Landsbankinn, Borgun og eignarhlutur ríkisins

Skýrsla sem Ríkisendurskođun birti í vikunni sýnir ađ verkferlum innan Landsbankans var verulega ábótavant varđandi sölu hans á nokkrum eignum. Skýrslan, Eignasala Landsbankans hf. 2010-16, lítur yfir farinn veg á nokkrum sölum Landsbankans á ţeim árum. Sumar eignir voru seldar á lágu verđi og var Icelandic Group til dćmis selt áriđ 2010 á verđi sem var hiđ sama og kaupendur seldu 12 af 31 dótturfélögum félagsins ađeins ári síđar. Ţađ er hins vegar vert ađ benda á ađ á ţeim tímapunkti voru einfaldlega fáir kaupendur til stađar, mikil vöntun var á fjármagni og eignir seldust á lágu verđi, eins og fasteignamarkađurinn á ţeim árum til ađ mynda bar keim af.

Borgun

Slíkt fyrirkomulag hefđi hins vegar ekki átt ađ vera lengur til stađar áriđ 2013 né seinna. Skýrslan er áfellisdómur á verklaginu viđ sölu bankans á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun. Ekki er hćgt ađ sjá ađ einhverjir verulegir viđskiptalegir annmarkar hafi legiđ fyrir á opnu söluferli í fyrirtćkinu. Líklegt er ađ í slíku ferli hefđi ţađ komiđ fram ađ valréttur á sölu Visa Europe til handa Borgun vćri til stađar. Í tilfelli Landsbankans ţá vissi bankaráđ ađ Valitor, sem bankinn var ađ selja um svipađ leyti, ćtti sölurétt á Visa Europe, en ţó var ekki athugađ (í ţađ minnsta ekki međ afgerandi hćtti) hvort ađ slíkt ćtti viđ um Borgun.

Ég fjallađi um ţessi atriđi í Speglinum í gćr - http://ruv.is/sarpurinn/ras-1/spegillinn/20161122. Sagđi ég ađ bankaráđ Landsbankans hefđi vitađ af valrétti sem Borgun ćtti rétt á í tengslum viđ Visa Europe sem nćmi allt ađ 10 ma. króna. Hiđ rétta er ađ bankaráđ Landsbankans vissi af valrétti Valitors vegna Visa Europe. Biđst ég afsökunar á ţessu.

Hins vegar stendur ţađ óhaggađ sem orđrétt kemur fram í skýrslunni, ađ í tengslum viđ sölu á hluta Landsbankans í Valitor hafi veriđ ljóst ađ stjórnendum Landsbankans var vel kunnugt um valréttinn, ađ honum gćtu fylgt talsverđ verđmćti og ađ ađildar-félög Visa Europe fengju hluta ţess hagnađar í fyllingu tímans. Hvergi var hins vegar vikiđ ađ ţví ađ Borgun gćti einnig hagnast af valréttinum ţótt félagiđ hefđi veriđ ađildarfélag Visa Europe frá árinu 2010 (bls. 66).

Eignarhlutur ríkisins

Ţessi umrćđa dregur á ný fram í dagsljósiđ umrćđu um eignarhald ríkisins. Ekki er langt síđan ađ stjórnendateymi Landsbankans fór fram á ađ höfuđstöđvar bankans yrđu byggđar í miđbćnum međ ćrnum kostnađi. Rök komu fram um ađ sá kostnađur kćmi til međ ađ skila sér. Margir ráđamenn landsins lýstu yfir efasemdum viđ ţessum áformum. Einnig hafa ráđamenn kvartađ yfir háu vaxtastigi en lítiđ hefur gerst í ţeim málum. Í greininni Landsbankinn - Sala fyrir Borgun sem ég skrifađi í byrjun ţessa árs kom fram ađ ef ríkiđ seldi 66% hlut í bankanum en ćtti áfram 34% hlut vćru öfl innan bankans sem hefđu arđsemissjónarmiđ ađ leiđarljósi. Tel ég ađ slík rök ćttu einnig viđ í ţessu máli, ţar sem ađ stjórn bankans hefđi lagt meiri áherslu á ađ gćta fjármuna eigenda sinna.

Einn af lćrdómunum af skýrslu Ríkisendurskođun er ţví ađ mínu mati ađ umbođsvandi á sér stađ ţegar ađ ríkiđ er eini eigandi Landsbankans (ţađ á reyndar einnig viđ um Íslandsbanka). Blandađ eignarhald hefur gefist vel, til ađ mynda í Noregi, og ćttu Íslendingar ađ leita í ţá smiđju varđandi eignarhald íslensku bankanna á nćstu árum.

MWM

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af fjórum og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband