Óvissa með fjármagnstekjuskatt - stöðva á viðskipti í Kauphöllinni

Einn af grundvallarskilyrðum viðskipta í kauphöllum er að fjárfestar hafi sama aðgang að upplýsingum. Því þurfa þau fyrirtæki og stofnanir sem skrá bréf sín, bæði skuldabréf og hlutabréf, að veita stöðugt upplýsingar um rekstur sinn. Dæmi eru um að sektir séu lagðar á þá aðila sem uppfylla ekki þeirri upplýsingagjöf sem kauphallir krefjast. Með þessu hafa einstakir fjárfestar svipaðar upplýsingar sem þeir byggja á kaupum og sölum í kauphöllum og erfiðra er að hagnast á mismiklum upplýsingum.

Nú er það svo að spurst hefur að í stefnu stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar að hækka eigi fjármagnstekjuskatt einstaklinga um 2%. Gera má ráð fyrir að slíkur skattur minnki virði hlutabréfa um 2-3%, í það minnsta fyrir einstaklinga. Slíkt er þó óvissu háð. Ekki er ljóst hvort að þessi tala sé rétt. Fram hefur komið í fréttum að hugsanlega verði hægt að nýta fjármagnskostnað á móti þessum skatti, en nánari útfærsla liggur ekki fyrir. Fjármagnstekjuskattur einstaklinga og fyrirtækja hefur almennt haldist í hendur, en ekki hefur komið fram hvort að tillögur væntanlegrar ríkisstjórnar geri ráð fyrir að fjármagnstekjuskattur fyrirtækja hækki líka.

Líklegt er að margir fjárfestar hafi upplýsingar um ofnagreindar spurningar nú þegar, en ekki allir. Sumir fjárfestar vita væntanlega betur hverjar líkurnar séu á að þessar tillögur nái fram að ganga. Slíkt veldur því að það grundvallarskilyrði um að fjárfestar sitji við sama borð þegar kemur að upplýsingagjöf er ekki til staðar fyrr en að þessar tillögur verðandi ríkisstjórnar komi opinberlega fram, sem ætti að gerast í þessari viku (samkvæmt fréttum gerist það á morgun en aftur, óvissa ríkir um slíkt).

Því ætti að loka Kauphöllina tímabundið þangað til að yfirlýsing um þessar tillögur eru sendar í gegnum hana, og ætti slíkt að gerast hið fyrsta.

MWM  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband