur lágt vaxtastig gert hlutabréf að áhugaverðari kosti en áður. Í dag fá flestir einstaklingar 0,05% árlega ávöxtun fyrir að geyma pening inná lausum innstæðureikningum. Ef fólk er tilbúið til að binda pening í fimm ár inná innstæðureikningum í Landsbankanum þá fást aðeins 3,2% árlegir vextir á innstæðunni, sem veitir vart jákvæða raunávöxtun miðað við verðbólguspár.

Nýleg ritgerð Eddu Jónsdóttur og Sóleyjar Evu Gústafsdóttur rannsakaði helstu ástæður þess að almenningur fjárfesti jafn lítið í hlutabréfum á Íslandi og raun ber vitni. Það ætti ekki að koma á óvart að traust spilaði stóran þátt í því. Þær vitna í rannsóknir Capacents þar sem fram kom að traust almennings til fjármálakerfisins varð nánast að engu í framhaldi af hruninu en það er smám saman á nýjan leik að aukast aftur.

Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í nýlegu viðtali að ekki væri óeðlilegt að þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði væri um tvöfalt til þrefalt meiri miðað við nágrannaþjóðir okkar.

Það þarf reyndar ekki mikið til. Edda og Sóley benda á að þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði hafi verið í kringum 5% og hafi lítið breyst fram að síðasta ári. Hún hafi verið um tvöfalt meiri hjá flestum Evrópuþjóðum og margfalt meiri í Bandaríkjunum. Eitt af því sem þær nefna sem hugsanlega leið til að auka þátttöku almennings eru skattaívilnanir vegna hlutabréfakaupa. Slík aðgerð átti sér stað í lok síðasta árs. Tel ég að þær, ásamt auknu trausti og lágvaxtaumhverfi, eigi eftir að leiða til þess margir einstaklingar fari á þessu ári að fjárfesta í hlutabréf á nýjan leik. Fjalla ég aðeins um það á morgun.

Fyrir áhugasama þá er hægt að nálgast ritgerð Eddu og Sóleyjar hérna.

MWM


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband