Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu - galin hugmynd

Frumvarp hefur verið lagt fram varðandi breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. Líklegt er að nefnd sé að fara yfir athugasemdir þessa daganna í tengslum við framvarpið, meðal annars mínar. Samandregið eru þær þessar.

1. Breyting á viðmið verðtryggðra lána úr vísitölu neysluverðs í vísitölu neysluverðs án húsnæðis

Þetta er einfaldlega galin hugmynd. Með þessu er verið að veita lán til húsnæðiskaupa með tengingu við neyslu fólks nema því sem tengist húsnæði. Oft hefur verið kvartað undan því að verðtryggð lán væru hálfgerð afleiðulán, en nú er verið að klára dæmið endanlega. Höfuðstóll verðtryggðra lána í kjölfar hrunsins hefði hækkað rúmlega 7% meira (!) en hann gerði hefði þessi boðaða vísitala ráðið ríkjum. Var ástandið ekki nógu alvarlegt? Nær væri að miða við húsnæðisvísitöluna sem gerði það að verkum að höfuðstóll verðtryggða lánsins (til kaupa á húsnæði) myndi einfaldlega sveiflast í takti við húsnæðisverð mínus þeim afborgunum sem ættu sér stað á láninu. Ef kreppa ætti sér stað þá myndi húsnæðisverð nær örugglega lækka en líka höfuðstóll lána og íslenskar fjölskyldur þyrftu síður að selja húsnæði sitt og lenda í fjötrum leigumarkaðarins.

2. Stytta lánstíma verðtryggðra lána úr 40 árum í 25 ár.

Það eru töluvert mörg tilfelli þar sem að það hentar fólki vel að hafa hluta af lánum sínum til 40 ára. Auk þess má spyrja sig hvað felist í því að vera fjárráða ef fólk megi ekki taka lán til 40 ára. Hugsanlegur millivegur í þessu væri að það væri hámarks prósenta sem fólk megi fjármagna sig með 40 ára verðtryggðum lánum. Væri til dæmis 40% af kaupum fólks í húsnæði fjármögnuð með slíkum lánum þá væri sá hluti skilgreindur sem leigulán. Þannig væri það ljóst að 40% af húsnæðinu væri afar seint greiddur niður og ætti því að skilgreinast sem leigulán. Lántaki ætti með öðrum orðum ekki að vera í vafa um það að 40% húsnæðisins væri í raun í leigu þó svo að greitt væri einhver prósenta af láninu (um það bil 2% á ári fyrstu 10 árin).

Allur textinn er hér að neðan:

https://www.slideshare.net/marmixa/umsogn-um-breytingu-a-logum-um-vexti-og-verdtryggingu

MWM

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á semsagt bæði að geri fólki erfiaðara fyrir með því að hækka höfuðstólin á lánum almennt hjá fólki vegna hækkunar á verði og síðan útiloka lántökuna alveg á þann veg að enginn getur tekið lánið vegna hárra afborgana út af stuttum tíma, gangi unga fólkinu vel eftir þessa breytingu að eignast fasteignir....

Halldór (IP-tala skráð) 14.11.2019 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband