Sparsamir Belgar
29.6.2014 | 00:41
Almennt gengur fjármálafrćđi út frá forsendum um ađ flestir einstaklingar hegđi sér međ svipuđum hćtti. Slíkt háttalag er oftast taliđ vera nálćgt ţví ađ vera bundiđ almennri skynsemi. Eitt af ţví sem ég hef veriđ ađ rannsaka er fjármálahegđun fólks. Slíkar rannsóknir eru ekki takmarkađar viđ atferli fólks, til dćmis hvernig fólk hegđar sér stundum óskynsamlega í fjármálum (til dćmis nokkur ár fram ađ hruni ţegar ađ kolamolar virtust geta breyst í gull) heldur einnig hvernig fólk hegđar sér mismunandi á milli landa.
Íslendingar eru lítt gefnir fyrir ađ spara ţrátt fyrir almenna umrćđu um mikinn sparnađ hérlendis. Á árunum 1997 til 2005 var neysla almennings í kringum 5-10% hćrri en ráđstöfunartekjur samkvćmt gögnum frá Hagstofunni. Sparnađarhlutfall Íslendinga er međal hiđ lćgsta í heiminum ţrátt fyrir alla ţá áherslu sem lögđ er á reglubundin sparnađ (hugsanlega er ţađ einmitt vegna ţess en ţađ er efni í annan pistil). Sparnađargleđi Norđurlandabúa er til dćmis miklu meiri en viđ erum í svipuđum flokki og Grikkland og Portúgal ţegar kemur ađ sparnađ.
Ţetta gefur vísbendingu um ađ hér sé "ţetta reddast" hugmyndin enn í fullu fjöri ţegar kemur ađ fjármálum. Eins og ég hef oft bent á er til ađ mynda miđađ viđ 3,5% raunávöxtun í útreikningum á lífeyri, sem er gjörsamlega fráleitt viđmiđ (FME var um daginn annađ áriđ í röđ ađ benda á ađ gatiđ hjá lífeyrissjóđum er stöđugt ađ stćkka ţví ađ skuldbindingar eru miđađar viđ ávöxtun sem lífeyrissjóđakerfi getur aldrei uppfyllt, jafnvel međ óvarkári fjárfestingastefnu).
Ein ţjóđ sem sparar mikiđ er Belgía. "Ţetta reddast" hugsunin á ţar lítt upp á pallborđiđ. Sparnađarhlutfall Belga töluvert hćrra en hjá öđrum Evrópuţjóđum. Einnig fjárfesta Belgar almennt meira í traustum fjárfestingum en ađrar ţjóđir og eru jafnvel tilbúnir til ađ fá neikvćđa ávöxtun ţegar ađ öryggiđ er meira og ađgengi ađ fjárfestingum er auđveldara (til dćmis sparnađarreikningar). Mćlingar á Íslandi gefa til kynna ađ áhćttugleđin eftir hrun hafi kolfalliđ og ţví sé fólk enn tilbúiđ til ađ sćtta sig viđ neikvćđa raunávöxtun (verđbólga síđustu 12 mánuđi hefur reyndar veriđ ţađ lág ađ flestir innlánsreikningar bundnir í ţrjá mánuđi eđa lengur hafa veitt ágćtis raunávöxtun). Langtímafjárfestingar fela almennt í sér meiri áhćttu en sparnađarreikningar en veita ţó oftast slakari ávöxtun en langtímafjárfestingar.
Fyrrverandi nemandi minn í atferlisfjármálum, Nicolas Lenaerts, skrifađi áhugaverđa ritgerđ um ţetta efni. Hann ber saman sparnađarvitund Belga viđ ađrar nćrliggjandi ţjóđir og einnig áhćttufćlni ţeirra. Hann telur sjálfur ađ hluti af skýringunni sé ađ Belgar hafi oft veriđ á milli steins og sleggju ţegar stríđ hefur geisađ í Evrópu og séu ţví minna áhćttusćknir ţegar kemur ađ fjárfestingum. Lenaerts fćrir jafnvel góđ rök fyrir ţví ađ Belgar mćttu vera meira áhćttusćknir ţegar kemur ađ fjárfestingum og ćttu ađ dreifa betur fjárfestingum sínum í verđbréf sem hugsuđ séu sem langtímafjárfestingar.
Lenaerts hefur góđfúslega veitt mér leyfi til ađ birta ritgerđ hans og er hćgt ađ nálgast hana á ţessari slóđ:
MWM
Flokkur: Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:06 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.