Hvar er tillaga Sjálfstæðismanna?

Ein af betri tillögum í aðdraganda síðustu kosninga var tillaga Sjálfstæðisflokksins um að hvetja til sparnaðar og veita fólki raunhæf tækifæri til lækka íbúðalán um allt að 20% á 5 árum. Gekk tillagan út á það að fólk fengi aukin tækifæri til að greiða niður húsnæðislán og flýta þannig eignamyndun og lækka því vaxtakostnað sinn.

Samkvæmt tillögunni yrði slíkt gert í tveimur skrefum. Í því fyrsta fengi fólk allt að 40 þúsund krónur á mánuði í sérstakan skattaafslátt vegna afborgana af íbúðaláni, sem kæmi inn á höfuðstól þess til lækkunar. Í öðru lagi gætu þeir sem væru með séreignarsparnað sem tengdist ekki langtímasamningum, eins og hjá tryggingarfélögum, notað sitt framlag til að greiða niður skattfrjálst höfuðstól láns.

Einhverra hluta vegna hefur ekki heyrst neitt um þessa tillögu eftir að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Framsókn. Áhugavert væri að vita hvort að búið sé að leggja hana varanlega til hliðar eða hvort þess sé að vænta að útfærsla hennar verði kynnt.

MWM

tillaga xd

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband