Íslensk ríkisbréf - samanburđur viđ sambćrileg erlend skuldabréf

Sumariđ 2015 voru fyrstu áţreifanlegu skrefin tekin ađ losun fjármagnshafta á Íslandi ţegar ađgerđaráćtlun til losunar fjármagnshafta var kynnt ţann 8. júní. Slitabúum fallinna fjármálastofnana, ađallega ţremur stćrstu íslensku bönkunum, voru settir afarkostir, sem međal annars komu í veg fyrir ađ gjaldeyrir kćmi til međ ađ flćđa út úr landinu samhliđa afnámi hafta, sem myndi veikja íslensku krónuna í ákveđin tíma, sem gerir innfluttar vöru í íslenskum krónum taliđ dýrari og myndi ţví leiđa til verđbólgu og hćkkunar  höfuđstóls verđtryggđra húsnćđislána hjá landsmönnum. Áhrif vegna losun gjaldeyrishafta eru nú ţegar mikil og eiga ađ mínu mati enn eftir ađ verđa víđtćk í íslensku efnahagslífi á nćstu árum.

Voriđ 2015 fram til dagsins í dag

Fyrir rúmlega ári síđan, sumariđ 2015, skrifađi ég samantekt á áhrifum afnáms fjármagnshafta á íslenskan verđbréfamarkađ í Frjálsa verslun ţar sem ađ ég spáđi fyrir um framvindu mála í tengslum viđ afnám gjaldeyrishafta. Spáđi ég ţar til ađ mynda ađ vaxtastig á Íslandi kćmi til međ ađ hćkka nćstu misseri vegna ótta seđlabankans um verđbólguhorfur, sérstaklega í tengslum viđ launaskriđ. Hins vegar var langtímaspáin sú ađ samhliđa auknu fjármagni sem kćmi til međ ađ streyma inn til landsins og bćtts lánshćfismats Íslands ţá kćmi vaxtastig á Íslandi smám saman ađ lćkka. 

Ţessir spádómar sumariđ 2015 hafa ađ mestu leyti rćst. Seđlabankinn hćkkađi stýrivexti haustiđ 2015 (sú hćkkun kom flestum á óvart) og erlendir fjárfestar hafa veriđ međal helstu kaupendum ríkisbréfa síđan ţá. Seđlabankinn var mikiđ gagnrýndur fyrir ţessar vaxtahćkkanir og má segja ađ hann hafi dregiđ í land međ ţví ađ lćkka nýveriđ stýrivexti á nýjan leik. Hins vegar hafa laun hćkkađ mikiđ og jafnvel meira á landsvísu en 10%. Eins og komiđ hefur fram í yfirlýsingum Seđlabankans ţá hafa erlend skilyrđi eins og lágt olíuverđ og styrking krónunnar međ auknum ţunga ferđamanna hins vegar olliđ ţví ađ ţó svo ađ laun hafi hćkkađ mikiđ ţá hafa ţćr hćkkanir ekki skilađ sér í verđlaginu. Ekki má gleyma ađ stór hluti launahćkanna hefur veriđ í formi aukins framlags í lífeyrissjóđ. Međ öđrum orđum, launahćkkanir fara ekki beint í neyslu í dag heldur mynda ţćr stöđugri grunn ađ bćttum lífskjörum síđar á ćviskeiđinu.

Nú, ţegar höft eru í ţann mund ađ verđa af mestu minningin ein, fara áhrif slíkra ţátta ađ skipta minna máli. Verđbólga virđist haldast lág međ styrkri krónu, ađ stórum hluta til vegna ţess hversu lánshćfismat Íslands er orđiđ gott,  og hefur verđbólguţátturinn í verđlagningu ríkisbréfa lćkkađ verulega. Vaxtastig á Íslandi hefur ţví veriđ ađ lćkka. Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa á gjalddaga 2031 er til dćmis núna rúmlega 2% lćgri en hún var voriđ 2015.

Rennt var nýlega yfir ţá spádóma í nýlegu blađi Frjálsrar Verslunar, Funheitir sprotar.

FV 2016 07 sprotarŢar kemur fram sú skođun mín ađ ávöxtunarkrafa íslenskra skuldabréfa eigi eftir ađ lćkka enn frekar. Ein af ţeim rökum er ađ hún fari ađ svipa meira til ávöxtunarkröfu erlendra bréfa. Ţetta á sérstaklega viđ um skuldabréf ríkja međ ađeins slakara lánshćfismat en Ísland.

Lánshćfismat og önnur ríki

Nýlega hćkkađi Moody´s lánshćfismat Íslands í A3, sem er mikil hćkkun á lánshćfismati Íslands og hefur ţađ ekki veriđ hćrra síđan fyrir hrun. Er ţađ nú hiđ sama og í Lettlandi. Ávöxtunin sem fćst af lettneskum ríkisskuldabréfum til 10 ára er rétt rúmlega 0,5% en hjá íslenskum skuldabréfum er hún 5,3%. Ávöxtunin á portúgölskum ríkisbréfum er 3,0% á ári, en lánshćfi Portúgals er einungis BB, sem er ruslflokkur, ţannig ađ ávöxtunarkrafa íslenskra ríkisskuldabréfa í alţjóđlegum samanburđi er lág. Jafnvel ef tekiđ vćri tillit til hugsanlegrar verđbólgu, en hún er afar lág á ţessum samanburđarsvćđum sem nefnd eru í ţessu sambandi, ţá er ávöxtunarkrafan hérlendis há ţar sem ađ raunvextir eru í kringum 3% en hún er einfaldlega ekki fyrir hendi í flestum öđrum ríkjum ţar sem ađ lánshćfiseinkunn ríkja er ásćttanleg.

Ţetta skýrir vel af hverju erlendir fjárfestar hafa í auknum mćli fariđ ađ fjárfesta í íslenskum ríkisskuldabréfum undanfarin misseri. Međ enn frekari liđkun á afnámi hafta er líklegt ađ erlendir fjárfestar auki enn frekar fjárfestingar sínar í íslenskum skuldabréfum. Ţađ innstreymi á gjaldeyri, auk alls ţess gjaldeyris sem nú kemur til Íslands í gegnum ferđamenn sem veitir Seđlabankanum aukiđ rými til ađ greiđa niđur erlendar skuldir, styrkir efnahag Íslands og einnig íslensku krónuna, sem dregur úr verđbólgu og ţví einnig ţví verđbólguálagi sem er faliđ í óverđtryggđum skuldabréfum. Ekki er hćgt annađ en ađ gera ráđ fyrir ađ afnám hafta auki enn frekar á eftirspurn skuldabréfa međ samsvarandi lćkkun ávöxtunarkröfunnar.

MWM


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af níu og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband